Inngangur

Úr Helvíti í Himnaríki

Sjötti áfangi. Næring

 Þessi áfangi fjallar um lífsmunstur. Staðan sem hefur myndast er sú að hegðunarmunstur  er nú uppbyggjandi. Maður gengur ekki gegn sjálfum sér á neinu sviði. Maður hefur gert tilhliðranir, skipt um afstöðu. Leyfir öðrum að vera eins og þeir eru og maður kemst upp með sjálfan sig. Allar athafnir næra þarfir, eigin vonir og væntingar á hverjum tíma.

Hegðun sem áður var óhugsandi. Upplifist sem frekja, egóismi, upplifist nú sem sjálfsögð. Hegðunar munstur sem var óheilbrigt fyrir mann sjálfan viðgengst nú ekki lengur. Í grófum dráttum er allt eins og það á að vera.

Það á eftir að upplifa fullnægjuna, gleðina, ástríðuna sem felst í því að hafa náð þessum árangri. Þegar hún upplifist verður ekki lengur þörf á að hafa meðvitund á nýja hegðunarmunstrinu, það þarf ekki að mynna sig á. Í lok þessa áfanga verður nýtt hegðunarmunstur orðið jafn ósjálfrátt eins og það gamla var áður.  Það hefur myndast nýtt lífsmunstur.

 

Maður sem fór í megrun á áfanganum á undan þessum þurfti að breyta matarvenjum og hreyfingarmunstri þannig að hann færi að grennast. Hann heldur því áfram nógu lengi til að missa öll þau kíló sem hann ætlaði sér. Þetta tilheyrir 5 áfanga. Nú þarf að breyta þessu átaksverkefni eða þessu meðvitaða verkefni yfir í nýjan lífsstíl. Það er ekki hugmynd að fara aftur í gamla farið eða gamla mataræðið. Þess vegna er gott að velja megrun sem er í samræmi við það mataræði sem maður getur hugsað sér að halda áfram að nota eftir að megrun líkur. Þess vega er nauðsynlegt að finna sínar þarfir varðandi mat. Hvað fer vel í mann og hvað ekki.

Áður reyndi þessi einstaklingur að leyfa sér unað með því að fá sér sætindi ,súkkulaði eða ís. Þessi unaður var kannski fitandi. Þessi unaður var kannski ekki unaður heldur eitthvað sem var notað til að slá á vanlíðan.

Nú er komin vellíðan. Nú hefst leitin að þeim atriðum sem gera nýja mataræðið að nautn. Afstaðan til þessa nýja mataræðis má ekki vera þannig að verið sé að fórna einhverjum gæðum. Upplifunin á ekki að vera sú að það sé verið að fórna einhverju, að maður þurfi að lifa meinlætalifnaði það sem eftir er til þess að vera ekki feitur.

Upplifunin má ekki vera sú að þegar maður leyfi sér það sem mann langar þá fari allt úr böndum.

Þarna er einhver afstaða varðandi nautnir sem virkar í augnablikinu letjandi á áframhaldandi nýtt hegðunarmunstur.Maður telur að maður eigi eftir að fara aftur í það gamla og nú muni það virka.

 

Sá sem hættir að reykja hefur nú verið reyklaus í einhver tíma. Það er nú átakalaust og hann finnur ekkert fyrir því. Hann er hinsvegar með einhverja afstöðu um að reykingar hafi verið punkturinn yfir i-ið eftir góða máltíð. Hann er með afstöðu sem segir að hann sé að fórna einhverju.

 

Sá sem hefur breyt hegðunarmynstri sínu hvað varðar maka sinn, uppeldi barna, hvað varðar framkomu við annað fólk, hvort sem það er á vinnustað eða annarstaðar. Hann er með afstöðu um að með því að vera meðvirkur gagnvart öðrum þá myndi það fólk á endanum gefa honum ást. Hann er því með einhverja afstöðu um það hvað leið ástin komi til hans. Hann telur sig því þurfa að fara aftur í gamla hegðunarmunstrið gagnvart fólki til að tryggja að hann fái ást. Gamla viðhorfið var að ef hann tæki upp nýtt hegðunarmunstur (þetta sem hann er búin að taka upp) þá myndi það hafa þær afleiðingar að allir muni hætta að elska hann og hann verða útskúfaður.

 

Þetta stig fjallar því um leitina af punktinum yfir iið. Leitin að ástinni. Hvernig uppfylli ég þetta sjálfur? Hver verður mín nautn? Hvað langar mig til að fá mér í eftirrétt, aðalrétt eða sem snakk með sjónvarpinu? Hvernig geri ég vel við mig? Hvað‘ er lúxus, hvað kitlar bragðlauka? Hvað er punkturinn yfir iið eftir mat ef það eru ekki reykingar? Hvað hélt ég að reykingar myndu gera fyrir mig? Hvernig get ég öðlast það án síkaréttunar?

Hvernig fæ ég ást inn í mitt líf fyrst það verður ekki með því að þóknast öðrum? Hvernig fæ ég ást með því að fylgja eigin stefnu í lífinu?

 

Samþykki – Viðurkenning.

Það sem við gerðum áður var hugsanlega leið minnsta sársauka. Hugsanlega var mataræðið sem við völdum okkur til þess fallið að það væri erfitt að melta það. Líkaminn þurfti því mikið pláss í tilfinningakerfinu til að ráða við það verkefni. Þar af leiðandi var minna pláss fyrir kvíða, áhyggjur og sársauka. Hugsanlega var síkaretta að deyfa þessar sömu áhyggjur. Hugsanlega var stór  hluti af hegðunarmunstrinu flótti frá einhverju erfiðu. Hugsanlega var hegðunarmunstrið ekki hugsað út frá manni sjálfum heldur út frá öðrum. Við ætluðum að þiggja gleði annarra því það var okkar ást. Reiði eða vanlíðan annarra var þá okkar vanlíðan. Það þarf að samþykkja að hugsanlega var hegðun okkar öll út frá þessum forsendum og að nú þegar okkur hefur tekist að skapa heilbrigt hegðunarmunstur og það er ekki lengur vanlíðan tengd því þá eigum við eftir að finna þá hegðun, þau atriði sem magna upp eða næra gleðina sem liggur í dvala. Væntanlega er eitthvað af henni farið að gera vart við sig.

Á þessu stig er búin til meðvitund á hvaða tilgangi gamla hegðunarmunstrið þjónaði og hvað tilgangi nýja hegðunarmunstrið þjónar.

Viður kenna að við viljum þessa nautn og að það sé ekkert athugavert við það.

Á þessu stigi er bara búin til meðvitund á þetta.

 

Von.

Manneskjan getur upplifað sig sem tóma, hugmyndasnauða. Hún reiknar ekki með að hún finni það sem þarf til að næra hana. Í þessu fells ákveði vonleysi. Hún getur samt reiknað með því að það sem mun næra hana er eitthvað sem hún hefur verið að gera. Það hefur bara ekki skilað sér sem næring eða gleði út af því að vanlíðan var mikil, afstað var röng, forsendur rangar o.s.frv. Hún mun ekki þurfa að leita af einhverju sem er algerlega nýtt, einhverju sem hún hefur aldrei gert áður. Hún þarf að gera ráð fyrir því í raun séu þessir hlutir nú þegar til staðar í lífinu. Það þarf bara að hleypa þeim að. Á sama hátt og þú horfir á blóm og þú veist að það er fallegt. Þá hefur þú samt ekki hleypt upplyfunni að, að það sé fallegt. Þú er með gott hjónaband en hefur ekki hleypt þakklætinu að fyrir þetta góða hjónaband. Ekki hleypt gleðinni að eða til hlökkuninni yfir að koma heim. Þetta eru einföld smáatriði sem munu skapa þessa gleði. Þau munu skila sér um leið og maður setur athygli á að það er þaðan sem nautnin á að koma.

Vonin kviknar og leið og maður skilur að þetta er ekki leitin að einhverju stórkostlegu heldur er þetta það að leyfa sér að vera ánægður með rútínuna sína og smáatriðin í henni.

Enn á ný fellst þetta í afstöðu. Maður reiknar með einhverju stórkostlegu. Hver og einn borðar dagsdaglega en til þess að fá nautn út úr því þarf að fara verulega dýrt út að borða. Hér skilur maður að nautnin er í fábrotnum morgunmat. Í samverustundinni, í ostasneiðinni. Maður á eftir að læra að hleypa þessu að.

Nautnin er í rigningunni en það á eftir að læra að hleypa henni að. Ef maður er með afstöðu sem segir að ekkert veður sé gott veður nema að hitinn sé yfir 20 stig og það sé logn og heiðskýrt, verður langt á milli nautna varðandi veður.

Það þarf að skilja að þetta er hversdagsleikinn.

Áður var farið í göngutúr út frá forsendum annarra. Lærði hvað þarf að ganga hratt, hve oft og hvort það var á jafnsléttu eða fjöllum. Nú er maður kominn með göngutúr út frá eigin forsendum. Það þarf að uppgötva að maður er búin að velja. Búin að setja saman eigin göngutúr. Búin að samþykkja það út frá eigin forsendum. Það er orðin til rútína sem ég ætla ekki að breyta. Þannig skilur maður að maður er kominn með lífsmunstrið sem maður ætlar að lifa. Leitinni er lokið. Við þetta slaknar á kerfinu og næst þegar maður fer í göngutúr fer maður að hafa athygli á því hvernig maður ætlar að vera til staðar í honum.

Áður var athyglin þannig að hugurinn var fullur af spurningum um hvort þetta væri rétt, réttur staður, rétt lengd o.s.frv.

Nú veit maður að þetta er minn göngutúr og þá er bara spurning hvernig þú ætlar að vera í honum. Stundum kallað að vera í núinu.

Vonin fellst í því að skilja að maður á ekki eftir að finna neitt. Það er allt til staðar. Maður á eftir að hleypa fullnægjunni að. Punkturinn yfir iið eftir góða máltíð gæti verið samvinna um uppvask. Hver veit?

Á þessu stig er maður að velta þessu hlutum fyrir sér. Skilja að þetta eru smáatriðin hvað varða alla hluti lífsins. Smáatriðin í göngutúrnum, taka eftir laufblaðinu, læknum eða því sem fyrir ber.

Þetta er fágun á einhverju sem maður hefur náð góðum tökum á.

Þetta stig fjallar bara um að ná upp þessari meðvitund. Þar með kviknar von.

 

Von beint í farveg.

Ég vil bæta við að afstaða sem þarf að breyta í þessum áfanga fjallar ekki bara um það að hvernig lífið á að vera hvað varðar veður eða einhverja stórkostlega hluti. Afstaðan þarf líka að breytast varðandi hluti sem maður áður flokkaði undir truflun. Maður sér fyrir sér einhverja stund við bóklestur en svo kemur einhver í heimsókn eða maður er beðin um að passa börn. Það kemur eitthvað utanað komandi og breytir fyrirætlunum okkar. Þetta mun vera eitt af því sem við munum læra að upplifa sem krydd í hversdagsleikann. Þetta er breyting á rútínu sem gefur tilbreytingu og gleði. Sveigjanleiki og það að geta verið í þessari stund á meðan hún varir, það sé ekki verið að bíða eftir að hún líði hjá svo maður geti haldið áfram með upprunalega planið. Þetta er eitt af því sem verður skoðað.

Þegar maður hleypir von í farveg er maður að gefa eftir ákveðna stjórn. Gefur eftir þá hugmynd að heimurinn aðlagist mér. Þetta verður meira spurning um að ég aðlagist heiminum.

Ef allt er velkomið, þá er meiri líkur á að það upplifist sem gleði, því annars upplifist þetta sem pirringur út í heim sem ekki lætur að stjórn.

Hér reynir maður að praktísera þennan skilning sem maður hefur öðlast. Reynir að færa meðvitundina yfir á núið. Maður veit að hegðunarmunstrið er uppbyggjandi. Það mun skila heilbrygði. Heilbrygðum líkama, heilbrygðu hjónabandi. Maður veit að hegðunarmynstrið er orðin rútína. Það eru engin vandamál sem þarf að leysa eða glíma við til þess að hegðunarmunstur okkar skili sér í heilbrygði. Það má því taka athygli af því. Það sem á eftir að læra er að þakka fyrir það sem maður hefur og það sem maður fær. Það sem birtist. Hvort sem að það sem birtist er nýútsprungið blóm eða kunningjaheimsókn.

 

Það að beina von í farveg eru æfingar þessu tengdar og smá saman fer ,maður að finna gleðina og næringuna sem í þessu fellst.

 

Á sama hátt og þegar við vorum að vinna með 5 stigið þá fjallaði von og von beint í farveg eingöngu um mann sjálfa. Hvað get ég gert til að upplifa hverja stund. Nú þegar það er lært þá kviknar þörf til geta upplifað þetta í samfélagi annarra.

 

Draumur.

Þetta er draumur um að geta haft þau áhrif á samfélagið að það sé næring að það sé næring að vera með okkur. Við viljum geta gefið samfélaginu það sem við höfum öðlast. Þetta stig fjallar um að auka meðvitund á hvernig ég þarf að vera til þess að geta haft slík áhrif. Það hefur gerst að fólk er farið að upplifa að ég verð glaður þegar það kemur í heimsókn. Ég kann að meta félagskap þeirra. Kann að meta beiðnir þeirra og það að hafa þau í mínu lífa. Fólk er hætt að upplifa að það sé að trufla mig á einhvern hátt. Það eitt gerir mann eftirsóknarverðan þar sem fólki líður betur með manni en áður. Þetta er upplifun sem er kominn og þá kvikna draumur um það að næringin virki á heildarkerfið sem maður ferðast um í.

Þetta er útvíkkun á því sem var fyrir. Hvað það er sem mann langar til að gefa samfélaginu verðu mjög einstaklingsbundið. Einhverjum árangri höfum við náð. Eitthvað af þeim árangri sem við höfum náð hefur heillað okkur meira en annað. Við höfum fundið eitthvað áhugasvið þar sem við viljum halda áfram að vaxa og dafna.

Það hafa verið tekin dæmi um að einhver breytti mataræði sínu, annar hreyfingu, einhver breytti hegðun í hjónabandi, annar í vinnu, einhver fór að teikna myndir. Við völdum verkefni og við höfum ástundað þau og höfum lært að njóta þeirra.

Ástríða okkar mun ekki tengjast öllum þessum verkefnum. Hún mun tengjast einu þeirra frekar en öðru. Hér kviknar því sá draumur um að geta fengist við það sem framkallar mestu ástríðuna. Vil ég gerast næringarráðgjafi, teiknikennari eða ávaxtabóndi. Nú kviknar draumur um að styrkja ástríðuna þannig að hlutverk mitt í lífinu gagnvar samfélaginu muni vera tengt ástríðu minni.

 

Draum beint í farveg.

Enn á ný notum við öll þau verkfæri sem við höfum tileinkað okkur á fyrri þrepum til þess að fást við drauminn okkar, verkefnin sem honum tilheyra og fólki sem þeim tengjast til þess að þessi draumur geti orðið að vera leika. Það kann að vera að þetta sé breyting á starfi eða hlutverki i núverandi starfi.  Breyting á samsetningu starfs. Það kann líka að vera að þetta hafi ekkert að gera með starfið sem maður vinnur við. Þetta getur verið áhugamál utan vinnu. Þarf ekki að vera neitt sem er tekjuskapandi. Þetta getur verið áhugasvið við að hjálpa fötluðum eða vera stuðningsaðili í skóla bekk. Þetta getur verið að spila golf, það að taka til máls á fundum og segja sínar skoðanir varðandi einhver málefni. Þetta fjallar bara um að beina ástríðu sinni í einhvern farveg.

Þetta þarf ekki að vera eittvað sem maður gerir í marga klukkutíma á herjum degi. Þetta getur verið stuttur tími öðru hvoru. Fer eftir eðli ástríðunnar. Aðalatriðið er að hún finni sér farveg.

Hér notar maður verkfærin sín, gerir tilraunir og finnur út á hvaða hátt maður sinnir þessu þannig að það næri best. Ekki eingöngu gagnvar sjálfum sér heldur þarf að gefa þetta út í samfélagið.

Á sama hátt og söngvari stígur öðru hvoru á svið og leyfir okkur hinum að njóta. Hans ástríða er að syngja, það gefur honum en stundum er það ekki nóg fyrir hann. Hann þarf að gefa okkur hinum með sér.

Gjafirnar eru á fleiri sviðum en í lista og menningageiranum.

 

Þörfin.

Til þess að ástríðan næri þarf hún að vera eins og stundum er kalla frá hjartanu. Þetta er það sem ég er þetta er það sem ég stend fyrir og ég ætla að gefa ykkur það óhikað af fullum krafti. Þannig upplifir maður að maður lifi fullt út. Maður heldur ekki aftur af sér og maður notar öll hestöflin sem maður hefur.

Það er hugsanleg að enn eigi eftir að breyta um afstöðu til hlutanna. Ef maður er á þeim stað að maður ætli ekki að njóta þess að syngja fyrir aðra, heldur ætlar maður að njóta þess sem fólk segir við mann eftir tónleikana. Til þess að næringin skili sér gerir maður sér betur og betur grein fyrir því að hver er sinnar gæfu smiður. Gleðin og næringin felst í því hvað maður gerir sjálfum sér og öðrum. Hún fellst ekki í því sem aðrir gera okkur. Sársaukinn og samviskubitið fellst í því hvað við gerum okkur sjálfum og öðrum. Fellst ekki í því hvernig aðrir upplifa það sem við gerum.

Þörfin er að vera heil manneskja, sjálfbær eða hvað orð sem þið viljið nota.

Eftir því sem þetta er gert oftar, eykst þjálfunin í þessu og krafturinn sem að því fylgir og útgeislunin. Þú verður meiri og meiri fyrirmynd fyrir sjálfan þig og aðra.

Farinn að skila þínu hlutverki vel gagnvar sjálfum þér og farinn að gefa út í heiminn það sem þér líka að gefa.

Þetta er þinn sannleikur, þú er sannur sjálfum þér, þú ert sannur. Þetta er þörfin.

 

Frágangur.

Gera þetta meðvitað nógu oft til þess að þetta verði af ósjálfráðri rútínu. Maður framkvæmir og uppsker í samræmi við hvernig maður sáir.

Maður uppsker tilfinningalega og veraldlega.  Andinn, tilfinningar og líkami allir hlutir eru að uppskera. Þú ert sáttur við uppskeruna og er þakklátur fyrir uppskeruna, þannig endar þessi áfangi.

 

Bóndinn okkar sem hefur með elju og dugnað komið einhverju kerfi á í dalnum sem er ábatasamt fyrir hann sjálfan, fyrir aðra bændur og dalinn í heild. Ekki eingöngu fyrir frítímann sem þau fengu eða hagræðinguna hvað varðar fjármál þar sem nú eru keypt færri tæki eða það að hver er að sinna sínu. Nú fjallar þetta um að hann er ekki upptekin af því að vera aðalkalinn í dalnum. Ekki því að vera hugmyndasmiðurinn sem allir horfa upp á með lotningu og allir eru þakklátir. Þetta fjallar um að hann finni fegurðina í sinni daglegu rútínu, fegurðina í því hvernig hann sinnir sínum málum Hvernig líf hans er saman sett og það að sinna sinni ástríðu. Umhverfið hefur ekki breyst, samsetning lífsins hefur ekki breyst frá fyrra þrepi. Ástríða gleði og þakklæti hafa bæst við. Það hvarflar ekki að honum að hverfa til fyrra lífsmunsturs.