Ráðgjafaskóli LTV
Nám í fjármálaráðgjöf fyrir fagfólk.
Ráðgjafaskóli Ltv. Fyrir fagaðila.
Ráðgjafaskjóli Ltv er þjálfunarprógram sem vinnur með að greina fjármávanda og læra mismunandi leiðir til að leysa úr honum. Námið er hannað fyrir fagaðila sem starfa í endurhæfingu eða annarskonar þjónustu. Fjármálavandi og ótti við fjármál getur haft hamlandi áhrif á fólk á ýmsan hátt.
Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hvernig námskeiðið er kennt og hvernig ráðgjöf er veitt er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni.
Námið er tvær annir og skiptist í þjár lotur. Hver lota er fimm vikur.
Á hverju ári fara tveir hópar af stað. Fyrstu vikuna í febrúar og fyrstu vikuna í september.
Námið er kennt í fjarkennslu:
- Kennslusvæði: Hver og einn fær aðgang að kennslusvæði með kennslumyndböndum og verkefnum. Í hverri viku opnast nýtt efni og vekrefni sem þarf að vinna þá vikuna.
- Vikulegir fundir: Á hverjum fimmtudegi eru fundir milli kl. 17.00 – 18.30 þar sem við hægt er að spyrja út í efnið, fá nánari útskýringar og aðstoð og samvinna í að leysa fjármálavanda.
- Handleiðsla: Að námi loknu hafa nemendur aðgang að Garðari og Katrínu, hægt er að mæta á fimmtudags fundina, til að spyrja út í lausn mála eða hægt að panta ráðgjöf varðandi mál í vinnslu.
Uppsetning námsins:
Fyrsta lota
Nemendur sitja námskeiðið „Úr skuldum í jafnvægi“ og gera heimaverkefnin sem því fylgja. Farið er í ástæður þess að fjármálavandi myndast og hvað þarf til að leysa vandann svo varanlegur árangur náist. Nemendur tileinka sér vinnubrögðin og hugmyndafræðina með því að vinna með sín eigin fjármál.
Einnig eru skoðuð mál þar sem fjármálavandi er til staðar og nemandi æfir sig í að setja málin upp og fá yfirsýn og geti greint vandann svo hægt sé að vinna með hann.
Önnur lota.
Nú lærir nemandi hvernig vandinn er leystur.
- Að uppgöva stöðuna.
- Greina vandann.
- Læra mismundi leiðir til að vinna með skuldavanda t.d.
- Skattaskuldir
- Námslán
- Meðlagsskuldir
- Dómsektum
- Sakarkostnaði
- o. s. frv.
Nemendur finna 2-5 einstaklinga til að til að veita fjármálaráðgjöf.
Þjálfa sig í að fá yfirsýn og finna lausn á vandanum.
Þriðja lota
Nemendur halda áfram veita fjármálaráðgjöf undir handleiðslu. Markmiðið er að fylgja 2-5 skjólstæðingum eftir frá upphafi til enda. Hluti tímans fer í að kynna fyrir samnemendum hvaða úrlaun er valinn og af hverju. Þannig kynnumst við fleiri og fjölbreyttari málum sem unnið er úr.
Nemendur byrja að skrifa sitt eigið námskeið byggt á fjármálanámskeiðinu: Úr skuldum í jafnvægi.
Lokaverkefni unnið.
Útskrift.