Inngangur

Úr Helvíti í Himnaríki

Sjöundi áfangi. Himnaríki.

Hver og einn byrjar á að skilgreina hvað himnaríki er. Hvað er himnaríki andans, himnaríki tilfinninga, himnaríki líkama. Eru þetta vínber á trjám? Er þetta paradís, skilning tré góðs og ills? Býr guð þarna?

Þetta er skoðað aftur með tilliti til skilgreiningar á helvíti í upphafi ferilsins. Hvernig er þitt himnaríki?

 

Himnaríki

Himnaríki er staður þar sem ríkir sátt. Maðurinn er sáttur við guð og menn. Gerir sé grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart sjálfum sér og samfélaginu Upplifir andlega, líkamlega og tilfinningalega að hann sé að sinna þessari ábyrgð. Himnaríki er ekki staður aðgerðarleysis. Bílar geta bilað, áföll geta dunið yfir. Það er tekist á við þau, verkefni þeim tengd eru leyst, hver eðlis sem þau eru. Í himnaríki er eingin fórnarlamb aðstæðna.

Það kemst engin inn í himnaríki án þess að ganga fyrst í gegnum hreinsunareldinn. Það er nákvæmlega það sem við gerðum með því að ganga í gegnum fyrstu 6 áfangana. Nú erum við kominn og þá er að skoða hverjir aðrir eru þarna. Þarna er fólk sem hefur gengið sömu göngu. Kannski notað annað landakort og aðrar vinnuaðferðir en hingað er það komið. Nú hefjum við samskipti við þetta fólk og við það myndast samfélag. Paradís á jörð. Samfélagð samanstendur af fleiri verum en mönnum í líkama og það munu vera samskipti við þessar verur og vitundir.

 

Skilningur.

Hér upplifir einstaklingur sig sem hluta af stærri heild. Það er verið að uppfylla eigin vonir, þarfir, væntingar og þrár.Hver maður er að sinna sínum verkefnum, sinni ábyrgð. Hann skil nú að hann hefur tilgang í stærra samhengi. Skilur að hann hefur hlutverki að gegna varðandi samfélagið. Hlutverk sem tilheyrir einhverri stærri áætlun. Einhverri stærri mynd og hann er hluti af þessari mynd.

Það myndast skilningur á að það er einhver áætlun í gangi og að hann hefur hlutverki að gegna í þessari áætlun. Fyrst svo er þá er eitthvað æðra honum sjálfum. Eitthvað sem hann er samt hluti af.

 

Von

Þessi skilningur ásamt þeirri vellíðan og almennu velgengni sem manneskjunni hefur hlotnast kveikir hjá henni von um það að hún sé að lifa í takt við þessa áætlun. Sé að lifa í takt við vilja Guðs og að hennar vilji og vilji guðs fari saman. Myndast von um að hún sé að lifa réttlátu og heiðarlegu lífi og að það séu ekki neinar líkur á því að hún muni verða dæmd sem  óheiðalag eða mislukkuð mannvera að lífinu loknu. Kviknar von um að hún sé góð manneskja. Kviknar von um að hún geti borið höfuðið hátt gagnvart lífshlaupi sínu, gagnvart hverri og einni manneskju og því öðru sem kann að leynast í öðrum víddum. Kviknar von um fullnægju.

 

Von beint í farveg.

Á þessu stigi hefst þakkargjörð. Reynt að finna meðvitað samskiptaform við hugsanlegan Guð eða hugsanlegan æðri mátt. Mögulegar samskiptaleiðir eru skoðaðar og prófaðar. Bæn, hugleiðsla, miðlun. Hvað sem manneskjunni dettur í hug að gera til að upplifa sig sem hluta af þessari stærri heild. Til að taka á móti Guðs blessun. Til að öðlast innri frið og þakklæti.

Þessu stigi líkur upplifir einstaklingurinn að hann geti á haft samskipti og fengið leiðbeiningar.

Á sama tíma furðar manneskjan sig á því að það er eitthvað tómarúm. Einhver höfnun. Veit ekki enn almennilega hvert hennar hlutverk er í áætluninni. Getur þar af leiðandi ekki fullnægt þeirri þörf svo vel sé.

Í öðru lagi kemst hún að því að það eru þarfir sem eru faldar og geymdar í líkamanum. Þarfir sem hafa verið bannaðar og útilokaðar. Sveiflutíðni þeirra minnkuð svo það er engu líkara en að þær séu trénaðar. Vinnuaðferðir okkar hafa ekki náð til þessara leyndu hvata eða þarfar. Við þurfum hjálp og handleiðslu til að finna þær, virkja þær og fullnægja þeim.

Það þriðja sem við gerum okkur fyrir er að það er einhver vélræna í líkamanum sem hendir þessu þörfum út um leið og þær láta á sér kræla. Vélræna sem er til þess að nýja lífsmunstur okkar  er ekki orði velrænt. Þurfum enn að mynna okkur á. Það er sjálfvirkni sem bregst ennþá við samkvæmt gamla hegðunarmunstrinu. Þessa vélrænu eða þetta forrit þarf að brjóta niður og  síða að byggja nýtt. Við höfum enga tenginu við þessa vélrænu  og getum ekkert unnið í henni. Dæmi um velrænu er að hjartað slær og það er ekkert hægt að vinna með það. Þú gengur, talar og hegðar þér vérænt. Þetta bara virkar og ekki hin minnsta meðvitund á þessu. Það eru verur sem hafa yfirsýn og aðgengi um sannleikann um þig. Við þurfum samstarf við þessar verur og þær þurfa að hjálpa okkur að virkja falda þarfir og brjóta niður vélrænu sem gengur gegn okkur og byggja upp aðra. Við skiljum að við þurfum hjálp. Skiljum að við verum að fara í samstarf og samskipti til að samfélagið í paradís virki. Fá kennslu og leiðbeiningar. Fá úthlutað verkefnum sem ögra því sem við felum fyrir okkur sjálfum. Verkefnum og samskiptum sem storka skömminni sem orsakar það að þarfirnar eru útskúfaðar. Þetta endar með að við sem manneskjur verðum alveg heil

 

Draumur

Nú myndast von um að geta þegið þessar leiðbeiningar og samskipti á markvissan hátt. Það verður til draumur um það að það sé hægt að nýta samskiptin við æðri verur sem áttavita í lífinu. Það sé hægt að finna og fá meiri meðvitund á hlutverk manns þannig að allar aðgerðir hvað það varðar verði markvissari. Kviknar draumur um að geta fengið leiðbeiningar um að fá upplýsingar um hvort einhverstaðar séu ógróin sár, hvort enn séu staðir þar sem biðjast þarf fyrirgefningar. Samskiptin notuð til að skilja hvert okkar hlutverk er og hvernig við viljum sinna því.

 

Það eru námskeið um hvernig samfélagið í paradís virkar, hverir eru þátttakendur í því samstarfi. Guð, englar og vitundir á himnum, menn á jörðu og jörðin sjálf. Náttúran, orkuríkir staðir. Náttúruverur.  Hver gerir hvað og hvernig er verkaskiptingin. Hvaða þarfir eru faldar, hvar eru þær geymdar, hvernig nær maður í þær, hvernig brotnar velrænn o.s frv.

Það eru vinnuaðferðir fyrir einstaklinga og hópa. Hópa vegna þess að þetta snýst um samstarf og traust  manna í millum.

 

Draum beint í farveg.

Þau samskiptaform sem maður hefur tileinkað sér eru nú notuð til að virkja ábyrgð okkar gagnvar samfélaginu. Ábyrgð okkar í áætlun guðs. Finnum leiðir til þess og komum því í virkni.

 

 

Þörfin.

Ég er ekki einn. Ég er hluti af einhverju öðru. Einhverju sem elskar mig leiðir mig og verndar. Einhverju sem ég get tengt mig við og notað til að greina rétt frá röngu. Notað til að styrkja mína framgöngu. Eitthvað sem ég get notað til að öðlast sátt og fullnægju á það hver ég er.

 

Frágangur.

Ég hef nú öðlast allan þann skilning sem ég þarf til að lífa heilu og hamingjuríku lífi. Ég hef öðlast öll þau verkfæri sem þarf til að lifa þessháttar lífi. Öll verkfæri sem ég þarf til að lifa lífinu og til að leysa verkefni lífsins. Ég hef ekkert að óttast. Ég get bara þakkað fyrir og lifað áfram í fullvissum um að ég sé heill og breyti rétt í öllum aðstæðum.