Nú myndast ekki lengur ný vanskil en það á eftir að finna leið til þessa að ganga frá vanskilunum sem mynduðust á óreiðustiginu. Nú er einblínt á verkfærið sem við uppgötvuðum og notuðum til að koma okkur út úr óreiðu. Nú er það allra meina bót. Það að draga saman í neyslu og útgjöldum mun verða til þess að við fáum meiri pening afgangs í hverjum mánuði til að borga niður vanskilin. Þetta er vissulega rétt og það þarf að þjálfa þetta verkfæri. Það gerist eins og áður á fyrstu þremur þrepunum.
Mínuspólinn er á skuldaþrepinu heitir tímapressa og henni fylgir samviskubit. Það eru innheimtu aðilar að hóta og við erum hrædd. Gerum það sem í okkar valdi stendur til að borga. Við uppgötvum stöðu og sjáum að skuldir eru ekki að minnka. Gerum okkur vonir um að klára að borga fyrir áramót en tíminn líður og vanskilatalan samanlagt virðist alltaf vera sú sama. Borgum eina skuld og þá myndast skuld annarstaðar í staðin. Sjálfsblekkingin er sú að halda að þetta sé alveg að verða búið. Sannleikurinn er ekki uppgötvaður. Við vitum að við skuldum en erum ekki með nákvæma yfirsýn.
Leitum að einhverju til að skera niður. Einhverstaðar hlýtur að vera eitthvað sem ég get verið án. Verkfærið sem heitir að afla tekna er vissulega í notkun en það er ekki sami kraftur í að nota það og var á óreiðustiginu. Bæði vegna þess að við eru kraftminni þar sem við nærum okkur ekki og vegna þess að athyglin er á að skera niður. Forðumst skuldbindinguna sem felst í því að sjá sannleikan svart á hvítu. Kannski finnum við ekkert sem hægt er að skera niður en ákveðum samt að lofa að greiða mánaðarlega inn á einhverja kröfuna.
Við skerum niður það sem við við að að skoða stöðuna og förum annan hring. Þetta endar með að við höfum gengið það nærri okkur að það er engin von til þess að það sem við erum að reyna gangi upp. Búin að lofa hinum og þessum mánaðarlegum greiðslum sem samtals eru það háar að það er ekki til peningur fyrir mat. Eitthvað verður að gefa eftir. Við ákveðum að fara einn hring enn og uppgötva nú allan sannleikan um stöðuna.
Við uppgötvum sannleikan. Skrifum niður lista yfir allar skuldbindingar sem við höfum lofað að standa við. Skoðum allar tekjur sem koma inná heimilið. Mismunurinn er það sem á að nota í neyslu og til að borga upp vanskil. Oft kemur í ljós staða þar mismunurinn er neikvæður. Það er ekki til peningur fyrir mat. Ekki hægt að borga neitt.
Hvernig þarf þetta að líta út til þess að þetta gangi upp. Það er farið yfir hvern útgjaldalið og hann skoðaður. Hvað greiðslusamningar mega vera háir svo ég gangi ekki of nærri mér. Það er fundin lausn sem er í samræmi við mína getu.
Tekjur eru líka skoðaðar og athugað hvort hægt er að breyta þar. Er allt rétt þar? Fæ ég húsaleigubætur o.s.frv?
Við reynum að gera breytingar sem eru í takt við þær ákvarðanir sem við tókum. Sumt mun ganga og annað ekki. Innheimtuaðilar segja að samkvæmt vinnureglum sé ekki hægt að semja um lægri upphæð á mánuði. En hverjar eru okkar vinnureglur? Við uppgötvum að sumir samningar eru ekki að gera neitt fyrir okkur. Skuldin lækkar ekki, vextir og innheimtukostnaður er hærri en það sem við greiðum.
Við skiljum á endanum stöðu okkar. Gjör þekkjum hana og það færir okkur upp á næsta þrep.
Við erum skuldug og það er okkur að kenna. Okkur finnst við ekki eiga neitt gott skilið. Erum ekki nóg og sjálfálitið brotið. Eigum engan rétt. Við spyrjum ekki hvað get ég borgað. Við spyrjum innheimtuaðilann hvað hann sættir sig við mikið. Vitum kannski að við getum greitt ákveðna upphæð en ákveðum sjálf að viðsemjandinn vilji fá þrisvar sinnum þá upphæð. Bjóðum þá upphæð sem samning. Getum ekki staðið við það en friðþæging í einn eða tvo mánuði. Þetta er staður þar sem við þurfum að standa með okkur þrátt fyrir samviskubit og lélegt sjálfsálit. Það togast á hvað aðrir ætlast til og hvað við getum greitt. Við tökum á endanum ákvörðun um að standa með okkur, taka ábyrgð á að finna lausn sem er í samræmi við okkar markmið. Við sínum og sönnum hver staða okkar og geta er og bjóðum samninga í takt við það. Ákveðum að kanna hvort við eigum rétt. Það eru til fleiri möguleikar en að draga saman. Plúspólinn á skuldastiginu er skipulag og nú leitum við þannig lausn
Við tökum hvern lið í fjármálastöðu okkar og reynum að ráð bót á honum. Ákveðum kannski fyrst að skoða húsaleiguna. Tökum eftir að við erum ekki með húsnæðisbætur. Vitum að við þurfum húsaleigu samning til að eiga rétt á húsaleigubótum. Það þarf að biðja um húsaleigusamning en hugmyndinni er hafnað að ótta við að leigusali verði reiður og hann segir upp leigunni. Ákveðum að sækja um skuldbreytingu í bankanum en þorum ekki að hringja af ótta að við séum að hreyfa við einhverju og staðan versni við það. Kannski gleymir bankinn skuldinni ef ég þegi. Til að eiga möguleika á að borga eitthvað þarf að biðja um lækkun. Þorum ekki að gera það. Svona hendum við sjálf öllum hugmyndum. Höfum heyrt allavega hryllingsögur og fullyrðingar sem í raun eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum. Hvernig er með skattaskuldir er hægt að semja um þær? Já það er mjög einfalt sama hvað sögurnar segja.
Á skrefinu á undan settum við okkur markmið gerðum áætlun. Áætlunin verður ekki virk nema að um hana séu höfð samskipti og hún samþykkt.
Við könnum úrræði sem eru í boði. Það er hægt að sækja um niðurfellingu á skuldum, hæg að fara fram á greiðsluaðlögun, það er hægt að sækja um að greiða hluta af meðlagskuld og fá restina felda niður. Það er margt hægt að gera. Tökum eitt atriði í einu. Könnum möguleika sem eru í boði og förum upp á næsta stig – velja leið og þaðan á framkvæmdarstigið. Nú er búið að ganga frá þessu atriði. Þá tökum við næsta atriði og förum eins að með það..
Það eru sumar skuldbindingar sem skipta meira máli en aðrar. Fyrst tökum við á því sem skiptir afkomu fjölskyldunnar máli. Komum öllu í lag hvað varðar hús og heimili, skóla og leikskóla. Þar á eftir reynum við að koma samskiptum við bankann í lag. Vitum ekki hvenær við þurfum á því að halda að það sé í lagi. Síðast koma skuldir sem hafa ekki þýðingu fyrir öryggi okkar. Áskriftir af hinu og þessu er dæmi um það.
Það er hugsanlegt að ekki sé hægt að borga allt. Þá þarf að horfast í augu við það og viðurkenna ósigurinn. Láta vita að það sé ekki hægt að greiða. Hér er mikil ótti um að mótaðilinn hafi vald til að sjá til þess að maður fá hvergi viðskipti eða fyrirgreiðslu ef maður ekki hlýðir honum.
Stundum er staðan vonlaus og eina lausnin er gjaldþrot. Ekki skemmtilegt en þetta er úrræði, þetta er lausn á vonlausum stöðum. Í flóknum málum borgar sig að fá fjármálaráðgjöf.
Ég þekki stöðuna mína og kann að lifa í þeirri stöðu ekki viss að það borgi sig að framkvæma þessar breytingar segir mínuspólinn.. Ég kann ekki á þessa hugsun eða hvernig framkvæmt. Veit ekki hvort þetta sé raunveruleg lausn. En svo gerir maður. Sumt eru samningar annað er sjálfstæð ákvörðun um hvernig maður hagar lausninni.
Þetta endar með að allt er komið í skil með samningum og samskiptum. Skuldirnar eru kannski enn jafn miklar en það er allt í skilum og ég hef greiðslugetu til að borga. Við erum kominn í jafnvægi.
Það hefur bæst við nýtt verkfæri. Skipulag. Það þarf að nota verkfærið „ Að biðja um“ til að skipulagið virki.
Nú uppgötvum við að það eru aðrir þættir sem hafa sterkari áhrif á afkomu okkar.