Það sem gerðist á stiginu á undan er að fólk er orðið meðvitað um hvernig tilfinningasárin hafa plantað í þau neikvæðu tilfinningum sem skapa neikvæðar hugsanir. Hvernig við ómeðvitað bregðumst við áreitum þannig að sárin skapa hegðunarmunstrið. Hegðunarmunstrið er þannig að ef það kemur áreiti svarar maður með hegðun eða orðum út frá þessum sárum maður uppgötvar hversu bjargarlaus maður er. Sama hversu ákveðin maður er í því að bregðast öðruvísi við þá hefur þetta tak á manni og svörunin er áfram neikvæð. Stigið fór í að sjá þetta og skilja. Umbreyta mörgum af þessum tilfinningum. Sjá blekkinguna í þeim. Uppgötva að það er til önnur hegðun sem væri meira uppbyggileg fyrir mann sjálfan. Hegðun sem sinnir eigi þörfum betur. Eins og það að segja nei ef maður er þreyttur eða ef mann langar ekki til.
Það er kominn löngun til þess að taka upp nýja hegðun. Hegðun sem margendurtekin mun skapa nýjar upplifanir sem smá saman verða jákvæðar. Tilfinningarnar munu styðja hugsunina og hegðunina. Eitthvað sem upplifist sem ótti um neikvæðar afleiðingar. Sem glæpur eða sem ótti um útskúfun, mun nú upplifast sem: Þetta var gott hjá mér. Nú er ég að gera rétt.
Við gerðum okkur grein fyrir þessum tilfinningum. Við höfum lagað þær. Fengið nýjan skilning á þær. Þær geta samt ekki læknast endanlega fyrr en við erum farin að hegða okkur í samræmi við nýjan skilning. Það myndast ekki nýjar tilfinningar fyrr en við erum farin að hegða okkur í samræmi við þann skilning.
Þetta stig hefur að gera með að breyta sjálfvirku hegðunarmunstri sínu.
Stigið á undan var að breyta tilfinningum.
Fyrsta stig var Þörf sem skapaði:Hugsun á öðru stigi. Sú hugsun skapaði:
Hegðun eða tjáningu á þriðjastigi. Í framhaldi myndast tilfinning á fjórðastigi.
Núna erum við á fimmta sem hefur að gera með hegðunarmunstur.
Samþykki (Viðurkenning) (má líka nota það orð.)
Það voru búnir til draumar. Nú eru þeir teknir fram aftur. Þeir kunna að hafa breyst við það að vinna úr tilfinningum. Nú eru þeir rifjaðir upp. Viðurkenna að maður vill láta þá rætast. Velja forgangsverkefni út úr draumunum. Viðurkenna að það þarf að taka upp ákveðna hegðun til að þeir rætist. Viðurkenna að ef ég geri , get ég skapað þær breytingar sem mig langar í lífinu. Viðurkenna að ég þarf að framkvæma.
Viðurkenna draum, viðurkenna að það þarf að framkvæma. Draumar teknir fram og þeim forgangsraðað eins og lært var á fyrri stigum. Skerpt á draumum.
Hér er tekin ákvörðun um hvað maður ætlar að gera.
Von.
Í raun var tekin ábyrgð á fyrsta stigi Viðurkenningu. Tekin ákvörðun um framkvæmd. Ábyrgðin felst í að viðurkenna að þetta er undir sjálfum mér komið. Það vantar inn í þetta skuldbindinguna.
Það að taka ákvörðun um að fara í megrun, hætta að reykja eða að skipta um vinnu er auðvelt. Hver sem ákvörðunin er þá er ekkert sem pressar á að henni verði fylgt eftir því lífið gengur án þess. Ákvörðunin breytir ein sér engu því það er hægt að fresta henni endalaust. Í hversu mörg ár getur maður frestað því að hætta að reykja. Í hversu mörg ár getur maður frestað því að fara í megrun, að skipta um vinnu? Einhvern veigin er aldrei rétti tíminn.
Ávinningurinn af fyrsta þrepi er samt sá að ég veit hvað ég vil. Ég veit hvað ég er hræddur við eða ég veit ég er hræddur við eitthvað.
Á þessu þrepi er tekin skuldbinding. Það er sett dagsetning. Ég ætla að hætta að reykja, fara í megrun, tala við hinn bóndann á fimmtu daginn klukkan þrjú.
Hvers eðlis sem ákvörðunin er þá er tekin skuldbinding um ákveðin tíma.
Þetta tryggir það að maður tekur ábyrgðina endanlega heim.
Þetta kveikir von til skamms tíma þar sem maður upplifir að nú er komið að því.
Á sama tíma kallar þetta fram þann ótta, þær hættur sem tengjast þessari ákvörðun.
Í raun raðast óttatilfinningarnar upp og sú sem þarf að vinna úr fyrst verður fremst og mest áberandi.
Hér þarf að gera margt til að skerpa á skilningnum: Ég mun gera þetta, ég get þetta, ég ætla ekki að fresta þessu. Fyrsta skrefið verður tekið þarna.
Við það að taka fyrsta skrefið mun ég mæta einhverju. Hvort sem það eru fráhvarfseinkenni við að hætta að reykja eða önuglyndi samstarfsmanns. Það munu koma viðbrögð við breyttri hegðun, ég mun þurfa að mæta því.
Ég læt þetta ekki stoppa mig því ég er kominn með mikið af verkfærum á leið minni frá Heilvíti. Verkfæri sem ég get notað til að takast á við tilfinningar og annað sem ég mun mæta. Ekkert af því verður erfiðara en það sem ég hef tekist á við áður.
Á þessu stigi kemur inn fræðsla. Mikil fræðsla um eðli óttans. Fræðsla um af hverju það er ekkert að óttast. Af hverju þetta getur ekki klikkað. Til að byrja með er kannski valið eitthvað verkefni sem hægt er að klára á stuttum tíma. Til dæmis það að vera í fríi einn dag. Það upplifist kannski sem glæpur. Finna hvernig maður veldur því.
Það eru því námskeið. Það eru tilraunir og verkefni sem sína hvernig þetta virkar. Þannig myndast von um að maður muni líka valda stærri verkefnum og draumum. Líka þeim sem taka langan tíma.
Það er fræðsla um að búa til drauminn sem slíkan. Hvernig á að vinna hann. Þegar draumurinn er orðin skýr er fræðsla um hvernig við látum hann rætast. Fræðslan mun innibera vinnuaðferðir, tímastjórnunaraðferðir. Þar sem búin er til heildarmynd, verkefnaflokkar, verkefni og svo framvegis. Þannig lærir maður að forgangsraða þeim verkefnum sem maður ætlar að vinna. Síðan er fræðsla tengd því að búa til smáverkefni úr heildarmyndinni. Það skiptir ekki máli hvort við erum að tala um stórt verkefni eins og það að búa til fyrirtæki og koma því í rekstur eða smá verkefni eins og að taka einn frídag.
Frídagur er lítið verk. Stóruverkefnunum verður deilt niður þangað til þau eru orðin að mörgum smáverkefnum. Það verða þá margir dagar með mörgum smáverkefnum.
Þegar skuldbindingin er tekin varðar hún bara hvað maður ætlar að gera á morgun.
Næsta stig fræðslunnar fjallar um hvaða tilfinningum þú munt mæta þegar þú framkvæmir hvert smáverk. Tilfinning sem fyrst í stað er neikvæð. Það mun verður til þess að þegar að manneskja framkvæmir þetta litla atriði þá fagnar hún í raun tilfinningunum sem koma þar sem þær eru í samræmi við það sem átti að gerast. Það kemur líka fræðsla um hvaða tilfinningar heita þegar þær breytast úr ótta í eftirvæntingu og tilhlökkun. Hvernig tilfinningin lítur út þegar hún er farin að styðja framkvæmdina eða hegðunina.
Fyrirlestrar eru ekki nóg. Það þarf að vera með verkefni þar sem þetta upplifist. Þannig kemst það til skila.
Það þarf að þjálfa þetta nógu oft til þessa að þetta verðu ósjálfráð hegðun. Hegðunarmunstur.
Von beint í farveg.
Það er þegar að litlu verkefnin sem verða af ýmsum toga eru tekin og unninn. Þegar við vinnum marga litla sigra. Gagnvart litlum óyfirstíganlegum verkefnum og finnum hvað það gerir fyrir okkur. Þá eflumst við og fáum trú á okkur sjálf.
Draumur.
Þegar hér er komið hefur fólk lært að þekkja hvernig þetta virkar gagnvar litlum verkefnum. Það hefur lært að skila að það er hægt að taka stór verkefni og deila þeim niður í mörg lítil. Það hafa verið gerða tilraunir og það veit því betur hvernig á að fást við þetta. Nú eru þá teknir fram stærri draumar sem geta fjallað um að losna undan því sem er að draga úr þeim orkuna. Það sem er að skerða lífshamingjuna. Draumar tengdum vandamálum. Hér fer fólk að horfa á hjónabandsvanda, starfsframa, uppeldismál eða það að auka lífsgæði í formi tekna, eða eitthvað annað.
Nú er búin til draumur á þessi stóru mál. Sama vinnu aðferð notuð. Forgangsraðaða svo ekki sé veriðað vinna of mörg verkefni í einu til að tryggja það að álagið verði ekki of mikið.
Draum beint í farveg.
Nú er endurtekið það sem gert var á þriðja stigi, Von beint í farveg. Munurinn á verkefnum sem tengjast von og draum er sú að áhættan sem tekin er, er stærri.
Verkefnin sem voru tengd voninni voru verkefni sem tengdust manni sjálfum. Eingöngu manni sjálfum. Mataræði, reykingar, út að hlaupa. Hvað sem er.
Verkefni í Draum munu útheimta breytingu á samskiptum við annað fólk. Þetta gæti leitt til þess að hinn aðilinn vill ekki spila með. Gæti leitt til þess að það komi til hjónaskilnaðar í stað betra hjónabands. Það er því mikilvægt að manneskja geri sér grein fyrir áður en hún leggur af stað í verkefnið að óbreytt ástand er ósigur. Breytingin skilar sigrinum. Ef breytingin er gott hjónaband er það fullnaðar sigur, ef það er hjónaskilnaður er það líka sigur þar sem þú ert þá laus úr ástandinu.
Ef það er skuldbreyting til að létta greiðslubyrgði þá er það fullnaðarsigur ef það tekst. Ef það tekst ekki og samningsaðilar neita beiðninni eindregið og við getum ekki borgað. Gæti þýtt gjaldþrot og það er þá fullnaðar sigur. Í báðum tilfellum ertu laus út úr greiðslubyrgði sem þú ræður ekki við.
Tjáning. Það er þörf sem þarf að tjá þegar fengist er við þetta. Skila tjáningarþörfina sem er tengd draumnum er mikilvægt. Það sem við segjum og svörunin sem við fáum er tengd því hversu góð við erum að tjá þarfir okkar. Þar er skiptir máli að hafa umburðarlindi gagnvart sjálfum sér og mótaðilanum og þá fæst með skilning á þessri þörf. Hvernig hún þróast og þjálfast og verður meira og meira markviss. Það er mikilvægt að þau séu þjálfuð samhliða dramavinnunni. með draumnum. Ef við tökum dæmi um hjónaband þar sem eitthvað er að. Þá er búið að búa til hegðunarmunstur sem er sjúkt. En það er líka búið að búa til ýmsa óvini og ásakanir. Maður telur sig vita að makinn sé ómögulegur. Það er hinsvegar alveg eins líklegt að það sé manns eigið hegðunarmunstur sem er að framkalla hegðun makans. Það þarf að viðurkenna að þörfin sem maður ætlar að uppfylla er ekki skýr. Þess vegna verða verkefni í draum og draum settur í farveg sem hafa að gera með samtöl og hópa þar sem verið er að tala sig í gegnum stigin í tjáningarþörfinni. . Gerir sé grein fyrir hver þörfin er hvað hún heitir áður en látið er til skara skríða. Þekkja þörfina og hvernig henni er fullnægt.
Það þarf að vera ljóst að niðurstaðan sem kemur er uppfylling á þörf. Þá upplifist niðurstaðan sem sigur.
Þörf.
Þörfin er upplifa betri lífsgæði. Þörfin er að upplifa að það sé að gerast uppbygging á eigin lífi, ekki niðurrif. Þörfin er að upplifa að það sé vöxtur.
Það sem hefur gerst fram að þessu er að á fyrstu stigum tók manneskja ábyrgð á að skapa þennan vöxt. Bjó til skuldbindingu. Gerði æfingar á verkefnum tengdum henni sjálfri. Gerði æfingar hvað varðar að búa til draum og finna í raun mikið af þörfum þar. Það er því kominn nafn á margar þarfir. Þörfin er sú að upplifa það sem gerist sem sigur. Það þarf því að endurskoða afstöðu sína til hluta. Oft á tíðum er búið að ákveða að aðeins ein gefin niðurstaða sé sigur. Allar aðrar niðurstöður eru ósigur.
Það þarf því að endurskoða þetta og gera einhverjar tilhliðranir. Ef maður stendur á sínu og það hefur þær afleiðingar að maður þurfi að skipta um maka eða skipta um vinnu að það sé ekki túlkað sem ósigur. Tilhliðranir geta verið öðruvísi. Málamiðlun er tilhliðrun. Ef þetta er að snúast um smáatriði eins og það að fá að horfa á sjónvarp á ákveðnum tíma í stað þess að vera að þrífa, getur verið að það kosti samning. Oft er þetta þannig að maður vill vinna fullnaðar sigur þar sem hinn aðilinn á að gefa 100% eftir en maður sjálfur ekkert. Þarna þurfa að koma til tilhliðranir.
Niðurstaðan þarf að þíða vöxt fyrir báða aðila. Við ætlum ekki að vera kúgarar. Umræðurnar á stiginu á undan og þegar við erum að beina draum í farveg fást viðbrögð. Það þarf því að endurskoða og endur skoða aftur og aftur þar sem með hverju nýju viðbragði kemur upp nýr flötur á málinu.
Þörfin er vöxtur ekki sigur.
Þörfin er innihaldsríkt líf ekki að vera sá sem ræður.
Á þessu stigi eru gerðar tilhliðranir á væntingar sem maður var með áður. Þær eru endurskoðaðar.
Helsta gildran er sú að við höldum að við séum öll eins. Við höldum að við viljum öll það sama á sama hátt. Það er sjaldan kjúklingur í matinn en mig langar í kjúkling. Baráttan má þá ekki snúast um það að það sé alltaf kjúklingur í matinn. Það þarf að viðurkenna að hinum aðilanum finnst kjúklingur vondur og þess vegna eru kjötbollur í matinn. Þetta snýst ekki um að ná kjötbollum af hinum aðilanum. Þetta snýst um að leyfa honum að borða kjötbollur en að komast upp með að fá sjálfur kjúkling.
Hvaða mataræði hentar hverjum og einum er misjafnt eftir einstaklingum. Þeir þurfa báðir að fá að uppfylla sitt mataræði.
Hvað nærir einhvern tilfinningalega er misjafnt eftir einstaklingum. Það kann að vera tónlist hjá einum og leikhús hjá öðrum. Hvað hreyfing hentar getur verið hlaup hjá einum og hæg ganga hjá öðrum.
Baráttan má snúast um það að ég fái þá hreyfingu sem hentar mér, að ég fái að stjórna því sjálfur. Ég ætla ekki að neyða maka minn um að hreyfa sig eins. Tilhliðranir geta snúist um það að hætta svona stríði og viðurkenna báða. Skoða síðan hvort það séu fletir þar sem við getum verið saman í ræktinni þótt bið gerum mismunandi hluti.
Aðrar þarfir eins og það að upplifa hvort maður sé elskaður er líka misjafnt eftir einstaklingur. Annar getur viljað heyra orðin: Ég elska þig á meðan það gerir ekkert fyrir hinn aðilann. Sá vill frekar fá faðmlag. Hvernig við uppfyllum tilfinningalegar þarf er misjafnt og við ætlum ekki í baráttu við makann og fá hann til að skipta um skoðun eða tjáningu. Við ætlum sjálf að skoða hverjar þessar þarfir eru, hvernig við viljum fá þeim uppfyllt og uppfræða síðan makann um það. Síðan getum við búið til kerfi sem nærir okkur bæði. Þannig búum við til gott hjónaband ef báðir aðilar eru tilbúnir til að vinna verkin. Hjónaskilnaður verður ef makinn neitar að spila með af því að hann vill óbreytt ástand.
Þess vegna verður innifalið í námskeiðinu sem tilheyrir þessum áfanga á leiðinni frá Helvíti til Himnaríkis fræðsla um þarfir og hvernig maður vill fá þeim uppfyllt. Hvernig maður getur leitað að þeim og fundið þær. Skilningurinn á þörfunum mun leiða til þess að það verður auðveldara að gera tilhliðranirnar. Þær verða markvissari og hafa tilgang. Endurskoðunin öll verðu auðveldari.
Það þarf að tala um líkamlegar þarfir.
Tilfinningalegar þarfir
Andlegar þarfir.
Því það þarf að uppfylla þarfir á öllum þessum sviðum til þess að heilt líf uppfyllist.
Í okkur eru stöðvar sem orsaka að tungumálið sem við tölum þegar við tjáum þörf er mismunandi hér eru þessar stöðvar skoðaðar aðneinhverju leiti, kannski eitthvað annað en það eru þessi þrír þættir. Líkamleg, tilfinningalegt og andlegt. Hvernig þeir virka gagnvar vinnu, hjónabandi, félagslífi o.s.frv.
Ef þetta er t.d að vera í vinnu þar sem ég er mjög sáttur við stóran hluta verkefna sem ég vinn en óssáttur við önnur. Hvernig ætla ég þá að koma því til skila til atvinnurekandans hvaða breyting þarf að verða til þess að það náist mest út úr mér í vinnu á þessum stað. Hver er styrkur minn, veikleiki minn, hvað finnst mér gaman, hvað er að draga úr mér orku og hvað er að hlaða mig.
Þetta er þörfin og fræðslan sem þar fer fram.
Frágangur.
Það er óhjákvæmilegt að maður geri einhver mistök í þessari vinnu. Þótt undirbúningur sé vandaður. Þótt maður hafi reynt að skilja þörfina sína. Skoðað hvað maður vill ná fram. Þá mun maður aldrei sjá í gegnum allar sjálfsblekkingar sem maður sjálfur er haldinn. Því mun maður alltaf stíga einhver skref sem hugsanlega meiða aðra. Stiga einhver skref sem maður er ósáttur við eftir á. Skrefin munu þó leiða það af sér að mistökin eða afleiðingarnar munu sína sjálfsblekkinguna. Munu sína aðra hlið á málinu sem hjálpar okkur að sjá það. Það munu því myndast verkefni þar sem maður þarf að biðjast afsökunar. Eitthvað sem þarf að leiðrétta, taka til baka. Breyta eða laga. Einhver mistök. Það þarf að leyfa sjálfum sér að gera þessi mistök. Það þarf að leyfa sjálfum sér til að líta á þau sem eðlilegan hlut þegar maður er að læra eitthvað. Temja sér eitthvað nýtt sem maður kann ekki. Engin verður óbarinn biskup o.s.frv.
Við kunnum vinnuaðferðirnar. Við vöndum okkur eins vel og við getum. Við munum þurfa að endur taka öll stigin frá því að taka ákvörðun, taka skuldbindingu og áfram í gegnum von draum o.s.frv. Við gerum þetta daglega á meðan við erum að vinna hvert verkefni á leið okkar. Þegar við gerum mistök sem hafa afleiðingar sem okkur þykir leitt. Þá notum við sama kerfið. Tökum ákvörðun, tökum skuldbindingu sem gæti verið að biðjast afsökunar. Finnum hvað þörf á að uppfylla með því að biðjast afsökunar. Þannig skiljum við ekki eftir okkur sviðna jörð. Þannig reynum við að ná sátt. Þannig hegðum við okkur þannig að við erum í sátt við okkur sjálf.
Við tökum ábyrgð á eigin gjörðum. Tökum ábyrgð og gleðjumst yfir sigrum okkar. Tökum ábyrgð þegar okkur finnst eitthvað leitt og gerum mistök og við reynum að leiðrétta þau. Lífið getur aldrei orðið ein samfeld sigur ganga. Lífið er upp og niður. Lífið er eitthvað sem við gerum rétt. Við lærum af því og styrkjum það. Munum þar af leiðandi oftar gera eitthvað rétt. Við munum alltaf gera eitthvað rangt og við þurfum að bregðast við því á sama hátt og við vöxum við það.
Þannig erum við búin að búa til leikkerfi í okkar eigin lífi sem mun skila okkur árangri. Mun skila okkur gleði. Það mun stundum valda okkur vonbrigðum og stundum einhverjum öðrum. En þá notum við fyrirgefningu til að græða þau sár.
Í síðasta áfanga þar sem tilfinningar voru skoðaðar sáum við hvernig tilfinningar stjórna okkur og bjuggu til neikvæða hegðunarmunstrið. Nú erum við að búa til jákvæða hegðunarmunstrið. Fullnægjum þörfum og það myndast nýjar tilfinningar sem hjálpa okkur að styrkja þær og það verður til nýtt hegðunarmynstur. Það hegðunarmynstur á ekki að skilja eftir ný tilfinningasár hvorki hjá okkur sjálfum eða hjá einhverjum öðrum. Þess vegna er mikilvægt að verði manni á að saka einhvern um eitthvað. Ef maður notar stór orð þá þarf maður að passa það að maður endurtaki það ekki daginn eftir, heldur biðjist afsökunar á stóru orðunum og þá verða ekki viðvarandi sárindi hjá öðrum.
Maður tekur ákvörðun um að fara nógu marga hringi til þess að öll verkefni leysist og maður finni þennan vöxt í eigin lífi.
Verkstjórnunarkerfið byrjar á heildarmynd sem smá deilist upp í verkefni sem vinnast og enda með að uppfylla heildarmyndina. Fimmti áfangi endar í uppfylltri heildarmynd. Það með er ég kominn með það líf sem ég ætla að lifa.
Hverju áorkaði bóndinn á fimmta stigi. Hann er ekki bara kominn með einhver samning við einhvern annan bónda um afleysingu. Honum hefur tekist með þessum verkefnum að búa til nýtt kerfi í dalnum. Þar sem hver og einn er að sinna verkefnum sem næra hann. Einn bóndinn er hættur bústörfum og sinnir viðhaldi á vélum og tækjum fyrir alla hina. Það er hætt að vera þannig að allir kaup sér tæki. Það eru keypt miklu færri tæki sem eru samnýtt af öllum. Tækin eru sameign. Einn sér um heyskap fyrir alla annar sér um mjaltir o.s.frv. Honum hefur tekist að búa til þannig kerfi.
Hann hefur unnið bug á ótta sínum varðandi það að missa maka og þorði því að kynnast konunni á Syðra Hól. Hann bað hennar og hefur búið til með henni gott hjónaband. Þau haf saman búið sér til kerfi sem virkar. Hann er að ferðast um heiminn stórann hluta af árinu. Hann er að sinna þeim hlutum sem hann er bestur í. Hann hefur búið til kerfi. Það er kominn heildar mynd á lífið. Það er samsett eins og hann langar til.
Öll kerfi þurfa næringu. Allar vélar þurfa eldsneyti.