Ráðgjafaskóli LTV

Nám í fjármálaráðgjöf fyrir fagfólk í endurhæfingu.

Að koma fjármálum í lag er mikilvægur þáttur í baraferli. Undanfarna áratugi hefur Leiðin til velgengni ehf sinnt þessu hluta endurhæfingar í mörgum ef ekki flestum endurhæfingarúrræðum landsins. Rannsóknir sýna að starfsaðferðir okkar skila árangri. Nú bjóðum við fagfólki í endurhæfingu að læra og tileinka sér aðferðir okkar. Stofnanir og starfsfólk geta orðið sjálfum sér nóg hvað varðar fjármálaráðgjöf í endurhæfingu,

Námið er tvær annir og skiptist í þrjár lotur og hver lota er fimm vikur.

Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hvernig námskeiðið er kennt og hvernig ráðgjöf er veitt er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni.

Verð: 720.000 krónur.

Fyrsta lota

Nemendur sitja námskeiðið „Úr skuldum í jafnvægi“ og gera heimaverkefnin sem því fylgja. Farið er í ástæður þess að fjármálavandi myndast og hvað þarf til að leysa vandann svo varanlegur árangur náist. Nemendur tileinka sér vinnubrögðin og hugmyndafræðina með því að vinna með sín eigin fjármál ásamt því að vinna með fjármál skjólstæðinga okkar sem er í úræðinu Fjármálaþjónustan. Reiknað er með að hver nemandi skoði fjármál 5 skjólstæðinga.

  • Nemandi lærir að uppgötva stöðu og setja hana þannig upp að hún sýni á sama tíma fjármálastöðu skjólstæðings og lausn vandans að verulegu leyti.
  • Nemandi lærir að greina eðli vandans og hvernig hann er til kominn. Greina fjármálaþroska skjólstæðingsins og hvað það er sem hann þarf að tileinka sér svo núverandi staða leysist og myndist ekki aftur.
  • Nemandi lærir hvert  innihald aðgerðaráætlunar þarf að vera svo lausn finnist á fjármálahluta vandans og því að skjólstæðingur tileinki sér það sem hann þarf að læra.

 

Önnur lota.

Haldið áfram að vinna með þeim skjólstæðingum sem unnið var með í lotu 1 ( ekki alltaf að er hægt)

  • Hvernig er vandinn er uppgötvaður.
  • Hvernig við geinum vandann og hvert markmiðið er með greiningunni.
  • Hvernig er  aðgerðaráætlun unnin.
  • Hvernig er forgangsraðað.
  • Farið í hvernig fólki eru sett verkefni sem eru viðráðanleg og í takt við þeirra fjármálaþroska.
  • Farið í úrlausnir á mismunandi tegundum skulda og musmunandi skuldastöðum.

Hvernig er leyst úr einstökum skuldum eða vanskilum:

  •  Skattaskuldir
  • Námslán
  • Meðlagsskuldir
  • Dómsektum
  • Sakarkostnaði
  • o. s. frv.

Það eru mismunandi lausnir til og lærum að velja þá sem hentar í hvert sinn.

Hvaða lausnir eru til þegar horft er á heildarmynd fármálavandans. 

  • Gjaldþrot
  • Umboðsmaður skuldara
  • Nauðasamningar
  • o.s.frv.

 

Þriðja lota

Nemendur veita fjármálaráðgjöf undir handleiðslu.  Markmiðið er að fylgja 5 skjólstæðingum eftir frá upphafi til enda. Hluti tímans fer í að kynna fyrir samnemendur hvaða úrlaun er valinn og af hverju. Þannig kynnumst við fleyri og fjölbreyttari málum sem unnið er úr.

Gengið er út frá því að nemendur muni í framhaldi af útskrift fara og kenna sín eigin námskeið.  Loka verkefni skólans er að skrifuð er ritgerð þar sem nemi fer yfir þá þæti sem við höfum kennt honum og kemur með sýnar hugmyndir af hvernig hann myndi útfæra námskeiðið, ráðgjöfina og þjónustuna.

 

 Nemar eru hvattir tl að finna sína eigin skjólstæðinga til að vinna með. Við munum á sama tíma reyna að finna fólk sem vill þyggja hjálp frá nema í ráðgjafaskólanum.