Handleiðsla

Þetta er fyrir fólk sem þarf ekki ráðgjöf varðandi fjármál daglegs lífs. Fólk sem vill finna leiðir til að njóta velgengni í fjármálum. Hérna fer saman fjármál og önnur lífsgæði. Við viljum fást við hluti sem eru sannir fyrir okkur. Vinna við það sem við brennum fyrir. Hugsanlega þarf að finna leið til að búa til tekjur úr áhugamálinu. Kannsi ósk um að lenda standandi eftir hjónaskilnað. Kannski að koma þekkingu eða þjónustu á framfæri. Það er sama hvert verkefnið er, hér upplifir fólk að það sé að taka áhættu og það geti farið illa. Ótti við afleiðingar og höfnun. Ef maður reynir ekki, þá gerist það ekki og maður tryggir þannig höfnunina sjálfur. Fyrsta skrefið er að kynnast hugmyndafræðinni og vinnuaðferðunum.

Lestu alla hugmyndafræðina Leiðin til velgengni stóru og litlu þrepin og Úr Helvíti í Himnaríki. Með því að gera það kemstu að því hvort við eigum samleið eða ekki. Þú reynir að átta þig á hvar þú ert á þinni leið og svo pantar þú viðtal og við byrjum að smíða áætlun.

Fyrsta viðtal kostar 15.000 krónur.