Við kunnum að búa til afgang. Hvernig við gerum það er ekki alltaf að næra það sem við viljum vera að næra eða hvað við viljum byggja upp. Við áttum okkur alltaf betur og betur á hvað við viljum fá út út lífinu og nú viljum við gera breytingar í samræmi við það. Fyrstu þrjú þrepi fjalla um að styrkja fjármálastöðuna.
+ sannleikur
Uppgötva stöðu
– sjálfsblekking
Við uppgötvum eitthvað sem við erum ósátt við. Tökum eftir hvað það fer mikill peningur í vexti af húsnæðisláninu og hvað við verum gömul þegar þau verða uppgreidd. Förum upp á næst þrep og skoðum okkur í stöðunni. Veljum þar og gerum svo breytingar á þriðja stiginu.
Uppgötvum að núverandi tekjumöguleikar bjóða ekki upp á að það verði vöxtur. Hvað sem það er sem við uppgötvum þá sjáum við að það þarf að gera breytingar sem hafa óvissu í för með sér. Erum óörugg um að við kunnum eða getum ráðið við breytingarnar. Okkur finnst við vera að taka áhættu sem getur farið illa. Fyrst í stað reynum við að vona að þetta breytist og lagist af sjálfu sér. Sannleikurinn er að við verðum að ákveða að breyta til þess að breytingarnar verði. Horfumst í augu við það.
+ val
Skoða sig í stöðunni
– forðast skuldbindingar
Skoðum mínuspólinn þar sem maður forðast skuldbindinguna. Til að laga húsnæðislánið er hægt að vinna meira og borga inn á lánið. En ætlunin er að auka lífsgæði ekki minnka frítímann til margra ára. Það er líka hægt að selja húsið og kaupa minni eign. Þá lækka lánin og þá fer minni tími í þrif. Fasteignagjöld, tryggingar og hitaveita lækkar. En þrengir það of mikið að mér. Vill helst ekki taka þessa ákvörðun. Gæti skipt um vinnu, en það er ekki hægt að vita hvernig nýr vinnustaður er og hvernig samskipti munu ganga þar. Gæti stofnað sjálfstæðan rekstur en þá þarf að kunna það og halda utan um bókhald. Of flókið og ég veit ekki hvort það verði nóg að gera. En á endanum gerir maður sér grein fyrir að ef maður ætlar að stækka þá þarf að gera eitthvað. Sumir velja að láta sér duga það að vera í jafnvægi i fjármálum.
+ skipulag
Reyna að aðlagast
– tímapressa
Hvað sem er valið er fundin leið sem eykur rýmið verulega án þess að skerða önnur lífsgæði.En þá tekur maður eftir því að lífið er meira en peningar. Það er verið að ganga gegn sér á einhverjum sviðum.
+ markmið
Taka ábyrgð
– fölsk ábyrgð
Einhver tekur eftir að hann er í vinnu sem er fyrir honum hundleiðinleg. Honum finnst erfitt að mæta í vinnuna eða sýna verkefnum áhuga. Er þarna bara til að tryggja fjárhagslega afkomu. Einhver er í hjónabandi sem er handónýtt en óttast að geta ekki séð fyrir sér ein eða einn. Þetta er löngu ljóst en við horfum ekki á okkar andlegu velferð. Fjárhagsstaðan stjórnar. Ef ég ætla að vera hamingjusamur þarf ég að fást við það sem nærir mig á sama tíma sem ég tryggi fjárhaginn.
+ líta á allt sem tækifæri.
Skoða leiðir
– finna afsakanir
Stundum er þetta einfalt. Kannski eru einhver verkefni í vinnunni sem henta mér og ég hef gaman af. Kannski þarf ég bara að breyta hlutverki mínu. Ræða við forstjórann. Kannski er hjónabandsvandinn að konan er föst í hlutverki sem hún tók að sér þegar börnin voru lítil. Kannski þarf bara að breyta því. Kannski styrkir það stöðuna fjárhagslega. En forstjórinn getur sagt nei og þegar ég viðurkenni að mér líki ekki vinnan segir hann mér upp. Hann gæti líka sagt já. Við lifum í von um að lífið verði betra og við viljum halda í vonina. Við það að prófa að gera breytingar missum við vonina. Í staðin kemur vissa. Svar sem er já eða nei. Gekk upp eða gengur ekki upp. Draumar rætast ekki með því að vona. Það þarf að láta á þá reyna. Það vantar næringu inn í lífið og hún er ekki í boði þar sem maður er. Lausnin sem maður finnur er að færa sig þangað sem næringin er. Það þarf að koma sér inn í hringrásina þar sem næringin flýtur. Hluti af lausninni sem finnst á næstu þrepum
+ horfa á smáatriði
Velja leið
– græðgi
Nú höfum við tekið ábyrgðina og vitum að við ætlum að gera það sem verið er að skoða. Erum að gera það og sumt er að ganga upp. Eykur tekjur eða fjárhagsleg rými og nærir mig þegar ég geri það sem skaffar tekjurnar. Kannski sagði forstjórinn nei í dæminu á undan. Hann hélt vinnunni en fékk ekki að velja sér verkefni. Það varð til þess að maðurinn ´fór að bjóða þessa þjónustu sjálfstætt sem aukavinnu. Honum líkar að ákveða sjálfur hvernig þjónustan er veitt. Það er nóg að gera og tekjur miklar. Treystir ekki að þetta muni áfram ganga vel. Þorir þess vegna ekki að segja upp vinunni hjá forstjóranum. Græðgin verður til þess að hann fær meira og meira og borgar skuldir hratt niður og leikur sér. Á endanum sér hann að hann er að mæta í vinnu sem rænir hann lífsgleði. Hann veit að hann stendur undir sér og segir upp. Myndar rými til að sjálfstæðireksturinn stækki. Rými til að fást við þá hluti sem eiga best við hann.
+ sátt
Framkvæmd
– sitja á sínu
Það er verið að auka fjárhagslegt rými og á sama tíma er verið að skoða spurninguna? Hver er ég? Hvaða gjafir vil ég gefa? Hvenær líður mér best? Er það þegar ég vinn sem smiður eða þegar ég aðstoða fatlað fólk? Konunni sem leið illa í hjónabandinu hafði mikinn áhuga á andlegum fræðum. Það mætti andstöðu hjá makanum. Hún fór með áhugasviðið út af heimilinu og fann sér vinnu sem tengist hennar áhuga. Stærsta gjöf sem hægt er að gefa er að þiggja það sem aðrir gefa. Hér lærum við hvað við viljum gefa svo líf okkar hafi tilgang og finnum farveg þar sem fólk vil þiggja gjafir okkar.
Verkfærið sem kemur í verkfæratöskuna heitir: Að gefa gjafir og þiggja gjafir. Að koma sér inn í hringrásina.
f
.