Ráðgjafaskóli LTV

Nám í fjármálaráðgjöf

Að koma fjármálum í lag er mikilvægur þáttur í bataferli. Undanfarna áratugi hefur Leiðin til velgengni ehf sinnt þessu hluta endurhæfingar í mörgum ef ekki flestum endurhæfingarúrræðum landsins. Rannsóknir sýna að starfsaðferðir okkar skila árangri. Nú bjóðum við þeim sem vilja tækifæri til læra og tileinka sér aðferðir okkar. Stofnanir og starfsfólk geta orðið sjálfum sér nóg hvað varðar fjármálaráðgjöf í endurhæfingu,

Við höfum notað þessa sömu hugmyndafræði til að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum til að komast úr skuldum upp í jafnvægi með fjármál sín. Myndað hjá þeim stöðu þar sem fjármál ganga þrautarlaust frá mánuði til mánaðar.  Að námi loknu getur þú orðið sjálfstæður ráðgjafi, notað þetta í þínu starfi og notað á eigin fjármál til að tryggja eigin hag og vöxt.

Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum. Hvernig námskeiðið er kennt og hvernig ráðgjöf er veitt er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni.

Verð: 660.000 krónur.

Námið stendur yfir í tvær annir. Byrjar í haust og líkur vorið 2024
Endurskoðuð námsáætlun liggur fyrir þann 1. ágúst 2023

Næsti hópur hefur nám þann 11. september 2023.
Opnað verður fyrir skráningar 14 ágúst 2023.

Námið er byggt á hugmyndafræðinni “Leiðin til velgengni”  Við lærum þann hluta af hugmyndafræðinni sem snýr að því að hjálpa fólki úr skuldum í jafnvægi. Skoðið myndböndin og þið áttið ykkur á  um hvað þetta snýst.