All Courses

Námskeið

Úr skuldum í jafnvægi

Verð 54.000 krónur

Skoðaðu Þjónustusíðuna áður en þú kaupir. Í sumum þjónustulínum er veittur afsláttur af námskeiðinu.

Úr skuldum í jafnvægi er fjármálanámskeið. Markmiðið er að þáttakenndur þekki og skilji fjármálin sín. Viti hver lausnin á vandanum er. Margir verða búnir að leysa málin í lok námskeiðs, aðrir eru með aðgerðaáætlun. Allir skilja hvað þarf að gera.

Þessi námskeið hafa  verið kennd í áratugi við miklar vinsældir. Árangur hefur verð mældur í rannsóknum og við höfum góða ástæðu til að vera stolt af útkomunni.

Námskeiði er kennt með fyrirlestrum á netinu. Samhliða námskeiðinu vinnur þú með fjármál þín. Hvernig þú gerir það er kennt á námskeiðinu.  Þú getur líka skráð þig í einkaþjálfun eða í stuðnings úrræði.

Hvað finnst fólki um námskeiðið?

Ég tók fjármála námskeið hjá Garðari þegar hafði verið búin að missa allt sem ég átti og þurfti að endurskoða allt mitt líf og sérstaklega fjármálin Ég fór í gjaldþrot og eftir það hefur mér gengið mjög vel. Námskeiðið kenndi mér að halda utan um það sem ég fæ og einnig hef ég ætið síðan borgað þá reikninga alltaf 1 hvers mánaðar. Lífið hefur verið ansi gott eftir þetta og hefur mér tekist að eiga ofan í mig og á ásamt því að hafa eignast bíl sem ég á skuldlaust og er nú að fara að kaupa hlut í fyrirtæki Ég mæli með þessu fyrir alla
moving, boxes, mover-3671446.jpg
Tinna Aðalbjörnsdóttir
Ég vil þakka þér Garðar fyrir frábært námskeið. Ég hef farið á mörg sjálfstyrkingar námskeið en þetta námskeið hefur hjálpað mér hvað mest. Ég var lengi föst í hræðslunni og trúði því virkilega að staðan mín gæti aldrei orðið betri. Þú hjálpaðir mér að fá sjálfstraust til að greiða úr mínum málum og standa með sjálfri mér. Þar af leiðandi hefur andlega hliðin mín blómstrað síðan. Það er ótrúlegt hvað tilfinningar og fjármál haldast í hendur. Öll ráðin, hvatningin, hugsunarhátturinn og hjálpin er mér ómetanleg. Þetta námskeið opnaði augun mín og mér finnst ég mörgum skrefum nær að eignast það líf sem ég þrái.
woman, girl, female-1295810.jpg
Rakel Dögg
Árið 2017 vorum við fjölskyldan á miklum tímamótum í mínu lífi og vorum við komin í mikin vítahring í okkar fjármálum, við náðum að halda boltanum rúllandi en til þess þurfti mikla vinnu en það var ekkert afgangs , hvorki peningar né orka. Ég hitti Kötu þegar ég er í endurhæfingu í samvinnu Reykjanesbæ þar sem hún var að halda námskeið, út frá námskeiðinu fór ég í einkatíma hjá henni og fékk ég manninn minn til að koma með mér þangað til að skoða okkar fjármál. Hún fór svakalega vel í gegnum þetta með okkur og útskýrði okkar stöðu vel fyrir okkur , hún benti okkur á leiðir sem voru í boði fyrir okkur en valið var alltaf okkar. Við erum núna 5 árum seinna búin að læra margt í kringum okkar fjármál og því hefur fylgt mikill andlegur þroski. Á þessum árum höfum við leitað til Kötu með allskonar spurningar og pælingar og hefur hún reynst okkur svakalega vel Við mælum hiklaust með þessari einföldu og frábæru leið til að öðlast fræðslu og kunnáttu i fjármálum og því andlegu ferðalagi sem því fylgir.
moving, boxes, mover-3671446.jpg
Rakel Ósk Heimisdóttir