Inngangur

Úr Helvíti í Himnaríki

Annar áfangi - Fyrirmyndir.

 Bóndinn er í  sæmilegu andlegu jafnvægi og hefur gert sér skýra grein fyrir hvað hann vill fást við. Gerir sér líka grein fyrir hvaða þörf þarf að uppfylla til þess að hann treystir sér til þess. Þótt svo sé er ljóst að það hefur engin viðvarandi bati átt sér stað. Það þarf lítið að gerast til þess að allt fari aftur í sama horf. Ef hann fær að vera einn í einhverja daga gæti það dugað.

Batinn næst við áþreifanlega sönnun. Öryggisþörfinni  er fullnægt með áþreifanlegri sönnun á því að allt verði í lagi. Þetta þíðir að við getum ekki sagt við bóndann að hann eigi að fara út á akurinn að vinna. Ef við reynum að fá hann til þess framkallast óttinn af margföldum styrk og ekkert verður úr verki. Við eigum það jafnvel á hættu að glata traustu hans og hann þar með kominn aftur í upprunalega stöðu. Það sem við gerum er að láta hann verða vitni af því að þegar að þriðji aðili framkvæmir það sem bóndinn hefur valið sér þá kemur ekkert fyrir. Í þessu dæmi er þá einhver sendur út á akurinn til þess að plægja og sá. Þegar gengið hefur verið til verka á akrinum dag eftir dag eftir dag án þess að nokkuð komi fyrir byrjar hann að trúa. Það er líka hægt að fara með hann í ökuferð um sveitina. Sýna honum blómstrandi akra og vinnandi fólk.

Hvernig sem útfærslan er þá þarf hann að verða vitni af því að fólk er að gera það sem hann langar til að gera og það kemur ekkert fyrir það. Það er að gera það sem hann langar og það er að skila árangri.

 

Markmiðið er að mynda skilning um að allt sé í lagi og eyða efa.

Loka stigið er þegar hann stígur út á akurinn og hefur vinnuna.

 

Samþykki

Markmið er að fá bóndann til að samþykkja þann möguleika að stríðið sé búið og það sé því ekki hættulegt að gera það sem hann ætlar að gera. Þetta er gert með markvissri upplýsingagjöf sem skapar þann skilning. Sýnir að það bendi allt til þess að það stafi ekki að honum nein hætta.  

Við vitum að hann efast um að sér sé óhætt. Við sýnum fyrirmyndina og hann upplifir að fólk er að gera það sem hann langar. Hann sér að fólki er óhætt. Upplifir að það sem hann vill að sé staðreynd gildir allavega gagnvart öllum öðrum en honum. Fær að sjá að heimurinn þar sem þessi vergefni eru unnin er friðsamur og góður gagnvart öllum öðrum.

 

Von.

Bóndinn ætlar út á akurinn. Það er markmiðið. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi er einhver ógn sem steðjar að. Nú veit hann að ógnvaldurinn er ekki lengur til staðar. Ef hann er til staðar þá er hann meinlaus.

Bóndinn mun hafa athyglina á ógninni og öllu sem gæti gerst. Hann mun missa sjónar á markmiðinu. Okkar hlutverk er að hafa athygli á markmiðinu og sleppa bóndanum ekki út í neikvæðan spuna um ógnvaldinn.

Hér þarf að fá bóndann til þess að setja orð á það að líklega sé þetta ekkert hættulegt. Líklega er þetta framkvæmanlegt. Ef okkur tekst að fá hann til að setja orð á þetta þá er hann að tjá sína von.

Hann er búin að sjá fyrirmyndina að verki. Sjá að þetta sé líklegt en hann á eftir að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að þetta sé líklega svona. Við þurfum að ná honum á þennan stað að hann tjái það.

Hvað heldur þú að gerist ef þú ferð út á akurinn að plægja?

Þessi spurning getur dottið inn hvenær sem er. Svarið við spurningunni gætti leitt í ljós að það eru enn einhverjar ógnir sem að honum steðja og hann því enn á fyrra stigi. Þá fær hann meiri upplýsingar. Hann fær spurninguna aftur og aftur og á endanum mun hann svara henni þannig að hann segi að sennileg sé sér óhætt.

Sennilega get ég bara gert þetta.

Það þarf að vera lykil spurning sem tekist markmiðinu.

Þessu stigi líkur þegar hann tjáir vonina um að leiðin sé fær.

Von beint í farveg.

Það sem nú tekur við er að styrkja þessa von. Búa til eftirvæntingu eða tilhlökkun.

Við beinum athyglinni frá óttanum yfir á verkefnin sem fyrir liggja.

Með því að næra vonina sem nú hefur verið tjáð, vex hún að styrk og getur orðið sá drifkraftur sem á þarf að halda til að hefja verkið.

Það þarf að búa til framtíðarsýn. Hvað ætlar þú að rækta? Horfa á stað þar sem árangur hefur skilað sér. Horfa á fullþroskað hveiti eða ávöxt. Ef markmiðið er að byggja hús, horfa þá á fullbyggt hús. Við horfum ekki á fyrsta verk eins og það að plægja. Horfum á uppskeruna. Hvernig lítur uppfylltur draumur út?

Hugarflug sem nærir vonina. Býr til stefnu úr henni og myndar tilhlökkun og eftirvæntingu.

 

Draumur.

Á fyrra stig var horft langt fram í tímann. Nú er horft stutt fram í tíman. Fá svar við spurningunni um hvernig byrjunin er og hver verkefnin eru sem eru tengd byrjuninni.

Ef dæmi er tekið af atvinnulausum einstakling sem á fyrra stig bjó sér til framtíðarsýn um að kaupa íbúð eða bíl. Á þessu stig þarf að verða jarðbundinn og búa til fyrstu verkefnin sem tengjast þessu markmiði. Það gæti verið það að fá sér vinnu.

 

Það er búin til draumur sem nær stutt fram í tímann. Hver eru verkefni fyrstu vikunnar. Þetta er spuni stutt fram í tímann til að sjá fyrstu verkefnin.

 

Verkefnin sem þarf að vinna eiga að koma í ljós.

 

Draumur settur í farveg.

Verkefnunum sem fundin voru er nú forgangsraðað.

Bóndinn velur sjálfur og forgangsraðar sjálfur. Við reynum ekki að hafa vit fyrir honum. Gerum ekkert sem dregur úr eftirvæntingunni.

Hér er líka ákveðin dagsetning til að hefja framkvæmd fyrsta verks.

 

Þörfin

Það má ekki gleyma því að þörfin sem átti að uppfylla er að honum er óhætt að framkvæma. Það kemur ekkert fyrir hann. Það kann að vera að hann hafi valið sér verkefni sem eru óraunsæ. Verkefni sem geta viðhaldið blekkingunni eða sem geta búið til óvin úr okkur. Hann fékk að velja verkefnin.

 

Þegar hann vinnur verkin á hann bara að uppgötva það að það mun engin ráðast á hann.

Í raun eru nú tvennskonar þarfir í gangi. Annarsvegar þessi öryggisþörf og einhverskonar félagsþörf. Þörfin að vera að gera. Að vera að fást við eitthvað.

 

Hér þarf að skerpa á að hann er annarsvegar að fara að gera eitthvað og hinsvegar að upplifa að það kemur ekkert fyrir við það að framkvæma. Setja á þetta orð svo hann upplifi örugglega uppfyllingu þarfarinnar.

 

Hann skilur orðið öryggisþörfina en við þurfum að fá góða meðvitund á félagsþörfina. Þar er athyglin sett á hann sjálfan. Hvernig líður þér með að þú ert að fara að gera eitthvað? Þú ert að hefjast handa. Hvernig líður þér með að nú er þetta undir sjálfum þér komið hvort þetta gerist eða ekki?

Þetta er gert til þess að tryggja það að þegar hann klárar þennan kafla þá er hann búin að taka ábyrgðina heim. Hann valdi verkefnin. Hann er að byrja að vinna. Hvernig líður þér með það að þú er að fara að gera? Hann þarf að gera sér grein fyrir að hann hefur þörf til að vera að gera. Hvernig sem því er komið til skila.

 

Ef það fer eitthvað úrskeiðis er það verga þess að hann sjálfur gerði einhver mistök. Annaðhvort í því hvernig hann gerði eða hvernig hann forgangsraðaði eða hvað verkefni hann valdi.

Hann hefur þörf til að vera að framkvæma og við fáum hann til þess. Við erum að undirbúa það að ef eitthvað fer úrskeiðis þá hefur hann engan óvin að benda á. Hann ber sjálfur ábyrgðina.

 

Það þarf að setja orð á báðar þarfirnar

 

Frágangur.

Nú byrjar bóndinn að vinna sitt fyrsta verkefni. Framkvæmir það sem hann ákvað.

Hann fær hugsanlega að framkvæma nokkru sinnum í einhvern tíma. Hann er byrjaður að vinna og þar með mætir hann sjálfum sér.

Þar með er áfanga tvö á leiðinni í Himnaríki lokið.