Inngangur

Úr Helvíti í Himnaríki

Höfundur: Garðar Björgvinsson

Inngangur

Hver vill búa í Paradís á jörð? Paradís er samfélag manna sem sem búa  íHimnaríki. Staður þar sem réttlæti og heilbrigði ríkir. Öll samskipti eru átt út frá kærleik. Samfélagsgerðin öll tryggir farmgöngu og velferð einstaklingsins. Öll framkoma einstaklingsins er samfélaginu til framdráttar.

En áður en við sköpum þetta samfélag þurfum við að komast inn í Himnaríki. Það er snúið en ég ákvað að lýsa leiðinni.

  • Þetta er landakort af leiðinni frá Heilvíti til Himnaríkis
  • Þetta fjallar um hvað ráðgjafi eða meðferðaraðili þarf að hafa í huga þegar hann hyggst aðstoða einhvern með sína göngu.
  • Þetta fjallar um hvað einstaklingur sem ætlar að hjálpa sér sjálfur þarf að hafa í huga á göngunni.
  • Þetta fjallar um samstarf ráðgjafa og skjólstæðings. Báða aðila ekki bara annan.
  • Þetta fjallar um viðfangsefnin sem eru á leiðinni.
  • Þetta fjallar um vinnutæki.

Skilgreiningar sem koma hér á eftir eru skrifaðar til mæta manneskjunni þar sem hún er stödd. Tryggja þannig að hún fái rétt verkefnin að glíma við og réttu aðferðina til þess.

Til að byrja með skulum við draga upp mynd af Helvíti á jörð.

Versta hugsanlega staða sem manneskja getur komist í er þegar það ríkir örvinglan. Óttinn sem heltekur tilfinningakerfið er það mikill að hver hugsun og hver tilfinning er upptekinn af þeirri vissu að fram undan sé ekkert nema dauðinn eða eyðing á tilverunni eins og við þekkjum hana.

Látum þetta vera upphafsstaðin á leið okkar í Himnaríki. Reynum að átta okkur á manneskjunni. Hvað hún er að upplifa, af hverju og hvað gæti orðið henni til hjálpar. Reynum að mynda hjá henni löngun til að hefja ferðalagið frá þessum stað yfir í bestu stöðu sem hún gæti hugsað sér. Löngun til að hefja gönguna úr Helvíti í Himnaríki.

Bóndinn.

Bóndi býr með konu sinni og tveimur börnum í frjósamri sveit. Lífið er fallegt og yndislegt þegar það brýst út stríð. Eins og hendi væri veifað breytis líf þessarar fjölskyldu í hreina martröð. Það að fara út og vinna á akrinum er lífshættulegt. Í sögunni gerast þeir atburðir að bóndinn missir konuna og börnin. Reyni hann að ganga til verka, plægja og sá í akurinn er búið að sprengja það allt í tætlur næsta morgun. Það er búið að taka allt frá honum sem hann elskar. Allt sem hann reynir að byggja upp er brotið niður jafn óðum. Það er erfitt að afla matar. Tilfinningabúskapurinn samanstendur af mismunandi ótta og skelfingu. Bóndinn liggur í hnipri út í horni  þorir ekki að hreyfa sig.

Nú líkur stríðinu og þá skildi maður ætla að veru bóndans í Helvíti sé lokið. En þannig virkar þetta ekki.

Lítum fimm á fram í tímann. Bóndinn fer ekki út á akurinn að vinna. Hversvegna? Því valda tilfinningasárin. Það býr í honum hræðsla sem er þess eðlis að hann heldur að akurinn verði sprengdur í tætlur ef hann fer út að plægja. Hann þekkir það af eigin reynslu. Hann fer ekki í makaleit því hann veit að það mun skapa sársauka þegar hann missir makann aftur.

Helvíti bóndans skapaðist af ofbeldi sem við köllum stríð. Við það mynduðust tilfinningasár, hugmyndir og fleira sem nú stjórnar því hvernig bóndinn virkar.

Gerist eitthvað annað hjá konu sem býr með manni sem lemur hana?

Hjá barni sem elst upp við andlegt eða líkamlegt ofbeldi?

Hjá konu sem er nauðgað?

Hjá barni sem er talið trú um að það sé heimskt og geti ekki lært?

Það skiptir máli að átta sig á að það stafar eignhver ógn að þessum einstaklingum. Þeirra trú er að ekkert sé hægt að gera því allt sem gert er mun virkja ógnvaldinn og þess vegna eru engar lausnir til.

Á einn eða annan hátt upplifa þeir sig í helvíti.

Helvíti er staður þar sem hugsun er ekki frjáls heldur heft í klafa sjálfsblekkingar.

Hugsunin í þessu tilfelli er trú á fyrirfarm ákveðna niðurstöðu. Niðurstaðan er neikvæð. Tilraunin mun mistakast.

Sjálfsblekkingin er að  lífið sé fullt af óvinum sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að árangur náist.

Athyglin er þar með ekki á viðfangsefninu sem maður vill ná árangri með heldur á óvinunum sem valda því að ekki er hægt að gera neitt til að ná árangri.

  • Það væri allt í lagi með hjónabandið ef konan mín væri öðruvísi.
  • Allt í lagi með fjármálinn ef bankastjórar og ríkisstjórnir væru með eitthvað vit í kollinum.
  • Ég gæti grennst ef mamma eldaði öðruvísi mat

Sá sem bendir mér á sjálfsblekkinguna er að ráðast á mig og verður bætt í óvinasafnið.

Íbúar helvítis uppskera fyrirlitningu heimsins að launum.

Við hin vitum að það er ekkert stríð og engir óvinir. Við ættum að koma til hjálpar. Í staðin virðumst við ekki hafa neina þolinmæði með fólki í þessari stöðu. Við lítum á þetta fólk sem auðnuleysingja, aumingja. Af hverju hunskast þau ekki út og fá sér vinnu?  Búin að fá nægan tíma til að jafna sig. Fólkið finnur vel fyrir fyrirlitningunni og dómunum og það viðheldur sárum þess og stöðu.

Við mætum fólki þar sem það er statt eða við ættum að gera það. Kannski mætum við fólki þar sem við erum stödd. Þess vegna myndi aðili sem kynnist bóndanum í dag sjá hann sem aumingja fastann í eigin sjálfsblekkingu. Blekkingu sem er í því fólgin að ekkert sé hægt að gera í stöðunni og að hann sé dæmdur til að vera þarna til dauða dags. Það er ekkert gert til að kynnast fortíð bóndans. Engin skilningur, þolinmæði eða elska í hans garð.

Það er erfitt að ímynda sér að manneskja biðji um hjálp ef hún reiknar með að mæta fyrirlitningu. Ef hún reiknar ekki með að neitt annað sé í boði. Við skulum hefja gönguna. Áfangarnir á leiðinni eru sjö.