Ánauð

Orðið ánauð þýðir að vera upp á aðra komin með afkomu sína og viðurværi. Þræll er í ánauð hjá húsbónda sínum og barn er í ánauð hjá foreldrum sýnum. Stiginu líkur þegar einstaklingur tekur sér sjálfstæði.

Sá  sem er í ánauð tekur enga ábyrgð á fjármálum. Ber ekki við að afla sjálfstæðra tekna  Það er til að byrja með eðlilegt. Fimm ára gamalt barn á ekki að bera ábyrgð á fjármálum. Það er samt sem áður að þroskast varðandi fármál. Fyrsta verkfærið sem fer í verkfærakistuna varðandi fjármál er það að „biðja um“ hér er þetta verkfæri þjálfað. Það er verið að biðja um nammi, leikföng og peninga. Seinna í þroskagöngunni er beðið um vinnu, launahækkun, bankalán og skuldbreytingu.

Það er ekki eðlilegt ef fullorðin einstaklingur býr ennþá hjá foreldrum, hefur ekki tekjur sjálfur og er að sníkja af foreldrum fyrir öllu sem kostar pening. Það myndast mínuspól sem hefur afleiðingar.

 

          + segja sannleikann

Ánauð

          – sjálfsblekking

 

 

Mínuspóll: Sjálfsblekking

Sjálfsblekkingin í mínuspól er hugsun sem segir að það sé ekkert hægt að gera. Hegðunin  sem fylgir er að það er ekkert gert. Barn telur sig eiga rétt á umhyggju og fæði frá foreldrum sínum. Þegar við eldumst verða langanir fölbreyttari og við teljum okkur þá líka eiga rétt á að fá þeim uppfyllt.

Birtingamyndir eru allavega: Menntskælingur á rétt á því að fá bil og að fara til útlanda. Hann er í skóla og getur þar af leiðandi ekki unnið. Fyrst pabbi og mamma sendu hann í menntaskóla eiga þau að borga. Bílinn, bensínið, tryggingarnar, félagslífið, hamborgarana og  djammið. Honum dettur ekki í hug að hann hafi valið sjálfur að fara í skóla. Dettur ekki í hug að fá sér vinnu með skóla. Peningarnir koma frá pabba og mömmu og hann þarf stöðugt að ver að biðja um. Þau eru treg til og þá finnst honum hann vera óréttlæti beittur. Það má ekki gera kröfur á hann um eitt eða neitt. En hann á allan rétt. Ef  hann festist þara verður hann bitur og reiður út í óréttlátt fólk sem er skilningslaus og engan vegin að standa sig í hans lífi.

 

Tilfinning.

Barn er sátt við stöðu sýna en ef það tekur ekki út þroskann og fer upp á næsta þroskastig þegar það eldist, þá festist það í mínuspól Ánauðar og verður reitt og biturt. Þegar það losnar á endanum út úr ánauð situr það oft uppi með þá tilfinningu að það sé ekki hægt að eiga jákvæð samskipti um fjármál og veigra sér við að eiga nauðsynleg samskipti. Hægir þar með á allri þroskagöngunni.

Hugsun.

Tekur enga ábyrgð og sér óvini sem ekki eru að standa sig gagnvart honum. Hann getur ekkert gert. Það eru aðrir sem eiga að gera það. Stundum eru vanskil og þá oftast einhverjar áskriftir eins og sími og streymisveitur.

Hegðun.

Er að fást við fólk og reyna að láta það skilja að það er að brjóta á hanns rétti með því að skaffa ekki betur.

 

Plúspóll:  Segja sannleikann

Ég á rétt á  þeim lífsgæðum sem ég  get skaffað mér sjálfur. Það er engin annar sem á að gera það fyrir mig. Hvernig get ég orðið óháður mömmu og pabba eða öðrum sem eru að skammta mér pening. Vil ekki þurfa að biðja um leyfi. Vil ekki að aðrir hafi skoðun á því hvort ég leyfi mé að kaupa peysu sem mig langar í. Hvað get ég get til að mynda þetta sjálfstæði? Með þessari spurningu er ábyrðin tekin heim. Svarið við spurningunni myndar nýja hegðun og  viðkomandi leitar sér að vinnu til að skapa eigin tekjustofn. Þar með hættir hann að  vera bitur út í fólk og samskipti verða elskuleg.

 

Einkenni fjármálastöðu.

Þegar yfirlit yfir mánaðalegar skuldbindingar og tekjur er skoðað er það oftast tómt.

Yfirlit vanskila sýnir lágar upphæðir.