Ráðgjafaskóli LTV.is

Nám í fjármálaráðgjöf​

 

Námið  er fyrir fagfólk sem starfar í endurhæfingu.

Námið kostar 660.000 Krónur
Námskeiðið er nálægt því að vera fullbókað og hafa allir sem nú eru skráðir sótt um og fengið styrk fyrir námskeiðsgjaldinu.
 
 

Námið er byggt á hugmyndafræðinni Leiðin til velgengni. Leiðinn er
gengin í nokkrum áföngum. Við verðum með athyglina á fyrri helming leiðarinnar
þar er fjárhagsleg afkoman oftast neikvæð.

Við skoðum hvernig við hjálpum fólki: Úr Skuldum í Jafnvægi og byrjum 17 október 2022.

 

 

Hvernig námið er upp byggt.

Kennt í þremur 5 vikna lotum.

Að námi loknu eiga nemendur að geta kennt námskeiðið: “Úr skuldum í
jafnvægi“ og veitt fjármálaráðgjöf fyrir fólk í fjárhagserfiðleikum.

 

Fyrsta lota.  17. október 2022 til 14 nóvember 2022.

Í þessari fyrstu lotu horfum við á fjármál og lausnir frá sjónarhóli
þess sem á við fjármálavanda að stríða. Nemendur sitja námskeiðið „Úr
skuldum í jafnvægi“
og gera heimaverkefnin sem því fylgja. Farið er í
ástæður þess að fjármálavandi myndast og hvað þarf til að leysa vandann svo
varanlegur árangur náist. Nemendur tileinka sér vinnubrögðin og hugmyndafræðina
með því að vinna með sín eigin fjármál.

Það eru engin verkefna skil.

Á hverjum mánudegi opnast fyrir námsefni efni vikunnar. Ætlast er til að
nemendur séu búnir með námsefni og heimaverkefni vikunnar áður en næsta vika
hefst.

Fyrirlestrar

Hver fyrirlestur er um það bil 1 klukkustund og 50 mínútur og skiptist
niður í nokkur myndskeið.

Hluti hvers fyrirlestrar er dregin saman í skrifaðan texta sem bæði er
hægt lesa á skjánum og hlaða niður sem pdf skjali.

Hægt er að horfa á fyrirlestrana í tölvu. Einnig er hægt að sækja app og
horfa í spjaldtölvu eða síma.

Heimaverkefni.

Í kjölfarið á fyrirlestrum koma heimaverkefni. Sum eru tímafrek.
Þarf líklega að deila þeim niður á nokkra daga.

Samskipti.

Ráðgjafaspjall LTV.is  (Facebook.)

  • Samskipti
    okkar í milli fara fram á lokaðri facebook síðu.
  • Þar
    getið þið spurt okkur spurninga tengdu námsefninu.
  • Deilt
    upplifunum af námsefni og heimaverkefnum.
  • Þar
    getum við bætt inn auka efni þegar við sjáum þörf á því.
  • Þar
    getum við spurt ykkur spurninga sem tengjast námsefninu.

Önnur lota. 16. Janúar 2023 til 20 febrúar 2023.

Í annarri lotu horfum við á þessa sömu hluti frá sjónarhól ráðgjafans.
Lærum að veita fjármálaráðgjöf.

 

Þriðja lota. 27. Febrúar 2023 til 27 mars 2023

Verkleg þjálfun í ráðgjöf og þú skrifar þitt eigið námskeið. Þína
útgáfu af Úr skuldum í jafnvægi.

 

Okkur Katrínu Ósk hlakkar mikið til að vinna með ykkur og erum sannfærð
um að við eigum eftir að gera góða hluti saman.  

 

Kær kveða

Garðar Björgvinsson

Katrín
Ósk Garðarsdóttir