
Fjármálanámskeið. Markmiðið er að þáttakenndur þekki og skilji fjármálin sín. Viti hver lausnin er á vandanum. Margir verða búnir að leysa málin, aðrir eru með aðgerðaáætlun. Allir skilja hvað þarf að gera.
Þessi námskeið hafa verið kennd í áratugi við miklar vinsældir. Árangur hefur verð mældur í rannsóknum og við höfum góða ástæðu til að vera stolt af útkomunni.
Við erum fullbókuð ár eftir ár og ekki tekist að sinn eftirspurn. til að svara því kalli höfum við gert netútgáfu af námskeiðin.
Þú kaupir námskeiðið og staðgreiðir eða með raðgreiðslum. Sækir svo um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu hjá stéttarfélagi, lífeyrissjóð, sveitarfélagi, Vinnumálastofnun, allt eftir hvað við á hjá hverjum og einum.
Um leið og þú greiðir færðu vefaðgang að námskeiðinu. Einu sinni í viku næstu fimm vikurnar færð þú fyrirlestra og heimaverkefni.

Ráðgjöf fyrir fólk sem er með vanskil. Við finnum finnum leið til að koma öllu í skil. Tryggjum að greiðslubirgði verði viðráðanleg og nægur peningur eftir í neyslu.
Ráðgjöf fyrir fólk sem er með allt í skilum en finnur ekki afganginn. Óvænt útgjöld virðast alltaf koma á versta tíma og kæfa drauminn um aukið rými í fjármálum.
Pantaðu tíma og leyfðu okkur að koma þér á óvart.
Í ráðgjöfinni felst að uppgötva stöðuna, skoða stöðuna, finna lausn og gera aðgerðaráætlun. Verðið er 15.000 krónur óháð tímafjölda sem fer í að ná þessu markmiði.

Þetta er fyrir fólk sem þarf ekki ráðgjöf varðandi fjármál daglegs lífs. Fólk sem vill finna leiðir til að njóta velgengni í fjármálum. Hérna fer saman fjármál og önnur lífsgæði. Við viljum fást við hluti sem eru sannir fyrir okkur. Vinna við það sem við brennum fyrir. Hugsanlega þarf að finna leið til að búa til tekjur úr áhugamálinu. Kannsi ósk um að lenda standandi eftir hjónaskilnað. Kannski að koma þekkingu eða þjónustu á framfæri. Það er sama hvert verkefnið er, hér upplifir fólk að það sé að taka áhættu og það geti farið illa. Ótti við afleiðingar og höfnun. Ef maður reynir ekki, þá gerist það ekki og maður tryggir þannig höfnunina sjálfur. Fyrsta skrefið er að kynnast hugmyndafræðinni og vinnuaðferðunum.
Lestu alla hugmyndafræðina Leiðin til velgengni stóru og litlu þrepin og Úr Helvíti í Himnaríki. Með því að gera það kemstu að því hvort við eigum samleið eða ekki. Þú reynir að átta þig á hvar þú ert á þinni leið og svo pantar þú viðtal og við byrjum að smíða áætlun.
Fyrsta viðtal kostar 15.000 krónur.