Draumar og drekar er 5.vikna námskeið, þar sem þú lítur inn á við og skoðar drauma þína og skoðar hvernig lífi þú vilt lifa. Einnig vinnum við með innri ótta sem á námskeiðinu eru kallaðir drekar. Þú finnur þinn dreka, skoðar hvernig hann hefur haft hamlandi áhrif á líf þitt og skoðar leiðir til að losa um þann ótta svo þú náir að vinna í átt að draumum þínum.