Leiðin til velgengni

Höfundur: Garðar Björgvinsson

Fjármálaþroski

Fjárhagsleg velgengni fer eftir fjármálaþroska einstaklings. Hugmyndafræðin “Leiðin til velgengni” skiptir þessari þroskagöngu upp í sjö þroskastig.  Á hverju stigi lærir maður eitthvað nýtt og farsæld okkar vex við það.

Það er hægt að festast árum saman á hverju þroska stigi. Markmiðið með okkar starfi er að gefa skilning og verkfæri til að hraða þessari göngu og gera hana skilvirkari.

Hér á síðunni eru nokkrar leiðir til að öðlast skilning á hverju þroskastigi og verkfæri til að þjálfa skilninginn og ná árangri.