Fjallar um að vinna verkefnin. Öðlast færni og vinna úr þeim tilfinningum sem tengjast hverju skrefi.
Bóndinn valdi hugsanlega raunsæ verkefni og rétt fyrir hans stöðu í lífinu. Það kann að vera að hann hafi valið röng verkefni. Kannski valdi hann að sá án þess að plægja til að reyna að stytta sér leið. Hugsanlega sækir ómenntaður maður um stöðu forstóra í stað sendisveins. Hugsanlega eru valin verkefni sem tengjast því að viðhalda þeirri trú að þeim séu allar bjargir bannaðar.
Hér verið að kenna fólki að fást við verkefni sín. Það er búið að velja verkefni og nú á að fást við þau. Sá sem velur fjármál þarf á fræðslu að halda varðandi fjármál. Sá sem velur að fást við offitu þarf fræðslu hvað varðar það. Í sögunni um bóndann er um að ræða mann sem er að fara gera aftur eitthvað sem hann gerði áður. Hann kann þetta og mun ekki þurfa á fræðslu að halda. Gera þarf ráð fyrir að sumir þurfi fræðslu.
Samþykki.
Hér þarf bóndinn að samþykkja að hann valdi þessi verkefni. Hann valdi að fást við þetta. Hann langaði til þess. Um leið og hann byrjar mun hann mæta ótta sínum varðandi það að sér muni mistakast.
Nú kallast fram tilfinningarnar sem eru í tilfinningasárinu og hann mun á einhvern hátt vilja flýja tilfinningarnar. Vill ekki upplifa hræðsluna og sársaukann. Hann vill því hætta við verkefnið, eyða því, ekki fást við það. Hann mun vilja kenna einhverjum eða einhverju um það að hann geti þetta ekki núna.
En ástæðan fyrir því að hann vill beygja af leið er tilfinningaleg.
Það er því mikilvægt að geta rifjað upp að hann valdi þetta og þetta er hans löngun.
Við ætlum að fá bóndann til að samþykkja að ástæðan fyrir því að hann er ekki að fást við verkefnið er ekki óvinir, ekki skortur á möguleikum, ekki vanhæfni heldur ótti.
Ástæðan er af tilfinningalegum toga. Ótti við sársauka, ótti við höfnun, ótti við að klúðra, ótti.
Hér þarf námskeið sem kemur til skila að ástæðan fyrir því að verkefnin eru ekki unnin er tilfinningatengt. Á á sama tíma þarf námskeiðið að koma til skila hvernig viðfangsefni er unnið svo árangur náist. Mynda skilning á samhenginu þarna á milli.
Með þessu viðhöldum við von og draum bóndans um að þetta gangi upp hjá honum. Jafnframt myndast skilningur á í hverju þrautagangan fellst.
Tilfinningarnar sem upp koma þurfa ekki að vera hræðsla við vanhæfni eða afleiðingar. Afsakanirnar geta verið að það sé ekki tími núna til að fást við verkefnið af því að það er svo mikið að gera í vinnunni. Þar með er viðkomandi í vinnunni og ekki að fást við verkefni sem hann valdi og verður aldrei var við hræðsluna og gerir sér þar af leiðandi ekki grein fyrir að hún stjórnar hans hegðun.
Von.
Það skiptir máli að gera sér grein fyrir að verkefni sem byrjað er á vilja gjarnan taka mikinn tíma. Mikið tilfinningarími. Til að byrja með virðast þau margfaldast að umfangi.
Bóndinn ætlar að plægja. Þá kemur í ljós að traktorinn er bilaður þar sem hann hefur ekki verið hreyfður í mörg ár. Önnur tæki eru riðguð, bitlaus o.s.frv. Það kemur því hugsanlega mikið af verkefnum í ljós sem þarf að gera áður en hægt er að plægja.
Á sama tíma kemur í ljós að hann á ekki pening til að laga traktorinn. Fjármálum hefur ekki verið sinnt. Það þarf því að laga stöðuna gagnvart bankanum áður en hann fær fyrirgreiðslu. Þannig geta verkefnin orðið stór og mörg.
Það hefur líka áhrif að nú hefur hann ákveðið að byrja aftur að sinna verkefnum og þá sér hann mikið af verkum sem eru ótengd því að plægja. Hann vill heimsækja mömmu sína á elliheimilið. Það þarf að sinna viðhaldi á húsinu.
Það spretta upp allavega verkefni. Sum eru sönn og sum eru tilbúin. Það sem er framundan virðist nú óyfirstíganlegt.
Nú þarf að einfalda hlutina fyrir bóndanum. Hann valdi verkefnið að plægja. Þau verkefni sem tengjast því að gera það mögulegt þurfa nú að fá ákveðin tíma, ákveðið rími.
Öðrum verkefnum þarf að ýta út af borðinu, skjóta fram í framtíðina. Það má líka vera að vinna hluta af þeim. Aðal atriðið er að það verkefni sem var valið fái tíma. Verndaður tími þar sem eingöngu er verið að fást við það að koma þessu á koppinn. Verkefnið er einangrað frá öðrum verkefnum. Það verður til skuldbinding um að mæta í þann tíma og fást við verkefnið.
Hvað annað sem þarf að fást við í lífinu þá mun þetta verkefni ganga upp þótt við gerum ekkert annað en að skapa tímann fyrir það.
Von beint í farveg.
Vonin myndast þegar búið er að mynda rímið. Nú vitum við að verkefninu verður sinnt. Það er búið að koma til skila hvers eðlis verkefnið er og hvaða tilfinningar geta truflað. Voninni er beint í farveg með því að búa til verkefnaflokka. Síðan þarf að forgangsraða flokkunum.
Flokkur eitt er að laga traktorinn
Flokkur tvö er að laga plóginn.
Síðan þarf að forgangsraða flokkunum. Þessi flokkur verður unnin fyrst og svo þessi og svo framvegis.
Þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að bóndinn sé ekki með athyglina á að þörfinni sé ekki uppfylgt fyrr en búið er að plægja.
Forgangsröðun verkefnaflokka tryggir að það er vitað hvað er fyrst og hvað er númer tvö. Tryggt að það er vitað hvaða verkefni á að vinna þegar mætt er í tímann og þar með er tryggt að athyglin verður á því verkefni og hægt að gleðjast yfir árangri þar.
Draumur.
Verkaefnaflokkar eru skýrir. Einn flokkur er að laga dráttarvél. Það að laga dráttarvelina getur samanstaðið af mörgum verkefnum. Það vantar varahluti, það vantar pening, olíu. Það að fá pening þíðir að það gæti þurft að koma málum í lag gagnvart bankanum. Það geta verið ótal verkefni tengd dráttarvélinni.
Þegar hafist er handa við fyrsta verkefnaflokk myndast ótti við afleiðingar. Ótti við að hafa ekki tíma. Hafa ekki pening. Hafa ekki næði til að vinna verkefnin. Það myndast hugmynd um það sé ekki tími núna að fást við viðgerð á vélinni. Því ef sæðið er ekki komið í jörðina fljótlega næst ekki uppskera og þar með ekki tekjur. Það myndast einhverjar ógnir sem talið er að komi í veg fyrir árangur.
Ótti um að forgangsröðun verkefna sé röng. Einhver heimtar tíma í önnur verkefni. Lögmaður heimtar pening. Óttinn segir að það þurfi að sinna þessum ógnum og því verði að fresta viðgerð á vélinni.
Það er búið að mynda skuldbindingu í tíma. Búið að ákveða hvaða verk verði unni og í hvaða röð. Það myndast ótti um að maður hafi ekki stjórnina. Eitthvað ráðist inn og eyðileggi þessa áætlun.
Draumurinn sem búin er til er sá að það sé nægur tími. Við fáum frið til að vinna verkin samkvæmt okkar áætlun.
Draumurinn er að ef við fáum frið til þess að vinna samkvæmt áætlun þá verður gaman að vera til. Þá náum við árangri.
Að beina draum í farveg.
Þá þarf að svar spurningunum. Hvernig fáum við þennan vinnufrið?
Hér er samið við þá sem þarf að semja við. Talað við þá sem þarf að tala við. Fólki sett mörk. Verkefnum sett mörk. Það sem þarf að að gera til að slökkva á utanaðkomandi hættum er gert hér, hvort sem þær eru ímyndaðar eða raunverulegar. Tryggt að athygli bóndans er á þeim verkefnum og þeim áætlunum sem búið er að ákveða.
Þörfin.
Þörfin mun vera að hann langar til að vera maður til að gera þetta. Langar til að þetta gangi upp.
Það er búið að búa til skuldbindinguna, hann er að vinna verkin og stefnir að sínum draum. Þörfin sem kemur er að hann sé þess megnugur að láta þetta ganga upp.
Á sama hátt og áður er fókusinn á verkefninu. Það er búið að slökkva á öllum utanaðkomandi áhrifum. Hann situr uppi með verkefnin og sjálfan sig. Hann þarf að nefna þörfina. Gera hana ljós fyrir sjálfum sér. Ég get. Ég er nóg. Samþykktarþörf.
Frágangur.
Nú mætir hann í verkefna tímana. Vinnur verkefnin, leysir úr. Mætir eigin tilfinningum. Mætir óttanum vinnur úr og nær árangri.
Þetta endar með að hann lagar traktorinn. Vinnur öll verkefnin sem tengjast undirbúningnum. Búin að plægja og búin að sá. Þá mæta önnur verkefni á staðinn.
Þau geta tengst því að halda áfram að hugsa um akurinn og uppskeruna. Geta líka tengst einhverju allt öðru. Til dæmis viðhaldi á húsinu.
Nú þarf að velja nýtt verkefni nefna það, nefna þörfina taka frá tíma fyrir það og fara í gegnum þessi sjö skref varðandi það að mæta sjálfum sér hvað þau verkefni varðar.
Óttinn getur komið fram á mörgum sviðum og tekið á sig ýmsar myndir. Hann mun því þurfa að fara í gegnum þetta aftur og aftur.
Þegar bóndinn er kominn á það stig að hann er að sinna öllum þeim verkefnum sem þarf að sinna til að eiga eðlilegt líf, átakalaust, Er þessum áfanga lokið.
Hann sér fyrir sér. Hann vinnur vinnuna sína, gerir flesta þá hlut sem þarf til að lífið gangi.