Jafnvægi.

Nú er allt komið í skil og engin vanskil. Nú reiknar fólk með að lífið gangi áfalla laust. Hér uppgötvar fólk að það á enn eftir að læra ýmislegt. Öll athyglin hefur verið á að skapa frið við innheimtuaðila og  stofnanir. Nú færist athyglin á manns eigið líf. Það var tekin frá peningur í neyslu og gerðir samningar miðað við greiðslugetu. Þá gerist það að bílinn bilar, þvottavélin gefur upp öndina og tannlæknakostnaður verður ekki umflúin.  Óvæntu útgjöldin koma í ljós. Nú þarf að læra að halda jafnvæginu þrátt fyrir þessi útgjöld. Það er búið að vanrækja viðhald og endurnýjun á heimilinu, Fataskápurinn er tíu ára og tannburstinn er slitinn upp í plast. Höfum ekki nært andann með tónleiku eða leikhúsferðum.  Nú vakna langanir til að geta leyft sér eitthvað eins og ferðalag, út að borða og leikhús. Á þessu stigi er neyslan skoðuð. Fundið út hvort hún sé eðlileg. Hvort það þurfi meiri pening í neysluhlutann? Hvort maður geti verið sáttur við eigin hegðun varðandi neyslu?

 

Óvæntu útgjöldin virðast alltaf koma á versta tíma. Þau koma þegar það er engin peningur afgangs til að mæta þeim. Jólin koma á hverju ári en fyrir þann sem er í jafnvægi koma þau á versta tíma.

 

Lykilorðið er jafnvægi. Það kemur jafnmikið inn og fer út. Það er ekki að myndast afgangur. Þetta uppgötvast og tilfinningin sem myndast er leiði. Til hvers er þetta allt saman? Verður lífið endalaust basl. Verður aldrei til afgangur svo hægt sé að njóta þess að kaupa sér flík eða fara í ferðalag?

Fyrri hluti jafnvægisstigsins fer í að ná betri tökum á viðfangsefnum sem tilheyra þeim þroska sem þegar er kominn, að halda jafnvæginu þótt eitthvað komi uppá.

Á seinni hlutanum gerir einstaklingurinn sér grein fyrir, hvað hann þarf að gera til að það myndist afgangur. Hvað þarf að gera til að útgjöldin verði eins og hann vill að þau séu og peningarnir fari í það sem hann vill að þeir fari í.

 

               + markmið

Jafnvægi

               – fölsk ábyrgð

 

Mínuspólinn: Fölsk ábyrgð.

Til að komast í plús þarf að takast á við meðvirkni. Fólk tekur eftir að það þorir ekki að biðja um launahækkun, þorir ekki að vera frá vinnu þegar það er með hita. Getur ekki verðlagt þjónustu sína. Getur ekki breytt innkaupamynstri því börnin fara í fýlu ef ekki er gos með matnum. Þarfir annarra á heimilinu eru rétthærri. Jafnvægi þýðir núll það er ekki afgangur. Stendur í skilum með sitt. Lendir í mínus þegar óvænt útgjöld koma og vinnur sig út úr þeim.

 

Tilfinning.

Tilfinningin er leiði og höfnun. Dregur úr manni allan mátt.

 

Hugsun.

Þarf að hegða mér betur. (það er sama hvað þú hegðar þér vel. Bílar hætta ekki að bila)

 

Hegðun.

Hegðunin er að vera til friðs og  vona að það myndist pláss einhvern tíman seinna fyrir eigin langanir. Langanir sem hugsanlega eru týndar. Það var allt skorið niður á skuldastiginu. Ef maður leyfði sér eitthvað myndaðist samviskubit og þess vegna var því hætt og  ekki reynt aftur. Ef sömu hlutir eru gerðir núna munu þeir næra. Það er hinsvegar sjálfvirkt að hugmyndum er hent um leið og þær birtast. Viltu koma í göngutúr spyr einhver og sjálfvirka svarið er: Nei ég hef ekki gaman af því.

 

Mottóið er.

Ég kann ekkert að fara með peninga, alger eyðslukló.

 

Tilfinning gagnvart falskri ábyrgð verður skýr þar sem nú erum við farin að spyrja spurninga eins og hvað vil ég. Mig langar ekki að fara með í vorferð fyrirtækisins. Finnst hún leiðinleg. En ég hef alltaf farið og fólk ætlast til þess að ég komi. Maður finnur fyrir vanmættinum og því að það er ekkert þrek til að standa með sér þarna. Sama gildir gagnvart ýmsum hefðum. Vil ég hafa jólin eins og við höfum haft þau fram að þessu. Má breyta því?  Lömun og leiði.

 

Plúspólinn Markmið.

Smám saman lærir maður að byrja að næra sig. Nota tíman í eigin þágu. Fólk fer kannski í kór, gönguhóp eða leikfélag.  Jafnvægi þýðir núll og nú lærir maður að búa til afgang úr engu. Við það að byrja að leika sér eykst sjálfsvirðingin og löngunin til að til að auka rými sitt svo hægt sé að leyfa sér meira. Það smá skýrist hvað mann langar og það myndast á endanum skýrt markmið. Ábyrgðin á að vinna að þessu markmiði er tekin og það er komin stefna. Sá sem verðleggur þjónustu sína nefnir hærri tölu en sá sem er í mínuspólnum.

 

Einkenni fjármála.

Þegar skuldbindingayfirlitið er skoðað kemur oft í ljós að þegar búið er að borga föstu útgjöldin er meira eftir af laununum en fólk heldur. Hvar er allur þessi peningur spyr fólk sig. Það hefur smá saman gert betur og betur við sig í neyslu. Það eru fleiri og dýrari ostar sem fara í innkaupkörfuna en fólk tekur eftir. Ómeðvitað sér það til þess að peningur klárist. Ef það er afgangur þarf að taka ákvörðun um hvernig á að nota hann. Til dæmis til að kaupa nýja kápu eða frakka. Til að losna við að mæta skömminni sem tengist því að vera góður við sjálfan sig er séð til þess að það er engin afgangur. Hér spyr fólk sig hvernig það vill að peningarnir vinni fyrir mann. Hvað þeir eigi að byggja upp. Tekin ákvörðun og gerðar tilraunir til að breyta hegðunarmunstri þannig að peningarnir fari í þá átt.

 

 

 

 

Ánauð