Í Ánauð

Úr Ánauð í Óreiðu

  1. Uppgötva stöðu.

Við höldum áfram að vaxa og þroskast og við það fjölgar þörfum og löngunum. Það þíðir að við þurfum meiri peninga.  Við tökum þátt í félagslífi og viljum fá okkur skyndibita, fara í bíó og samkomur. Fatatíska, snyrtivörur og hárgel fer að skipta  máli.  Tölvur, sími og hljómtæki. Listinn er fjölbreytur og allt kostar pening.

Við uppgötvum stöðu sem við erum hundóánægð með. Það er skömmtun á peningum. Við fáum ekki nóg og ekki nógu hratt.

  1. Skoða sig í stöðunni.

Peningarnir koma úr einhverjum sjóð sem stundum er opinn og stundum lokaður.Í flestum tilfellum er það pabbi og mamma sem eiga sjóðinn og stjórna útstreyminu. Það þarf þá að eiga við þau svo sjóðurinn opnist. Hvenær fær maður peninga og hvar? Pabbi reynir oft að kaupa sér næði með því að senda mig í bíó. Hann er líka veikur fyrir ef ég ber mig illa. Mamma er erfiðari hún vil fá rökstuðning.

  1. Reyna að aðlagast.

Skólinn er að byrja og það þarf pening fyrir bókum og skriffærum. Ábyrg útgjöld ég tala við mömmu. Það er partý einhverstaðar og útgjöld tengd því tala ég við pabba. Fer í aumingja ég stöðuna og segi að það fá allir í bekknum að fara nema ég, eða það fá allir vikupening nema ég. Ný úlpa. Mamma skilur það en hún fer ekki í tískuvöruverslunina, hún fer í einhverja ódýra búð. Fæ hana til að samþykkja kaup á úlpu en fæ pabba til að fara með mér.

Svona er farið hring eftir hring þanagað til að allir möguleikar og útfærslur eru full þjálfaðar Meira er ekki að hafa úr þessum sjóð.

Það sem einkennir viðhorf og hegðun þess sem er þarna er það að hann ber það ekki við að reyna að afla tekna sjálfur. Sú hugsun fyrir finnst ekki í manneskjunni. Það er sjóður og hann á rétt á að fá úr þeim sjóð. Það þarf einhvernvegin að fá foreldrana til að skilja að þau eru ekki að standa sig og í raun að brjóta á honum og rétti hans. Það er einblínt það og ekkert annað kemst að.

Krakkar eru ekki endilega lengi þarna. Sumir eru farnir að passa börn eða  bera út blöð mjög snemma. Leggja eitthvað af mörkum. Aðrir eru þarna vel fram á fullorðinsár. Þá er sjóðurinn annar og gæslumaður sjóðsins líka. Dæmi um slíkt er manneskja á félagslegum bótum og skrattakollurinn félagsráðgjafinn er ekki að standa sig. Skilur ekki að ég á rétt á að fá bíl og fara á sólarströnd. Það er líka hægt að vera í vinnu en þá er maður ekki mættur til að vinna heldur til að eiga rétt á launum. Verkstjórinn er þá óvinurinn þegar hann gerir kröfu um vinnuframlag.

Þetta er spurning um viðhorf ekki hvaðan peningarnir koma.

Þetta er spurning um viðhorf ekki hvaðan peningarnir koma.

Það myndast staða þar sem manneskjunni er ljóst að hún kemst ekki lengra með þessari vinnuaðferð og þessu viðhorfi.

  1. Taka ábyrgð.

Ég á rétt á þeim lífsgæðum sem ég get skapað mér sjálfur.  Það er ekki annarra að sjá mér fyrir lúxus lífi. Gæti þurft hjálp og stuðning og þá bið ég um það. Það er mitt að stækka líf mitt. Ég vil geta keypt mér þá úlpu sem mig langar í þegar mig langar í hana og ég vil ekki þurfa að réttlæta það fyrir einum eða neinum. Ef mig langar svo í aðra og öðruvísi úlpu daginn eftir vil ég vera í stöðu að geta leyft mér það. Vil ekki að það sé andað ofan í hálsmálið hjá mér þegar ég leyfi mér það sem mig langar. Mínar langanir og þarfir eru ekki endilega þær sömu og foreldranna. Smekkur minn og áhugamál önnur.

Hvernig fer ég að því að fá það sem ég vil, þegar ég vil?

Við það að taka þessa ábyrgð stækkar heimurinn og möguleikar sem voru ekki til í hugarheim manneskjunnar verða nú sýnilegir.

  1. Skoða leiðir.

Við eru með eitt verkfæri í verkfæratöskunni. Það að biðja um. Hvern get ég beðið um pening? Hvernig get ég fengið pening? Það gengur ekki vel að finna leiðirnar því til að byrja með hendir maður öllu hugmyndum. Finnur endalausar afsakanir fyrir að þetta eða hitt sé ekki hægt. Að vinna þýðir að ég fæ pening en ég er í skóla svo ekki get ég unnið.  Ef ég tek kvöldvaktir í sjoppu þá gæti ég misst af partýi og ekki gengur það. Kannski er afi tilbúin til að styrkja mig. Það er skoðað og skoðað og til að byrja með sér maður bara ókostina. En svo man maður eftir markmiðinu sem er að vera sjálfum sér nægur um tekjur. Af grannt er skoðað er í byrjun fundnar afsakanir fyrir því gera ekki og endað á að líta á þetta sem tækifæri. Það eru mínus og plúspólar á hverju þrepi.

  1.  Velja leið.

Mér stendur til boða að skúra á morgnanna fyrir skóla. Það gengur ekki því þá æfi ég sund. Það eru skoðaðar atvinnuauglýsingar og þær bornar saman við það sem verið er að leita eftir. Endar með að maður finnur eitthvað  sem passar við þarfir manns.

  1. Framkvæma.

Við kunnum að biðja um. Nú biðjum við um vinnu og þegar við fáum hana erum við kominn á næsta þroskastig og verkfærin eru orðin tvö.  Að biðja um og tekjur.

Þroska stigin 7. Ánauð, Óreiða, Skuldir, Jafnvægi, Áhætta, Ástríða og Velgengni er öll með plús og mínus póla.  Litlu þrepin á milli þroskastiga er líka með þessa sömu póla.

Áhætta er 5. Þroskastig og þar er mínuspólinn að finna afsakanir og plúspólinn að líta á allt sem tækifæri. 5. Þrepið frá á leiðinni úr Ánauð í óreiðu er með þessa sömu póla. Fyrst finnur maður afsakanir og svo fer maður að sjá þetta sem tækifæri. 6. Þrepið Velja leið er með mínuspólinn græðgi. Maður vill njóta þess að vera án skuldbindinga og líka þess að hafa nægan pening. Leitar fyrst að einhverju þar sem engu þarf að fórna en finnur svo plúspólinn, „að horfa á smáatriði“ og finnur lausn sem hentar manni.

Leiðin til velgengni