Úr Óreiðu í Skuldir

Í Ánauð

Úr Óreiðu í Skuldir

Fármál = Tekjur

Nú kunnum við að hafa tekjur og öðlumst sjálfstæði. Getum nú veitt okkur neyslu án þess að spyrja aðra um leyfi.  Fyrstu þrjú þrepin á leið okkar upp á Skuldastigið hafa með það að gera að þjálfa þetta verkfæri. Tekjur eru innkoma á peningum. Er hægt að auka hana?

             + sannleikur

Uppgötva stöðu

             – sjálfsblekking

Einstaklingurinn heldur að hann kunni allt sem þarf að kunna varðandi fjármál. Haldin þeirri sjálfsblekkingu að ef það er næg innkoma þá muni fjármál ganga vel. Meira þarf ekki að kunna. Hann uppgötvar fljótt að mánaðartekjurnar eru ekki nóg fyrir öllu sem hann vill. Hann þarf meiri peninga.

            + val

Skoða sig í stöðunni

          – forðast skuldbindingar

Það er ekkert  sem segir honum að þann þurfi að leggja fyrir og safna fyrir hlutum sem hann langar í. Hann sér bara að það vantar pening og það strax. Hvernig get ég fengið meiri innkomu? Vinna yfirvinnu, sækja um aðra betur borgaða vinnu. Vinna aukavinnu annarstaðar. Fólk í óreiðu er duglegt fólk og leggur mikið á sig. Hann finnur líka aðrar leiðir sem einfalda honum að fjármagna hlutina. Það er hægt að auka innkomuna með því að taka lán. Skoðar hvernig mismunandi kreditkort virka, yfirdráttur, smálán. Það er líka hægt að fá bílalán, húsnæðislán o.s.frv. Læri að velja það sem hentar hverju sinni. Honum finnst skemmtilegt að gera hagkvæm kaup. Þar sem það verður mikið úr peningnum. Ef hann finnur eitthvað í netverslun erlendis  sem er ódýrara en hér heima fer hann þá leið og er stoltur af sér.

             + skipulag

Reyna að aðlagast

            – tímapressa

 

 

Fyrsta fjárfesting er hugsanlega kaupa á tölvu eða síma. Hann velur eitthvað af möguleikunum sem hann fann og fullnýtir þann kost. Fær sér yfirdráttarlán í bankanum. Fyrsta hring í þessum þremur þrepum er þar með lokið. Fljótlega langar hann í eitthvað annað. Langar í ferðalag. Þá getur hann ekki fengið yfirdráttarlán því sú heimild er full nýtt. „Uppgötvar þá stöðu“, „skoðar sig í stöðunn“i til að finna aðra leið og hann velur kreditkort. „Reyna að aðlagast, er þá það að sækja um og fá kreditkort sem er full nýtt þegar hann kemur heim úr ferðalaginu. Þannig fer hann hring eftir hring uns allir fjármögnunarmöguleikar eru full nýttir.

Þetta er það sem er verið að læra og þjálfa. Sem eitt og sér er allt í lagi. Hann er að vinna út frá plúspólnum á stiginu á undan. Hér á þessu stigi er hann í mínuspólunum.

Þá er að skoða hvað er að gerast í mínuspólunum. Þeir verða áberandi eftir að búið er að fara nokkra hringi.

              + sannleikur

Uppgötva stöðu

             – sjálfsblekking

               .

Hann verður fljótlega var við  að hann hefur minna og minna á milli handana og færri og færri möguleika á að leyfa sér eitthvað.  Það eru vextir á yfirdráttarláninu sem skuldfærast af launareikningnum. Hugsanlega skuldfærist kreditkortið líka. Þar eru raðgreiðslur ýmiskonar og kostnaðurinn við utanlands ferðina. Það koma mánaðarlega  símareikningar og tryggingar af bílnum. Bifreiðagjöld. Húsaleiga, rafmagn hiti. Sjálfsblekkingin er: Þetta reddast. Skiptu þér ekki af þessu því ég veit hvað ég er að gera. Vantar bara meiri pening.

                + val

Skoða sig í stöðunni

               – forðast skuldbindingar

Hann langar að kaupa húsgögn í íbúðina. En nú þarf það að bíða. En þá skuldbindingu getur hann ekki tekið. Til að geta keypt húsgögnin sleppir að borga húsaleiguna og það myndast vanskil. Fljótlega  bætist á það dráttarvextir, innheimtukostnaður í milliinnheimtu og svo lögfræðikostnaður. Símanum er lokað og hann vekur að fara í viðskipti við annað símfyrirtæki uns allri möguleikar þar eru full nýttir. Þannig þrengir hann smám saman að sér uns öll sund lokast. Húsaleigusamning verður fljótlega sagt upp og bílinn fer á nauðungarsölu.

            + skipulag

Reyna að aðlagast

            – tímapressa

 

Nú liggur á. Það þarf að bjarga húsaleigunni og þá er reynt að verða sér út um pening. Taka fyrirfram af laununum og henda inn á húsaleiguskuldina. Það eru lítil sem engin samskipti. Bara borgað inná og vona að það sé nóg til að kaupa tíma.  Á endanum skilur einstaklingurinn að það er eittvað sem hann þarf að læra ef ekki á að fara illa.

Það eru litlar líkur á að fólk á þessum stað komi í fjármálaráðgjöf eða á námskeið. Það telur sig vita hvað það er að gera, það vantar bara meiri pening. Ef hann kemur á námskeið til dæmis sem hluta af öðru úrræði er hægt að opna augun með því að tala skýrt um þetta hegðunarmynstur og afleiðingar þess á námskeiðinu.

Ef hann biður um ráð er besta að láta hann finna hvaða það er sem stjórnar þessu hegðunarmynstri. Biðja hann um að segja nei við næstu þremur beiðnum sem koma frá öðrum um að hann fjármagni eitthvað. Beiðnum eins og að fara með vinum í sumarbústað, beiðni um að fá lánaðan pening eða að kaupa eitthvað fyrir heimilið. Skiptir ekki máli hvað það er. Má líka vera að segja nei við að hjálpa einhverjum að flytja. Hann mun rekast á að það er honum um megn að segja nei.

Það eru komnar tekjur og það er verið að nota þær. Telur sig skyldugan til að segja já við öllu. Allar væntingar og kröfur sem gerðar eru til hans eru réttar. Tekur þetta vera átaksverkefni sem þarf að vinna og að það endi með að hann sé búin að fjármagna allt. Útgjöld klárast og koma ekki aftur. Einhver biður hann um að lána sér pening og hann segir já. Og líka í næsta og þar næsta skipti. Þar með er hann að gefa skilaboð um að hann eigi afgangs pening og hann sé viljugur að lána. Hann verður beðin aftur og aftur. Hann er bóngóður og fólki finnst auðvelt að spyrja hann. Einhver annar segir oftast nei við sömu beiðni og fólki finnst ekki þægilegt að eiga von á neii og biður þann aðila ekki um lán. Hann er beðin um að taka þátt í hinu og þessu og segir alltaf já.

Smá saman áttar hann sig á því að það er ekki hægt að metta þessa stöðu. Hann þarf sjálfur að skrúfa fyrir kranann.

             + markmið

Taka ábyrgð

            – fölsk ábyrgð

 

Hver er lausnin ef hún er ekki tekjur og að borga allt núna strax? Það ríkir óreiða og það þarf að binda enda á það. Stundum er gott að horfa á eitthvað annað en fjármál til að sjá lausnina. Unglingaherbergi þar sem ríkir alger óreiða er gott dæmi. Unglingurinn er upptekin af því að leika sér eða vera í tölvunni og hefur ekki tíma til að taka til. Foreldri skammast og skammast og á endanum tekur unglingurinn til. Þremur dögum seinna er eins og að sprengju hafi verið hent inn í herbergið. Lausnin er ekki að taka til. Lausnin er að hætta að drasla. Næsti tómi pitsa kassi fer út í rusl. Hinir tíu mega vera áfram í herberginu. Næsta óhreina flík fer í óhreina tauið. Fáumst ekki við fortíðina en lærum umgengni um það sem verið er að gera í dag.  Í fjarmálum er lausnin er ekki að hlíða lögmönnum og borga eins og þeir heimta. Lausnin er að hætta að búa til vanskil. Næsta húsaleiga er greidd og ekki hugsað um gjalddagana sem eru í vanskilum. Það þarf að stoppa vítahringi sem skapa  óreiðuna áður en hægt er að taka til.

Mínuspólinn er fölsk ábyrgð. Teljum okkur skylt að gera eins og okur er sagt. Lögmaður sem rukkar sér bara hvað hann þarf. Hann sér ekki heildarmyndina á minni stöðu. Vinur sem vill fá mig í veiðitúr sér ekki heildarmyndina á minni stöðu. Þurfum að hætta að ganga á okkur sjálf til að gera öðru eða öðrum til geðs. Aðrir eru að eyða peningum mínum og aðrir stjórna hvernig ég nota þá.

Plúspólinn er markmið. Hvað er mér mikilvægt og hvað þarf að gerast til að það sé í lagi. Ég þarf að eiga heimili og til að svo sé þarf ég að greiða allt jafnóðum sem tengist heimili. Það fær forgang á allt annað. Þarf að borga húsaleigu rafmagn og hita. Börnin þurfa leikskólapláss og ég borga það. Borga það áður en ég hugsa um hvort hægt sé að fara í veiðitúr.

Pólarnir takast á og á endanum breytist forgagnsröðunin. Greiðsla á skuldbindingum fær forgang.

               + líta á allt sem tækifæri.

Skoða leiðir

               – finna afsakanir

Fram að þessu hefur hugsunin verið að Fjármál = Tekjur. Nú breytist þetta í Fjármál = Tekjur – útgjöld. Það er hægt að stýra og stjórna útgjöldunum og auka þannig líkurnar á að geta staðið í skilum. En hvað á að gefa eftir. Var að lofa barninu að það fái síma, vinahópnum að fara í golfferð og innheimtufyrirtæki að borga líkamsræktarskuldina. Þess fyrr utan eru að koma jól og svo er ferming í vor og við erum ekki búin að kaupa parket. Bregst væntingum margra og fólk missir allt álit á mér ef ég stend ekki við þetta. Sér þetta ekki svona skírt en það  er eitthvað sem stendur í vegi fyrir að hann geti sent peningana í að borga húsaleiguna. En á endanum sér hann mikilvægi þess að halda heimilinu og að sleppa golfferðinni er tækifæri til þess. Tækifæri til að standa undir sjálfum sér.

               + horfa á smáatriði

Velja leið

            – græðgi

Eitt af því sem verið er að læra hérna er munurinn á skuldum og skuldbindingum. Það er enn verið að vona að skuldirnar hverfi og komi aldrei aftur. Vona það sé hægt að halda í gamla hegðunarmynstrið og það muni skila jákvæðri niðurstöðu. Það sé hægt að sleppa einhverju einu einu sinni til að borga símaskuldina en svo er hægt að hverfa aftur til fyrra lífs. Smátt og smátt og smátt sér maður að síma reikningar eru ekki skuld sem hverfur. Þeir eru skuldbinding sem kemur mánaðarlega restina af lífinu. Ef það á að gera ráð fyrir að hægt sé að breyta stöðunni varanlega til að standa við þá skuldbindingu þarf hegðunarmynstur að breytast til frambúðar.

               + sátt

Framkvæmd

               – sitja á sínu

Þessi þrjú þrep. Skoða leiðir, velja leið og framkvæma eru tekin aftur og aftur uns sú staða hefur myndast að maður er hættur að mynda ný vanskil. Það hefur verið tregða að borga sumt og tregða að gefa sumt eftir. Það er ekki hægt að skoða leiðir einu sinni og laga sem einn pakka og þá er þetta komið. Hvert einstakt mál er skoðað uns maður er sáttur.  Fyrst sker maður niður allt sem kostar meira en mánaðarlaun, síðan allt sem kosta meira en hálf mánaðarlaun. Þannig fara ferðalög og dýrar fjárfestingar. Það er ekki bara verið skera niður til að hætta að búa til vanskil. Það er líka verið að huga að rými til að borga uppsöfnuð vanskil. Svo eru atriði sem maður hefur alltaf átt erfitt með að borga sem nú fá rými. Komugjöld á heilsugæslu nefskattar eins og útvarpsgjald og þessháttar útgjöld eru skoðuð og valið að borga.

Nú erum við sátt við eigin hegðun og hvað við höfum valið að standa skil á.

Ráðgjöf sem þessir einstaklinga fá er að gleyma vanskilum. Reyna ekki að borga þau og leggja aðal áherslu á hætta að mynda ný vanskil. Hafa samband við þá sem eru að innheimta og láta vita af því að  ekkert sé hægt að borga. Staðið verður við áfallandi gjalddaga og unnið sé að því að finna lausn á vanskilum. Haft verði samband aftur þegar lausnin er fundin.

Í verkfærakistunni eru. Að biðja um,tekjur og það að draga saman í útgjöldum.