Óreiða

Óreiða.

Sá sem er í óreiðu er með tekjur. Fasta innkomu. Neysla er umfram tekjur og vanskil að myndast. Þar sem tekjur duga ekki, þorir hann ekki að borga áfallandi skuldbindingar. Borgar ekkert um mánaðarmót og ætlar að lifa spart og borga svo með því sem verður eftir í lok mánaðar. Peningurinn klárast sem þýðir að hann þorir ekki heldur að borga skuldbindingar um næstu mánaðarmót þar á eftir. Afleiðing er að hann missir heimili sitt og leikskólapláss. Símanum er lokað o.s.frv.

 

Er ekki með yfirsýn yfir stöðuna en veit að vanskil eru mikil og víða. Reynir að ráðast á vandann með skorpuvinnu og sér fyrir sér að verða með átaki skuldlaus. Sér þetta sem skuldir en ekki skuldbindingar. Gerir sér ekki grein fyrir að húsaleiga og rafmagnreikningar halda áfram að koma um hver mánaðarmót.

 

Þetta er dýrt stig. Fólk eru að kaupa sína fyrstu íbúð, búslóð og bíl. Það vill ferðast og vera á djamminu. Skilur ekki afleiðingar af fjárfestingum. Að kaupa bíl er ekki bara að kaupa bílinn, þá myndast föst útgjöld eins og tryggingar, bifreiðagjöld og bensín. Kaupa á síma fylgja símreikningar. Yfirdrætti fylgir vaxtakostnaður. Fljótlega þarf að kaupa bleyjur og barnavagn. Á þessu stigi eru jólin dýr og afmælin líka.

 

               + val

Óreiða

               – forðast skuldbindingar

 

Mínuspóll: Forðast skuldbindingar

Þorir ekki að borga því þá á hann ekki fyrir mat og nauðþurftum. Reynir að fá meiri pening inn og tryggja að það sé til nóg. Honum finnst að öll útgjöld séu eðlileg og það þurfi að hafa nóg til að borga allt. Sama hvað. Ef það kemur uppástunga um að fara saman í sumarbústað og svo í veiðiferð þá verður hann að segja já. Sama gildir þegar hann er beðin að tak þátt í afmælisgjöf. Netflix og aðrar streymisveitur eru lífsnauðsyn og það þarf að nota útsölurnar því þá græðir maður peninga. Dýrasti síminn og dýrustu skórnir eru keyptir því maður getur ekki látið sjá sig í hverju sem er.

 

Fólk í óreiðu hefur tekið ábyrgð á að afla tekna. Þetta er harðduglegt fólk og leggur á sig mikla vinnu árum saman til að reyna að afla nóg. Það er borgunarvilji en það þorir ekki að borga. Vonast eftir að dugnaðurinn skili sér á endanum.

 

Tilfinningin.

Tilfinningin sem fylgir þessu stigi er pirringur. Það er ætlun að borga reikning en þá á einhver afmæli. Hann pirrast yfir þessu en sættir sig  við það og afmælið fær peninginn og reikningurinn fer í vanskil.  Einhver bendir honum á hegðunarmunstrið og að það sé hættulegt. Þá pirrast hann yfir afskiptaseminni. Það er verið að reyna að metta þarfir annarra en það gengur illa. Börnin vilja hitt og þetta, makinn og vinirnir líka. Það er pirringur vegna þess að áreitin hætta ekki.

 

Hugsun.

Hugsunin er að hann sé ekki með næga innkomu.

 

Hegðun.

Öll athygli er á að fá meiri pening inn í búið. Fær sér aukavinnu og biður um launahækkun. Fær sér yfirdrátt, kreditkort, smálán, raðgreiðslur, netgíró o.s frv.

 

Mottóið er:  

Skiptu þér ekki af þessu því ég veit hvað ég er að gera. Þetta reddast.

 

 

Plúspólinn: Val

Það kemur að því að hann verður hræddur við eigið hegðunarmunstur og skilur að til að tekjur dugi þarf að stjórna útgjöldunum. Það þarf að velja hvað er borgað og hvað ekki. Hvenær maður segir já og hvenær nei. Byrjar að greiða það sem tryggir að hann hafi heimili og barnið leikskólapláss. Tekur upp á því að elda heima og skyndibitum fækkar.

Sumir verða hræddir við eigið hegðunarmunstur um leið og fyrstu vanskil myndast. Þá verður óreiðan lítil og fólk verður varla vart við hana. Aðrir þurfa meira til að verða hræddir.

 

Einkenni fjármálastöðu.

Þegar yfirlit yfir mánaðalegar skuldbindingar og tekjur er skoðað er  listinn yfir föst útgjöld langur.  Það er húsnæðiskostnaður, rafmagn, hiti, tryggingar og sími. En hann er líka með áskriftir af ýmsum afþreyingum í gegnum netið. Það er föst áskrift sólbaðstofu og líkamasrækt þótt hann mæti aldrei. Hefur sagt já við flesta sem hafa hringt og beðið um styrki. Þarna eru þess vegna útgjöld tengd hjálparsamtökum ýmiskonar.

 

Yfirlit vanskila sýnir langangan lista af ógreiddum skuldbindingu. Föst útgjöld eins og sími og rafmagn eru í vanskilum. Vanskil oftast við fleiri en eitt símafyrirtæki. Fólk færir sig á milli símafyrirtækja þegar vanskil myndast. Það eru vangreidd komugjöld vegna heilsugæslustöðva og tannlækna. Yfirdráttur, smálán og lengi má telja.

 

 

 

 

 

 

Ánauð