Leiðin til velgengni

Hugmyndafræðin

Fjármálastaða fer eftir fjármálaþroska einstaklings. Leiðin til velgengni skiptir þessari þroskagöngu upp í sjö þroskastig. Á hverju þroskastigi er ríkjandi hugsun og hegðun er í takt við þá hugsun. Fjármálataða sem myndast er í takt við hegðunina. Hugsun-hegðun-fjármálastaða. Það er auðvelt að sjá hvar einstaklingur er staddur í þroska með því að skoða stöðu viðkomandi.

Það er hægt að festast árum saman á hverju þroska stigi. Markmiðið með þessum skrifum er að gefa skilning og verkfæri til að hraða þessari göngu og gera hana skilvirkari.

Hér á eftir fer lýsing á þessari þroskagöngu. Á hverju þrepi eru tveir pólar. Mínuspóll og plúspóll. Í mínuspól er ríkjandi  hugsun sem heldur viðkomandi föstum á þrepinu. Plúspólinn lýsir hvaða hugsun þarf að tileinka sér til að losna af þrepinu og upp á það næsta. Þegar það gerist hættir fjármálavandi að myndast sem afleiðing af hugsun mínuspóls. Fyrsta   Þrep í þroskagöngunni heitir Ánauð. Það næsta Óreiða og síðan Skuldir,  Jafnvægi, Áhætta, Ástríða og Velgengni.

Það er okkar draumur að auðvelda fólki að taka út þroskann. Öðlast þar með góð fjármál og aukin lífsgæði. Við gerum okkar besta að hér á heimasíðunni til að sýna hvernig við viljum gera þetta og vonust til að sem flest ykkar gangið í lið með okkur og hjálpið okkur að láta drauminn rætast.