Skuldir.

Hegðunarmunstur gjörbreytist þegar fólk kemst upp á þetta þroskastig. Heimabankinn er opnaður um mánaðarmót og föst útgjöld greidd. Síðan er reynt að lifa á því sem eftir er af laununum. Ef það tekst ekki er skorið niður til að reyna að mynda jafnvægi. Í Óreiðu snerist allt um að auka innflæði peninga en nú er verið að læra að stjórna útflæðinu. Búið að taka fulla ábirgð á að afla tekna og standa í skilum..

 

               + Skipulag.

Skuldir

               -Tímapressa.

 

 

Mínuspóllinn: Tímapressa.

Fyrst í stað er hugsunin og hegðunin að skera niður. Utanlandsferðir eru ekki á dagskrá og veiðitúrar ekki heldur. Þegar þetta dugir ekki til að fármál komist í jafnvægi er haldið áfram að skera niður. Leikhús og bíó detta út. Fatakaup og tannlæknakostnaður detta út.  . Það að fara í göngutúr er líka skorið niður þótt það kosti ekki pening. Á endanum er allt farið börnin fá ekki leikjanámskeið, engin eftirréttur. Einn orðaði það svo: Þegar ég var farin að stela matnum af disk barnanna sá ég að ég þurfti að finna nýjar leiðir

 

Tilfinning.

Tilfinningin er samviskubit. Það að finnast maður ekki vera nóg og eiga engan rétt fylgir samviskubitinu.  Það er ekkert gaman að fara í göngutúr og mæta einhverjum sem maður skuldar pening eða einhverjum sem spyr hvernig gangi.

 

Hugsun.

Hugsunin er: Það þarf að fara meiri peningur í að borga skuldir. Ég kom mér sjálf/ur í þessi vandræði og nú verð ég að komast út úr þeim aftur.

 

Hegðun.

Hegðunarmynstrið er að skera niður og borga inná vanskil. Það liggur á því allt er löngu fallið í gjalddaga og dráttarvextir og lögfræðikostnaður er íþyngjandi. Það þarf að klára að borga vanskilinn á eins stuttum tíma og mögulegt er. Það má ekki biðja um afslátt eða lækkun. Það eina sem kemur til greina er að borga að fullu og helst í dag.

 

Mottóið er:

Ég leyfi mér aldrei neitt“ og það er alveg rétt.

 

Plúspólinn: Skipulag.

Það kemur þar að að mannesja sest niður og skoðar stöðuna. Skoðar hvað er lífsnauðsynlegt. Rafmagn, sími, húsaleiga og hvað má skera niður. Reiknar út hvað þetta er samtals á mánuði. Skoðar hverjar tekjurnar eru og hvað mikið er eftir af þeim þegar útgjöld mánaðar eru greidd. Horfist í augu við að hún þarf að taka frá pening í almenna neyslu. Þetta er erfitt og flestir skammta sé allt of lága tölu í neysluna. Hvað er nú eftir af laununum?  Það sem er eftir er það sem maður hefur til að borga inn á vanskilinn.

Manneskjan uppgötvar að það er hægt að komast í skil með samskiptum og samningum. Það þarf ekki að borga allt í dag. Það er hægt að skuldbreyta. Það er til úrræði sem bjóða lækkun skulda. Þannig er tildæmis með meðlagsskuldir og  sakakostnað. Umboðsmaður skuldara er með möguleika sem gætu nýst vel. Úrræðin eru mörg og  nú byrjar fólk að skoða sinn eigin vanda og athugar hvort til séu lausnir fyrir stöðuna eins og hún lítur út.  Stundum er staðan þannig að ekki er hægt að borga nema hluta skulda. Þá þarf að horfast í augu við það og láta vita að ekki sé greiðslugeta. Hver sem sannleikurinn er þá þarf að hafa samskipti sem eru í takt við hann. Með ákvarðanartökum og samskiptum er gengið frá og jafnvægi myndast í fjármálum.

 

Einkenni fjármála.

Þegar gert er yfirlit yfir útgjöldin eru engin ónauðsynleg útgjöld á þeim lista. Búið að skera allt niður eða verið að því. Sá sem hefur verið lengi á Skuldastiginu hefur skorið of mikið niður. Oft eru á lista yfir föst útgjöld samningar sem gerðir hafa verið við ýmsa innheimtuaðila. Oftast er búið að lofa meiru en hægt er að standa við. Fólk gengur og nærri sér og ætlar sér of lítið í neyslu. Á lista yfir vanskil eru engin ný vanskil en þar eru skuldir sem hafa verið á listanum lengi, Oft í mörg ár

 

 

 

Ánauð