Fjórði áfangi. Að þekkja sjálfan sig.

Vaxtadraumar, Nýir draumar, að þekkja sjálfan sig.

Lífið er rútína. Rútínan er þannig að allt gengur. Bóndinn sinnir sinni ræktun. Sinnir kúnum sínum. Hefur nægar árstekjur og lífi gengur. Það er engin afgangur hvorki í tíma eða fjármálum. Það er ekki basl en það er ekki afgangur. Langi bóndann til að fara í tveggja mánaða ferðalag þá getur hann ekki komið því við þar sem hann er bundin yfir mjöltum alla daga ársins. Þannig er ekki afgangur í tíma. Það er ekki afgangur í fjármálum svo hann getur ekki ráðið sér afleysingu.

Það eru ekki sýnilegir möguleikar á því að leyfa sér eitthvað sem fellur utan daglegra þarfa.

Hann hefur þurft að endurnýja tækjakost. Þurfti að laga húsakost. Það er því hugsanlegt að hann sé skuldsettur. Hann stendur þó undir afborgunum af lánum. Hann horfir til þess að eftir 20 ár muni lánin greiðast upp og þá geti hann hugsanlega leyft sér eitthvað. Þessu fylgir leiði og vonbrigði yfir því að lífið skuli ekki vera stærra.

Þetta er staða þar sem maður telur sig vera í aðstæðum þar sem lífið hefur ekki  upp á neitt meira að bjóða.

Sumir ætla að bíða þangað til börnin fara að heiman áður en þeir fá tíma til að lesa bók. Aðrir ætla að klára afborganir af lánum áður en þeir geta farið í ferðalag o.s.frv.

Reglulega koma upp hlutir í daglegu lífi sem þarf að takast á við. Það þarf að láta laga bíla eða endurnýja. Það birtast útgjöld sem ekki er gert ráð fyrir. Veislur, tannlæknakostnaður og ýmislegt annað. Draumurinn um að leyfa sér eitthvað sem kostar tíma og peninga fjarlægist stöðugt. Möguleikarnir hverfa út af ófyrirséðum útgjöldum.

Þetta er staður þar sem lífið er í jafnvægi en það er engin afgangur.

Hér þarf að koma til skila að í raun hefur ekkert breyst. Í raun sé þetta sama hugsun og hann var með þegar hann lá í hnipri á eldhúsgólfinu eftir stríðslok. Hann er með sömu hugmyndafræði, sem er sú að það er ekkert hægt að gera í þessu. Breytingin er að hann sér ekki óvinina. Hann telur að þetta sé eðlilegt. Það er eðlilegt að lífið hafi ekki upp á meira að bjóða. Hann er því tilbúin til að sætta sig við það. Í grunnin er þetta sama hugsunin: það er ekkert hægt að gera.

Annar skilningur sem er mikilvægur er að fyrst það ekkert hægt að gera þá borgar sig ekki að láta sig dreyma. Ýmsum draumum og væntingum sem við höfum einhvern tímann haft til lífsins er búið að henda. Það eru engin markmið í gangi um að geta eitthvað. Samt er einhver óljós von um að eitthvað jákvætt gerist einhvern tímann.

Samþykki.

Það þarf að fá bóndann til að samþykkja að þetta sé hans hugarfar. Hann telur vöxt ekki mögulegan. Hann telur aukin lífsgæði vera utan seilingar. Hann þarf að samþykkja eigið hugarfar.

Hann þarf líka að samþykkja að draumar hans eru óljósir og þeim er haldið í fjarlægð. Ef þeir væru nálægt myndu þeir orsaka stöðug vonbrigði yfir því að vera ekki að uppfyllast.

Hann þarf að samþykkja hugarfarið. Samþykkja að það eru draumar. Draumar þurfa ekki að vera skýrir. Bara að samþykkja að hann vill fá meira út úr lífinu.

Von.

Það er búið að vinna stóra sigra á leiðinni frá Heilvíti til þess staðar sem við erum nú stödd á. Við höfum glímt við erfið verkefni og erfiðar  tilfinningar þeim tengdum. Við höfum öll verkfærin sem við þurfum á að  halda til að komast áfram. Höfum allan skilning sem þarf til að hefja gönguna áfram

Við vitum að á þessari leið munum við líka mæta tilfinningum sem orsaka einhverja þröskulda sem þarf að stíga yfir. En fyrst við gátum unnið úr fyrri hindrunum þá getum við þetta líka.

Það kann að vera að fólk sé þreytt og orku lítið. Því finnst það ekki hafa nægan kraft til að fara að fást við nýjar stórar áskoranir. Vill fá hvíld. Vill fá að vera á þessum stað lengur. Orkuleysið og þreytan stafar ekki af sigrunum sem voru unnir á leiðinni hingað, heldur af næringarskortinum  á þessum stað. Það er engin afgangur til að auðga lífið og skapa kraft. Vera á þessum stað mun orsaka áfram haldandi þreytu og kraftleysi. Takist okkur að búa til afgang í tíma og rúmi, mun sá afgangur næra okkur og færa okkur kraft.

Við viljum frelsi. Viljum vera skipstjórar í eigin lífi.

Vonin verður til við það að skilja að það hafi verkfærin og getuna og að næstu verkefni fjalla ekki um basl heldur afgang og möguleika á að blómstra. Fólk er upptekið af því að það sé komið eins langt og hægt er. Ekki er hægt að auka tekjur. Ekki hægt að skera niður. Ekki hægt að hagræða. Engir möguleikar. Fólk er upptekið af þessu.

Ef stig eitt og stig tvö eru skoðuð saman sést að það er verið að færa athyglina hvað varðar hugsun. Á stigi eitt var samþykkt að það væri neikvæð hugsun í gangi. Á stigi tvö er verið að búa til jákvæða hugsun. Þótt við sjáum ekki leiðina núna þá er hún til. Það er mögulegt að ég geti fengið meiri lífsgæði.

Það er verið að færa hugsun úr neikvæðri yfir í jákvæða.

Fyrsta og annað þrep er að fá fólk til að skilja að það er neikvæð hugsun í gangi. Það er til jákvæð hugsun. Ef við erum fókuseruð á að eitthvað sé hægt í stað þess að eitthvað sé ekki hægt, þá aukast möguleikarnir.

Von beint í farveg.

Nú þarf að einbeita sér að því hverjir draumarnir eru. Hvað langar mig að gerist jákvætt í mínu lífi.  Fólk er beðið um að búa til einhverja drauma. Þannig að draumar skýrist og færist nær í vitundinni. Hér fær fólk vinnuaðferðir sem gera ekkert annað en að skerpa á draumnum. Hann er búin til.

Þar með hefur hugurinn tekið við þeim löngunum og þörfum sem einhverstaðar eru bældar. Þær fá að koma upp á yfirborðið og sýna drauminn. Það að hleypa draumnum að styrkir það að fókusinn er á draumnum en ekki á hindrununum. Það að hleypa draumnum að, skapar stefnu, býr til markmið. Vitund um hvað við ætlum að fá út úr þeirri vinnu sem við munum brátt hefja.

Hvað bóndann varðar þá er deginum ljósara fyrir honum að hann getur hvorki aukið tekjur sínar né skapað rími í tíma. Það þarf að sinna kúnum, þarf að mæta í mjaltir. Hann stjórnar ekki afurðarverði og tekjum. Kvótinn sem hann má framleiða er fastur. Skynsemi hans veit og skilur að það eru engir möguleikar. Fyrir honum eru þetta ekki neikvæðar hugsanir heldur bláköld staðreynd. Það er því móðgun við hans greindarfar að halda einhverju öðru fram.

Fyrsta stigið er bara að viður kenna þessa hugsun, það er eingin dómur á hvort hans hugsun sé rétt eða röng. Það er bara verið að fá hann til að samþykkja að þetta er hugsunin. Það er líka verið að fá hann til að samþykkja að hann langar meira.

Á öðru stigi þarf að fá bóndann í þann leik þar sem hann viðurkennir að hvort sem þetta er rétt hjá honum eða ekki þá mun hugsunin ekki leiða til vaxtar. Fáum hann í leik þar sem hann prófar aðra hugsun og sjá hvort hún færi hann eitthvað. Á þriðja stigi hleypir hann draumnum að og viðurkennir að hann myndi gjarnan vilja eiga frí 3 mánuði á ári þar sem hann getur ferðast. Hann viðukennir aðra drauma. Einhverja sem eru honum fjárhagslega ofviða, til dæmis að byggja garðskála við húsið. Hann viðurkennir að þetta langar hann.

Draumar gætu líka verið allt annars eðlis. Til dæmis það að langa til að líta betur út, vera í betra formi, hætta að reykja. Það er líklegt að það munu koma draumar í ljós sem útheimta ekki meiri tíma eða fjárráð. Samt er talið að það sé ekki hægt að láta þá rætast. Þannig draumar munu kvikna og sína að röksemdarfærsla fyrsta stigs heldur ekki.

Ástæðan sem gefin er oft sú að þetta hafi verið reynt en alltaf klikkað.

Bóndinn er kominn með drauma. Hann ætlar í ferðalag, byggja sér garðskála og missa 6 kíló.

Draumur.

Draumar sem við bjuggum til á fyrri stigum heita nú markmið eða verkefni. Draumurinn er þá sá að þessi verkefni vinnist og markmiðin gangi eftir. Hér þarf að skapa tilfinningalega eftirvæntingu. Tilfinningin mun styrkja þá jákvæðu hugsun sem búið er að búa til. Sú hugsun var framkölluð með vilja. Hún er ekki sjálfvirk og ekki staðföst. Það þarf eitthvað að gera til þess að þessi hugsun verði stöðug.

Nú eru búnir til draumar um úrlausn verkefna. Hver eru verkefnin sem þarf að framkvæma. Hvaða breytingar þarf að gera til þess að draumurinn verði að veruleika. Verkfæri sem voru notuð á fyrri stigum þar sem búin voru til verkefnaflokkar og verkefni í hverjum flokk eru nú notuð til þess að búa til verkáætlun. Notuð til að finna leiðir til að láta draum rætast. Þetta er draumur á úrvinnslu.

Draum beint í farveg.

Hér er búin til skuldbinding þar sem maður ákveður að láta reyna á eitthvað af þeim ákvörðunum sem  teknar voru á stiginu á undan.

Þegar bóndinn gerði sinn draum sá hann möguleika á að gera samning við bóndann á næsta bæ um að þeir myndu leysa hvorn annan af hvað varðar mjaltir.

Hinn bóndinn sér um mjaltir fyrir báða í þrjá mánuði og svo yrði greiðinn endurgoldinn.

Hann ákveður að breyta mataræði og hreyfingu til að losna við sex kíló. Tekur ákvörðun um að láta teikna fyrir sig garðskála.

Þessar leiðir fundust þegar draumurinn var búin til. Þegar draum er beint í farveg er tekinn ákvörðun um að ræða við hinn bóndann. Það er tekin ákvörðun um að fara í ferðalag.

Þessi skuldbinding mun kalla fram þær tilfinningar sem í raun hafa stjórnað neikvæðu hugsuninni. Framkallað hana og afskrifað möguleikann áður en hann var hugsaður.

Tilfinningarnar geta verðið hræðsla um að fá höfnun frá hinum bóndanum. Hræðsla um að sá sinni ekki kúnum nógu vel. Hræðsla um að þetta sé ábyrgðarlaus. Stangast á við skilaboð úr æsku um hvað er eðlilegt. Hræddur við skilaboð um frá vinum og fjölskyldu um að hann sé kærulaus og ábyrgðarlaus.

Hverjar sem tilfinningarnar eru þá tengjast þær á einn eða annan hátt einhverskonar siðferðisvitund, samvisku, hvað er eðlilegt eða óeðlilegt. Því að vera góð manneskja. Ég er ekki góð manneskja ef ég fer fram á þetta. Ekki góð ef ég fer í þrjá mánuði.

Það að taka sér lífsgæði er frekja. Maður óttast dóma frá öðrum. Óttast að vera útskúfaður. Missa ást vina og fjölskyldu. Óttast að í raun færi þetta manni mikla óhamingju í stað hamingju.

Sú heimsmynd sem við höfum fengið frá foreldrum okkar samfélaginu eða annarstaðar höfum við samþykkt og erum í raun í fjötrum hennar.

Þetta geta verið einfaldir hlutir eins og það að í þessu samfélagi ganga allir í sokkum. Ef draumur bóndans er að ganga sokkalaus veit hann að hann mun fá augngotur, athugasemdir og það að það verða sagðar um hann sögur. Þessi ótti er nóg til þess að hann verður áfram stilltur og góður og gengur áfram í sokkum.

Hvaða tilfinningar kallast fram skiptir ekki máli en þær munu kallast fram. Þær verða neikvæðar á einhvern hátt og banna okkur að framkvæma. Á hinn bóginn höfum við viðurkennt að við eigum okkur draum. Við höfum viðurkennt að það eru hugsanlegar lausnir. Höfum viðurkennt að við þorum ekki að framkvæma þær af ótta við afleiðingar. Það gerist eitthvað hættulegt.

Þörf.

Þörfin er vissulega sú að láta drauma rætast. Þörfin er að vera ekki fangi eigin tilfinninga og hugsanna. Þörfin er að dæma sjálfan sig ekki í stöðnun það sem eftir er lífsins. Við viðurkennum að okkur langar meira. Við skiljum að það eru tilfinningaleg viðhorf innan í okkur sjálfum sem gera okkur ómögulegt að framkvæma.

Viðhorf sem draga úr okkur kraft.

Í raun er þörfin sú að við viljum að afstaða okkar sjálfra, til okkar hegðunar, gagnvart okkar draumum, sé jákvæð. Viljum jákvæða mynd af okkur sjálfum.

Við gerum okkur grein fyrir því að ef við færum núna í fríið. Ef við töluðum við hinn bóndann um afleysingu, þá værum við í raun að ganga gegn eigin viðhorfum.

Við höfum öðlast skilning á því að þessi viðhorf kunna að vera röng, sjúk. Við endurskoðum því viðhorfin. Sköpum ný. Viðhorf sem segja að þetta sé ekki bara í lagi, þetta er ekki bara sjálfsagt, þetta er ekki bara minn réttur. Þetta er mín skylda gagnvar sjálfum mér að vaxa. Gagnvar samfélaginu er það skylda að vaxa.

Á þessu stigi er unnið með tilfinningarnar og viðhorfin þannig að þau styðji þau markmið og verkefni sem við stefnum að. Við gerum okkur grein fyrir að það er ekki komið að framkvæmd drauma. Við  þurfum að vinna undirbúningsvinnu sem gerir framkvæmdina mögulega. Undirbúning svo framkvæmdir skili okkur gleði en ekki samviskubiti.

Þörfin er að breyta sér.

Frágangur.

Það er þegar maður velur sér leið sem hentar manni best til þess að breyta viðhorfunum, breyta tilfinningunum þannig að þær styðji ákvarðanir. Það er unnið með margt. Unnið með hugsun, hegðun og tilfinningar. Það er unnið með að það sé meðvitund á þegar kemur neikvæð hugsun, meðvitund á hegðunina. Meðvitund á þörfina eða löngunina sem er til staðar. Hvað hegðun eða hugsun myndi styrkja þessa þörf.

Þú ert þreyttur og vilt vera í fríi og hvíla þig næstu tvo tímana. Þá hringir einhver og biður þig um að koma og hjálpa sér. Þörfin segir ég vil hvíla mig. Skilaboðin verða því: Nei því miður ég get ekki komið. Neikvæða tilfinningin segir: þú mátt ekki segja nei. Þá fer hann í fýlu, þú ert að bregðast honum o.s.frv. Þú segir því já og gengur þvert á eigin þarfir.

Þessu gerum við okkur grein fyrir á stiginu á undan. Hér á þessu stigi erum við að vinna með að tilfinningarnar breyta þeim svo þær geti stutt okkur.

Nú erum við að plægja og vinna í okkur sjálfum. Nú er akurinn við sjálf og við ræktum garðinn okkar.

Þessum áfanga líkur þegar okkur líður þannig með það sem við ætlum að gera að það sé ekki glæpur. Við megum ennþá óttast afleiðingarnar. Við erum kominn á þann stað að við segjum þetta er minn draumur og ég ætla að gera mitt til þess að hann rætist.