Inngangur

Úr Helvíti í Himnaríki

Fyrsti áfangi. Huggun.

Við ætlum að reyna að slökkva á því sem framkallar og viðheldur þeim ótta sem er þess valdandi að einstaklingurinn er í örvinglan og vanmætti.

Við ætlum í framhaldi að ná athygli hans frá ógnvaldinum og óttanum. Ná athyglinni á þann stað sem vonin myndast. Við náum þessu markmiði ef einstaklingurinn upplifir sig öruggann með og hjá okkur.

Á þessu stigi ríkir örvinglan. Það er engin stefna. Engar lausnir og engin viðfangsefni. Hann veit að það sem á hann ræðst þarf einhvernvegin að hverfa. Okkar markmið er að veita honum ró. Ná þessu álagi úr tilfinningakerfinu og koma honum á það stig að það kvikni hjá honum löngun til að fást við verkefni.

Samþykki.

Móðir tekur hrætt barn í fang sér og huggar það. Huggar þangað til hræðslan er horfin og barnið fyllist öryggiskennd.

Bóndi er í örvinglan og við þurfum að hugga hann á sama hátt, uppfylla hjá honum öryggisþörfina.

Við komum til hans með þetta að markmiði. Það fyrsta sem hann fær að upplifa er að við eru til staðar. Hann má ekki upplifa neikvæði í sinn garð. Þarf að upplifa samþykki. Við samþykkjum hann eins og hann er. Samþykkjum  viðhorf hans, hegðun, skoðanir, klæðaburð o.s.frv.

Við bökum pönnukökur, eldum mat,  gerum það sem þarf til þess að stundin sé notaleg og samþykkjandi. Allar athafnir eru viðkunnuglegar og samþykkjandi.

Það að bóndinn upplyfi að ekki verðar gerðar til hann kröfur og ekki verður ráðist á hans viðhorf og upplifanir á neinn hátt gerir það að verkum að það slaknar vel á spennunni.

Von.

Í framhaldi er upplýsingagjöf sem gefur von.

Það er talað almennt um stríðið og að því hafi lokið fyrir fimm árum síðan. Það er engin hætta á að bóndinn viti þetta ekki. Hann er búin að missa allt samhengi varðandi hvað veldur þessari örvinglan. Við vitum að það eru tilfinningasár og í þeim býr trúin um að stríðið haldi áfram gagnvart honum ef hann reynir að framkvæma eitthvað. Hann mun því þiggja með þökkum umræður um stríðið sem var og það að því sé lokið. Það myndast von um að það stafi ekki lengur að honum nein ógn.

Von beint í farveg.

Nú er veitt upplýsingagjöf varðandi möguleikana sem hafa skapast. Umræður um að nú gangi fólk óttalaust um götur borga. Hvað það sé notalegt að þurfa ekki að vera á varðbergi. Þurfa ekki að horfa stöðugt um öxl.

Markmiðið er að styrkja vonina og beina henni í  farveg. Færa athyglina sem vonin kviknaði á, um að eitthvað búið yfir í að vonandi sé eitthvað hægt að gera.

Vonandi skapast nú nýtt líf. Von sem myndaðist gagnvart fortíð er nú beint til framtíðar.

Draumur.

Næsta stig hefur að gera með það að fá manneskjuna til velta fyrir sér hvað hún væri að gera ef þetta væri ekki von heldur vissa. Hvað myndi maður vera að gera ef maður gæti treyst því að nú séu allir möguleikar opnir.

Hér tölum við um eignin drauma og væntingar. Tölum um að traustið sé að koma og það hafi kviknað löngun til að gera eitthvað. Lýsa hvað það er. Á þessu stigi er bóndinn þiggjandi, hlustandi. Það eru ekki gerðar kröfur um að hann geti tekið þátt í þessum umræðum.  Þetta stig fjallar um hugann. Fram að þessu höfum við beint athygli að tilfinningum. Reyndum að slökkva á neikvæðu tilfinningunum sem sköpuðu hræðslu hugsanirnar.  Nú þarf að virkja þessa jákvæðu tilfinningu sem tekist hefur að mynda þannig að hún kveiki jákvæða hugsun.

Draumur settur í farveg.

Það kemur að því að bónin tekur þátt í samræðunum og tjáir sig um hvað það er sem hann væri að gera ef aðstæður væru þannig að það sé mögulegt. Ef hann gæti treyst.

Þetta stig fjallar líka um drauma en nú færist athyglin af okkar draumum yfir á drauma bóndans.  Það er talað um þá vítt og breytt. Umfjölluninni á að skýra meðvitundina þannig að draumurinn og framtíðarsýnin myndist tiltölulega skýr.

Grunnþarfirnar sem kveikja hugsun er ekki fullnægt. Tilfinningasárin segja að það sé ekki hægt. Þetta kveikir á neikvæðri hugsun. Hugsunin kveikir neikvæða tilfinningu. Þetta tvennt vinnur síðan saman og viðheldur þessari stöðu. Það myndast neikvæður spuni sem viðheldur sér. Það sem okkur hefur nú tekist að gera er að slökkva á neikvæðu tilfinningunum og síðan hugsununum. Okkur tókst að skapa jákvæða hugsun sem aftur kveikti jákvæða tilfinningu. Þetta ástand er ekki viðvarandi. Til þess að svo verði á enn eftir að finna þörfina á bakvið hugsunina. Það á eftir að uppfylla þessa þörf. Það þarf að uppfylla hana nokkru sinnum áður en sárið byrjar að læknast. Þegar það hefur gerst erum við komin með fullnægða þörf sem kveikir á jákvæðri hugsun og þar á eftir tilfinningu. Nú myndast jákvæður spuni sem viðheldur sér.

Þörfin.

Nú reynum við að kalla fram einhverskonar viðurkenningu  frá bóndanum á það hver þörfin er. Hér fer leitin að þörfinni fram. Umræðurnar á þessu stig fjalla þá um það að við tjáum okkur um hverskonar líðan það myndi gefa okkur ef við værum að uppfylla okkar þarfir. Þörfin sem þarf að uppfylla heitir öryggisþörf. Það eina sem bóndinn vill er að öðlast traust á því að á sig verði ekki ráðist.

Setjum svo að hugmyndin sem hann lýsti þegar hann svaraði spurningunni um hvað hann væri að gera ef allt væri í lagi sé sú að hann myndi vera að plægja og sá í akurinn. Svarið sem kemur út úr þessum umræðum er að ef hann gæti treyst því að hann fengi að vera í frið með þetta verk. Ef það kæmu ekki flugvélar og sprengdu allt í tætlur þá myndi hann gera það.

Það sem við gefum inn í umræðurnar á þessu stigi er að við tölum um að óttinn sé horfinn. Tölum um að traustið á því að okkur sé óhætt fari vaxandi.

Þessi stigi líkur þegar bóndinn nefnir sína öryggisþörf og nefnir hvaða hegðun af hans hálfu myndi uppfylla þörfina.

Frágangur.

Sjöunda stigið er að ganga frá þessum skilning. Það þarf að setja skýr orð á hvað það er sem hann langar til að gera og hvaða þörf uppfyllist . Á sjötta stig voru almennar umræður til að kalla þörfina fram. Nú þarf þetta að verða það skýrt að bóndinn velkist ekki í vafa.

Það þarf að koma honum í skilning um að hann langar til að fara út á akurinn að plægja. Þörfin er öryggisþörf. Hann þarf að fá skarpan skilning á að ef hann væri viss um að sér sé óhætt þá myndi hann vera að plægja.

Við höfum lokið ætlunarverki okkar þegar hann gerir sér grein fyrir hvað hann langar að gera og hver þörfin er sem þarf að uppfylla.

Það kemur að því einhvern daginn að hegðun hans verður í takt við löngunina og hann fer út á akurinn. Það gerist ekkert slæmt við það. Það kemur ekkert og ræðst á hann. Öryggisþörfinni er fullnægt. Það er hinsvegar ekki víst að hann geri sér grein fyrir því. Þess vegna er talað mjög skýr um öryggisþörfina og hvernig hún uppfyllist. Tryggjum að hann upplifi fullnægjuna þegar það gerist

Það er líka mikilvægt að hann skilji að hann valdi verkefnin sjálfur.

Fyrsta áfanga af sjö á leið okkar frá Helvíti til Himnaríkis er nú lokið. Næstu áfangi fjallar um að hjálpa bóndanum að öðlast þetta traust. Hjálpa honum að uppfylla þörfina. Þannig myndast jákvæður spuni og drifkraftur til að vinna þau verk sem hann sjálfur valdi.

Hugmyndafræðinn að baki.

 Við segjum gjarnan að hugsun sé til alls fyrst. En hér er gert ráð fyrir að það sé eitthvað sem kveiki hugsunina. Það sem kveikir hugsun heitir þörf.  Þörf er innan í okkur og dags daglega erum við ekki meðvituð um hana en við  erum samt að leitast við að fullnægja alla daga.  Þarfir okkar eru margar og fjölbreyttar. Nú erum við að skoða öryggisþörfina. Hún er alstaðar og tengist öllum hlutum. Hún tengist fjármálum, við viljum vita hvort verið er að njósna um okkur í gegnum síman okkar, barn sem byrjar í skóla reynir að uppfylla þessari þörf áður en það hefst handa við lærdóm eða félagslíf í frímínútum. Verði það fyrir einelti er óvíst um getu til náms.

Þörfin hefur einhvern hvata sem myndar löngun. Út frá þessu myndast hugsun sem aftur fram kallar tjáningu. Tjáning getur verið orð en líka hegðun (Líkamleg tjáning)  Þetta framkallar tilfinningu sem hvetur eða letur. Ef tilfinningin er styðjandi verður það til þessa að í hvert sinn sem við fáum þess löngun gerum við það sem hún kallar eftir. úr verður hegðunarmunstur. Sem aftur framkallar lífsmunstur sem myndar svo líf okkar. Það er meðvitund á þessu á meðan við eru að tileinka okur eitthvað en þegar það er orðið að hegðunarmunstri verður það vélrænt og á meðvitundar. Við þurftum að læra að ganga og tala en í dag er engin meðvitund á því hvernig við gerum það.

Þetta lítur þá svona út.

Þörf

Hugsun

Tjáning- hegðun

Tilfinning

Hegðunarmunstur

Lífsmunstur

Líf

Djúpt innra með þér kviknar á einhverri kjarna þörf. Hún sendir frá sér hvata og við lesum í hvatann sem gæti verið svengd, þreyta, þorsti

Við það myndast til dæmis hugsunin ég er þreyttur.

Sem framkallar hegðun þar sem þú leggst útaf og hvílir þig. Þar sem þetta veitti þér vellíðan muntu temja þér það að hvíla þig í hvert sinn sem þú ert þreyttur. Lífsmunstrið sem af þessu leiðir er að þú ert að fara vel með líkama þinn og þar með myndast líf með heilbrygðum líkama.

Þörfin er ekki öðrum sýnileg og hugsunin ekki heldur. En um leið og það sést til þín liggjandi í rúminu sést það og það getur kallað á viðbrögð frá  öðrum. Ef það er ráðist á þig og þú skammaður fyrir þessa hegðun.Verður það til þess að tilfinningin er ekki lengur vellíðan heldur ótti við afleiðingar. Það er komið tilfinninga sár í þörfina sem nú verður til þess að þú telur ekki óhætt að hvíla þig hugsunin mun verða  neikvæð. Þetta endar með að hegðunar mynstrið verður það að þú hvílir þig ekki. Lífsmunstrið það að þú gengur of nærri þér og mun skapa líf með veikindum.

Aðal atriðið núna er að skilja að við göngum frá þörf og upp í gegnum hugsum hegðun og alla leið upp í líf. Stór hluti er innra með  okkur og sést ekki á yfirborðinu. Þegar við mætum fólki þar sem það er statt sjáum við hegðunar munstrið. Og afleiðingar þess á lífið.  Það þíðir ekki að vinna með hegðunarmunstrið eitt sér. Til að batinn verði varanlegur þarf að  lækna óttann við afleiðingarnar og það er gert með því að fara inn á við þangað til við komumst í takt við þörfina. Þegar lýsing á fyrsta áfanga er skoðuð sést að við vinnum okkur dýpra og dýpra með hverju skrefi þangað til við erum kominn í takt við þörfina og sárið. Í áfanga tvö reynum við að komast aftur upp á yfirborðið með jákvæð viðhorf.