Í Ánauð

Úr Jafnvægi í Áhættu

Það eru ekki vanskil, allt í skilum. Við erum að lifa okkar daglega lífi. Athyglin sem hefur verið á að skoða útgjöld og tekjur færist nú á það sem við eigum afgangs á mánuði. Hvað höfum við á milli handana og hvernig viljum við nota þann pening. Vonumst eftir að það myndist sjálfkrafa afgangur. Það gerist ekki. Við þurfum að læra að búa til afgang og það gerist á efri þrepunum. Þurfum að finna leið til að búa til afgang úr engu. Jafnvægi þýðir að það kemur jafnmikill peningur inn og fer út. Það er enginn afgangur.

 

Við byrjum á að skoða neðri þrepin.

Við kunnum núna að koma okkur úr skuldum í jafnvægi. Erum orðin nokkuð góð í því. Þetta verður til þess að við fjármögnum hluti með því að koma okkur í skuldir og vinnum okkur svo út úr því. Förum á sólarströnd og það kostar það sem það kostar og við komum skuldug heim. Þá eru verkfæri og vinnuaðferðir sem við kunnum notaðar til að mynda nýtt jafnvægi. Það er fleira sem raskar jafnvæginu en meðvituð ákvörðun um ferðalag. Óvæntu útgjöldin verða nú sýnileg.

 

             + sannleikur

Uppgötva stöðu

             – sjálfsblekking

 

Bílinn bilar og það þarf að finna leið til að fjármagna það. Sjálfsblekkingin er á að þetta sé eitthvað einstakt tilfelli. Bílinn bilar aldrei aftur og sennilega þarf aldrei að endurnýja hann. Á næstu þrepum finnum við lausn á þessu. Það sem gerist þá er að þvottavélin gefur upp öndina, kemur leki í þakið og tannlæknakostnaður verður ekki um flúinn. Ferming, gifting, jól og páskar virðast alltaf koma á versta tíma. Á skulda stiginu var viðhaldið á okkur sjálfum, heimilinu og tækjum ekki sinnt. Það var ekki keypt ný flík. Óvæntu útgjöldin geta orðið töluverð í upphafi vegna þessa. Sannleikurinn er að þetta er eðlilegur hluti af lífinu. Hættir aldrei, klárast aldrei.

 

                + val

Skoða sig í stöðunni

               – forðast skuldbindingar

 

Hvernig fjármagna ég viðgerðina á bílnum? Veljum kannski að breyta einhverjum samning sem við erum nýbúin að gera til að mynda rými fyrir þessum kostnaði. Mínuspólinn bannar okkur að gera þetta en svo lærum við að það má.  Það að leifa sér að breyta skipulagi og áherslum er mikilvægt. Þú lofar vini þínum a hjálpa honum eina kvöldstund. Ef þú verður lasinn þarf að breyta þeim samning. Það kemur í ljós hér hver meðvirkni okkar er. Mínus póll í jafnvægi er fölsk ábyrgð. Sönn ábyrgð er að gera það sem þarf til að halda jafnvægi. Fölsk ábyrgð er að gera það ekki vegna þess að kannski finnst hinum aðilanum þetta óþægilegt.

 

              

            + skipulag

Reyna að aðlagast

               – tímapressa

 

 Við förum hring eftir hring og allt kemur eitthvað sem breytir jafnvæginu. Það þarf að aðlagast aftur og aftur. Þetta er að ganga en er leiðinlegt og tímafrekt. Það hlýtur að vera einhver leið sem er einfaldari. Leið sem mætir áföllum og ég finn ekki fyrir þeim og á sama tíma eykur möguleika mína til að leika mér. Endar með að við sjáum að við þurfum að breyta einhverju. Læra eitthvað nýtt til að lífsgæði aukast. Hvað ef ég ætti varasjóð sem ég nota til að mæta áföllum. Þá er kannski alltaf til peningur fyrir þeim þegar þau koma. Við áfall tæmist hann en er að vaxa á milli áfalla. Hvað ef ég ætti ferðasjóð sem fjármagnar ferðina áður en ég legg af stað?

 

              + markmið

Taka ábyrgð

             – fölsk ábyrgð

 

Þarf að finna leið en það er eins og það sé ekkert hægt að gera. Engu hægt að breyta. Tíminn hefur liðið og sumir greiðslu samningar uppgreiddir. Við höfum meira á milli handanna en samt klárast peningarnir. Að sumu leiti vegna þess að það fara slæðast inn í innkaupin eitthvað sem maður gerir vel við sig. Það sem maður notar í neyslu hefur aukist. Hin ástæðan er að við tryggjum að það er ekki afgangur með því að búa til nýjar skuldbindingar. Við tryggjum að það myndist ekki afgangur. Okkur langar í afgang en tilfinningin er að það er sama hvað við leggjum á okkur það skilar  sér ekki til okkar. Ef ég fer að leggja til hliðar er ég að taka af mér þann lúxus sem ég þó hef. Maður er meðvirkur með sjálfum sér. Plúspólinn er markmið. Hvað langar þig. Við vitum ekki hvað okkur langar og þurfum að leita að því og finna það. Þegar markmið finnst er einfaldara að leyfa sér að byrja að fjármagna það. Til að vita hvað nærir mann byrjar maður að gera tilraunir. Fyrst í stað eitthvað sem kostar ekki mikið. Ganga á fjall, fara í golf, fara í kór. Hvað er gaman? Skrifar draum leitar að því sem skiptir tómleikanum út fyrr gleði.

 

               + líta á allt sem tækifæri.

Skoða leiðir

               – finna afsakanir

 

Ég þarf að byrja að leggja fyrir. Hvað gerist ef ég skammta mér pening í neyslu og tryggi þannig að það verði afgangur? Mínuspólinn segir að þá minki ég lífið í stað þess að stækka það. Ef það verður afgangur þá mun einhver annar heimta hann og ég sit eftir með sárt ennið. Hvað ef ég bý til afgang og nota hann í lok mánaðar í eitthvað sem ég hef gaman af. Það gæt verð byrjun í að æfa mig í að leggja fyrir og um leið æfing í að finna hvað mig langar. Það er tækifæri.

 

               + horfa á smáatriði

Velja leið

              – græðgi

 

Nú er búið að æfa að leggja fyrir. Æfingarnar leiddu til þess að neysla var skoðuð og er nú í samræmi við það sem við viljum.  Það er komin sjóður til að leika sér fyrir mánaðarlega. Efir því sem við förum fleira hringi er meira skoða. Nú viljum við varasjóð og ferðasjóð og kannski fleiri sjóði sem við borgum inn á mánaðarlega.  Það er hætta á að við höfum þá of marga og drögum of mikið saman í neyslu. Rekumst á græðgina. Við erum kannski að selja þjónustu og nú viljum við fá meira og endurskoðum verðlagningu. Sjálfsvirðing að aukast og eigum betra skilið.

 

                + sátt

Framkvæmd

               – sitja á sínu

 

Það er tilfinning í jafnvægi sem segir að við kunnum ekkert að fara með peninga. Það að skammta sér pening í neyslu lagar þá tilfinningu. Við komumst að hvað kostar að lifa og hvað við getum dregið mikið saman ef á þarf að halda, en svo slökum við á klónni og skömmtum okkur rýmra í daglega neyslu. Nógu mikið til að finnast við vera að leyfa okkur einhver gæði og á sama tíma er búin til afgangur.

Verkfærið sem er að bætast í verkfæra kistuna er: Að búa til afgang. Í raun bættust fleiri verkfæri við. Gera tilraunir til að finna hvað okkur langar. Fáum tilfinningalega svörun við tilraunum, sumt er leiðinlegt og annað skemmtilegt. Á skuldastigi vorum við full af samviskubiti og ótta. Við það að komast í jafnvægi hurfu þessa tilfinningar.  Tilfinningakerfið tæmdist. Það er tómt. Þá kviknar leiði sem leiðir af sér spurninguna: Hvað langar mig? Við finnum svar við því með tilraunum. Laganir skýrast og við viljum meira þar með förum við að skrifa drauma og finna markmið.