Áhætta.

Í jafnvægi varð markmiðið skýrt. Viðhorfið var að við værum brotleg og að gera eitthvað rangt. Fylltumst skömm á eigin löngunum. Þetta er ekki lengur til staðar en óttinn við afleiðingarnar er allsráðandi. Þessar tilfinningar  valda því að við þorum ekki að gera það sem þarf að gera. Finnunum endalausar afsakanir fyrir því að þetta sé ekki hægt.

 

Setum svo að einhver ákveði að fara í ferðalag. Getur ekki hugsa sér að fara og koma með háa kreditkortaskuld til baka. Vill eiga fyrir ferðinni áður en lagt er af stað. Hann skoðar möguleikana.  Einn möguleikinn er að skipta um vinnu.  Fá betur borgaða vinnu annarstaðar. Hann veit að hann á möguleika á þessu. Í jafnvægi koma tilfinningar eins og að hann sé að bregðast vinnuveitanda sem þarf á honum að halda. Honum finnst hann vera brotlegur og sjálfselskur. Á Áhættu þrepinu er hann  hræddur um að kannski líki honum ekki vinnan á nýja staðnum. Hræddur um að eiga ekki afturkvæmt ef þetta gengur ekki upp. Annar möguleiki er að segja nei við fólk. Hann hefur alla tíð verið bóngóður og mest allur frítími hans fer í að hjálpa vinum og ættingjum að mála, flytja og gera við það sem er bilað. Hann vill hætta þessu og nota tímann í vinnu sem hann fær borgað fyrir og safna fyrir ferðinni. Verður hræddur um að það verði vinslit og fólk hætti að umgangast hann. Verður vinalaus og einangraður. Sennilega fer konan frá honum ef hann tekur upp á  þessu.

 

Einhver annar vil selja stóra húsnæðið og flytja í blokk og einfalda stöðuna og skapa þannig afgang. Verður hræddur við viðbrögð frá maka eða fjölskyldu. Einhver vill hjónaskilnað og þorir ekki vegna þess að kannski getur hún eða hann ekki séð fyrir sér einn.

 

 

               + líta á allt sem tækifæri.

Áhætta

               -finna afsakanir.

 

Mínuspólinn.  Finna afsakanir.

Markmiðið er skýrt og verið að skoða leiðir til að það geti gengið upp. Öllum hugmyndum er hafnað og næsta hugmynd skoðuð. Henni er líka hent.. Við þorum ekki. Trúum að afleiðingar verði slæmar. En við erum samt að skoða leiðir og við það styrkist draumurinn og skýrist. Við skiljum smá saman að við erum að hafna sjálfum okkur ef við ekki reynum. Við skiljum að nú má ekki fresta þessu lengur, það þarf að gera breytingarnar ef þær eiga að verða. Á fyrri hluta áhættustigsins er verið að skoða betur hverjir draumarnir eru. Hvernig líf það er sem maður vill lifa. Skoða meðvirknina og hverju þarf að hætta eða breyta til þess að draumarnir rætist. Sjá og sannfærast um að það sé engin önnur leið en sú að taka fulla ábyrgð. Trúa að „hver er sinnar gæfu smiður“

 

Tilfinning.

Skelfing.

 

Hugsun.

Þetta virkar ekki, Það verður allt brjálað og þetta fer illa.

 

Hegðun.

Fresta og fresta og vona að það standi betur á seinna.

 

Mottó.

Það vill engin það sem ég er og hef fram að færa. Vel alltaf rangt og á röngum tíma.

 

Plúspólinn. Líta á allt sem tækifæri.

Þarfirnar eru margar og reynt er að sinna þeim. Ein gæti verið sú að vilja meiri tíma fyrir sig, önnur að vilja meiri peninga. Aukavinna þýðir meiri peningar en minni tími. Þetta er allt skoðað í samhengi og með hugarfarinu: „er þetta tækifæri til að gera þær jákvæðu breytingar á lífinu sem mig langar að verði?”

Það er ekki spurt hvort þetta sé eðlilegt eða hvort þetta megi. Það er spurt hvort þetta sé lausn, hvort þetta sé tækifæri. Það eru gerðar tilraunir og fyrr en varir hefur afgangurinn myndast og draumar eru farnir að rætast.

Einkenni fjármálastöðu.

Þegar skuldbindingayfirlit er skoðað lítur það til að byrja með eins út og hjá þeim sem er í jafnvægi. Það er hinsvegar búið að skoða allt sem þarf að skoða. Einstaklingurinn er sáttur við útgjöldin.launin og hvernig hann fer með peninga.  Það er allt í lagi. Hann er að horfa á sjálfan sig og spyrja sig hver hann er. Vil að tekjur komi af því sem hann hefur áhuga á. Vill að tíminn fari í það sem hann velur sjálfur. Ef hann þarf meiri pening til að fá aukin lífsgæði þá er hann að leita leiða. Ef lífsgæðin felast í að einfalda lífið og búa til afgang þannig þá er hann að leita leiða til þess. Ef ég fæ hærri laun hvernig vil ég þá nota þau. Borgar sig að greiða inn á húsnæðislánin til að létta á stöðunni? Borgar sig að endurfjármagna‘ Hvernig fer ég með séreignarlífeyririnn‘Verður meira úr laununum ef ég hætti að vera launþegi og stofna fyrirtæki utanum um það sem ég geri? Hvert stefni ég með fjármál mín og af hverju? Hvað þarf ég að gera til þess að markmiðið náist. Það eru teknar ákvarðanir og við hverja ákvörðun eykst afgangurinn.

 

Ánauð