Ástríða.

Það er komin staða í lífið sem ný fyrir okkur. Það er afgangur og hann fer vaxandi. Hvað á að gera við þennan pening‘ Fyrirhafnalaust er hægt að búa til vara sjóð. Það er tekin frá peningur í þann sjóð. Hvað á sá sjóður að vera stór? Hvað er nóg? Til öryggis er hann stækkaður og svo  aftur og aftur. Það er peningur til að ferðast og kaupa dýrari bíl.. Hægt að leyfa sér hluti sem ekki hefur verið hægt að næra fram að þessu. Hægt að næra þarfir sem hafa fram til  þessa verið í höfnun. Við þekkjum ekki þarfirnar og ekki heldur hvernig á að fullnægja þeim. Förum flott út að borða en erum ekki ánægð. Förum þá fínna út að borða og oftar. Ríka fólkið er á lystisnekkjum og einkaþotum með kampavín. Þannig eru fyrirmyndirnar og við fylgjum þeim. Kaupum dýrari bíl, stærra hús öflum meiri tekna. Hvað er nóg? Smátt og smátt kynnumst við þörfunum og komumst að því að við fáum meira út úr því að borða ristaðbrauð með góðum vin en að fara út að borða. Sá sem vill vera á fjöllum kaupir sér jeppa og það nærir. Sá sem vill vera  niður í miðbæ að skoða listasöfn fær ekkert út úr því að kaupa jeppa.

 

Á fyrri hluta þessa þroskaskeiðs er verið að leyfa sér að njóta þess að geta loksins veitt sér einhvern munað.

Á seinni hluta þessa þroskaskeiðs er athugað úr hverju lífið er saman sett. Það myndast  löngun í að lífið gangi án þess að stöðugt sé verið að hugsa um fjármál og peninga. Einstaklingurinn uppgötvar að aðal atriðið er ekki að fjármagna frí, heldur það að vera í fríi. Ekki spurning um að fjármagna bíl heldur til hvers bílinn er.

 

          + horft á smáatriði

Ástríða

               – græðgi

 

 

Mínuspólinn Græðgi.

Við leyfum okkur eitthvað og það nærir ekki. Einhver tómleika tilfinning. Okkur finnst þá að við þurfum að reyna aftur. Viljum meira. Það er vöxtur en hann er tilgangslaus. Borða til að borða og þá fitnar maður, kaupa bíl bara til að kaupa bíl. Kaupa stærra og stærra hús en ekki utan um neitt sérstakt. Það er þörf fyrir tilgang.

 

Plúspóll. Horft á smáatriði.

 Finnum hvað við gerum við peningana þannig að það skapist vöxtur og uppbygging. Uppbygging á manni sjálfum. Finnum hvað nærir sál og líkama. Sjáum hvar við getum látið gott af okkur leiða og beinum áhuga okkar og peningum í þá átt.

 

Tilfinning.

Tilfinningin er til að byrja með græðgi sem er tilfinning sem er ekki hægt að seðja en endar sem ástríða þegar við skiljum hvað hver þörf þarf og temjum okkur hegðunarmunstur sem nærir þörfin í hvert sinn sem hún lætur vita af sér.

 

Hugsun.

Það er eitthvað sem vantar.

 

Hegðun

Leyfum okkur eitthvað meira. Skjótum í blindni og reynum að hitta á það sem nærir.

 

Mottó.

Ég er að vinna upp það sem ég fór á mis við. Verð á endanum saddur.

Einkenni fjármála.

Það er til nóg og meira en nóg. Það er til varasjóður og hugað að sjóð vegna starfsloka. Það er verið að fjárfesta og leyfa sér munað. Þessi hegðun finnur sér farveg sem er uppbyggjandi fyrir einstaklinginn og samfélagið.

 

 

 

 

 

Ánauð