Úr Ástríðu í Velgengni

Við erum með góð fjármál. Erum að hafa tekjur af því sem okkur finn gott og gaman að gefa af okkur. Það kemur meiri peningur inn en fer út. Safnast upp. Hvað gerir þessi peningur fyrir okkur. Við viljum njóta þess að eiga afgang. Kominn tími til að læra að njóta. Verfærið að gefa gjafir er nú það sem við einblínum á. Verðum upptekin af að þjálfa notkun á því á næstu þremur þrepum. Finna út hvernig við notum það svo það næri okkur og aðra.

 

 

             + sannleikur

Uppgötva stöðu

            – sjálfsblekking

 

Við gefum gjafir. Styðjum við bakið á börnum okkar. Bjóðum fólki í mat eða út að borða. En svo uppgötvum við stöðu að þetta er ekki að næra okkur. Nærir einhvern hluta af okkur en einhver hluti er vannærður. Mínuspólinn í ástríðu er græðgi. Leiðir af sér þá sjálfsblekkingu að fyrst þetta nærir ekki hljóti það að vera vegna þess að við séum ekki að leyfa okkur nóg. Okkur vantar meiri lúxus í ferðalögin, kannski flottari bíl.

 

                + val

Skoða sig í stöðunni

               – forðast skuldbindingar

 

Það er ekki hægt að vita hvað nærir. Prófa og fá svörun. Þetta nærir eða ekki. Leyfa sér að gera mistök. Af þeim lærir maður hvað maður vill ekki. Auðvelda manni að sortera og velja. Það er líklegt að við séum að leita að hvað nærir í daglegu lífi. Hvað er nautn í einfaldleika hversdagsins. En við tökum ekki þá skuldbindingu okkur finnst við eiga að finna eitthvað stórkostlegt og eftirminnilegt. Veljum eitthvað stórt að gera.

 

            + skipulag

Reyna að aðlagast

            – tímapressa

 

Á þessu þrepi skipuleggjum við næstu ferð og hún þarf að koma fljótt því sú síðast nærði ekki.

Þannig förum við hring eftir hring og finnum smásaman út hvað nærir og hvað nærir ekki. Ef ekkert er gott veður nema að það sé yfir 20 stiga hiti,logn heiðskýrt og sól. Þá getur verið langt á milli unaðsstunda hvað veður varðar. Langt á milli göngutúra ef eingöngu er farið í göngutúr í þannig veðri. Það kemur að því að við finnum sannleikann. Við þurfum að læra að njóta hversdagsins. Skoðum okkur í stöðunni hvað hann varðar og reynum að aðlagast

 

             + markmið

Taka ábyrgð

             – fölsk ábyrgð

 

Setjum svo að hægur göngutúr sé naut fyrir einhvern. Hann þarf ekki að vera upptekinn af því að fjármagna göngutúrinn. Athyglin fer af fjármögnun yfir á það að vera í göngutúrnum. Hann tekur eftir fegurð umhverfisins og nýtur þess. Hvernig get ég hætt að hugsa um peninga og verðið í núinu.

Það eru staðalmyndir til af því hvað maður á að vera að gera þegar maður á pening. Til að byrja með er maður meðvirkur með þessum hugmyndum. Vill vera maður með mönnum. En svo tekur maður ábyrgð og þar með myndast markmiðið að vita hver maður er og finna hvað nærir þann mann.

 

               + líta á allt sem tækifæri.

Skoða leiðir

               – finna afsakanir

 

Mér finnst gott að vera í göngutúr. En í dag er rigning svo það er ekki gaman. Ég þarf að kaupa mér hús á Spáni svo ég komist í göngutúra. Það eru endalausar afsaknir til fyrir því að ekki er hægt að fara í göngutúr. Flestar tengdar því að það er of mikið að gera og það þarf að vinna til að fjármagna eitthvað. Að fara vel búinn í göngutúr í rigningu getur verið unaðsstund. Tækifæri til að njóta og þetta þarf ekki að fjármagna. Að taka kaffipásu í vinnunni og tala við samstarfsfólk getur verið unaðsstund. Af hverju hef  ég ekki tíma til þess? Hann ákveður að prófa.

 

               + horfa á smáatriði

Velja leið

            – græðgi

 

Það er erfitt að hætta að vera duglegur, vinna og fjármagna. Uppgötvar að kaffipásan og göngutúrinn eru gefandi. Græðgin reynir að koma hvoru tveggja við. Vinna og fjármagna og hinu að fara í göngutúr og taka pásu. Í plúspólnum uppgötvar hann að sumt er innan tómt af því sem hann gerir og sumt er næringarríkt. Uppgötvar að það sem hefur tilgang nærir og það sem er tilgangslaust skilur eftir leiða og tómleka. Það að vinna bara til að vinna, það að búa til pening bara til að búa til pening hefur ekkert innihald og skilur eftir tómleika. Hver er ég og hver er minn tilgangur?

Hættir að fjármagna og vinna vinnu sem hefur engan tilgang. Það slaknar á kerfinu og allt álag minkar. Rými til að njóta.

 

               + sátt

Framkvæmd

               – sitja á sínu

 

Lifum einfölu lífi og leyfum okkur öðru hvoru einhvern lúxus. Við þekkjum okkur sjálf og hvar ástríða okkar brennur. Áherslur lífsins eru í takt við það. Þangað fer athyglin, tíminn og peningarnir. Sumir framleiða bíómyndir, aðrir gera við bíla, hjálpa fötluðum eða vinna við umönnun. Einn valdi að skoða hvernig þroska gangan í fjármálum virkar.

Verkfærið sem bætist við er: Að hafa tilgang.

Velgengni, að vera sáttur

Lífið gengur vel. Það er afgangur og við högum lært að nota hann þannig að hann nærir það sem við erum og stöndum fyrir.

 

             + sannleikur

Uppgötva stöðu

            – sjálfsblekking

 

Við uppgötvum stöðu sem við erum óánægð með. Við erum upptekin af fjármálum og viljum hætta að hugsa um þá. Höfum fundið svar við spurningunni: Hver er ég? Þar með hvað við viljum fást við. Hvað gefur lífi okkar tilgang? Okkur finnst við ekki geta notað tíma okkar og peninga til að næra þennan tilgang. Þurfum að hafa peninga tiltæka ef eitthvað fer úrskeiðis sem kostar peninga.   Okkur finnst við þurfa varasjóð en vitum ekki hvað stórann. Fyrst við erum ekki örugg þá hlýtur hann að eiga vera stærri. Kannski þarf fleiri sjóði og þá fjölgum við þeim. Safna fyrir hinu og þessu. Tryggja betri ellilífeyrir. Það má af einhverjum ástæðum ekki nota peningana. Mínuspóll í velgengni er: að sitja á sínu.  Sjálfsblekkingin er að sjóðir veiti öryggi og vellíðan.

 

                 + val

Skoða sig í stöðunni

               – forðast skuldbindingu

 

Hvernig get ég tryggt mig þannig að ég viti að það er og verður allt í lagi með mig. Skuldbindingin sem maður er að forðast er að finna leið til þess að peningarnir sjálfir sjái um að ávaxta sig. Manni finnst að maður verð sjálfur að vinna og stækka sjóðina. Vera áfram þræll peninganna.

 

            + skipulag

Reyna að aðlagast

            – tímapressa

 

Við þurfum að flýta okkur að eiga nóg til að við getum sett tíma okkar þar sem honum er best varið. Förum hring eftir hring á þessum fyrstu þremur þrepum. Tökum smá saman efir því að þegar áföllin koma þá notum við ekki sjóðina. Við notum þroska okkar og verkfæri til að mæta áföllunum. Þurfum ekki á sjóðunum að halda. Getum notað þá í eitthvað annað. Finnum út hvernig við viljum nota þá.

 

 

             + markmið

Taka ábyrgð

            – fölsk ábyrgð

 

Einhver rekur eigið fyrirtæki og dettur í hug að hann geti látið starfsfólkið sjá um reksturinn hann sjálfur horfið til annarra verka og verið áfram á launum. Annar er launþegi og veltir fyrir sér að fjárfesta í hlutbréfum eða steinsteypu. Enn annar er komin með þennan þroska en upphæðir sem hann hugsar í eru lágar. Sáttur með sína vinnu og sitt fábrotna líf. Dettur í hug að gerast áskrifandi af verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Þetta þurfa ekki að vera háar upphæðir. Aðal atriðið er að það ávöxtun sem sér um sig sjálf. Erfitt að leyfa sér að hugsa svona. Má ekki mynda stöðu sem maður telur trygga. Kannski verður maður þá kærulaus og kemur sér í vandræði. En á endanum skilur maður þörfina sem er sú að taka athyglina af fjármálum og hugsa um eitthvað annað.

 

Við erum í velgengni með það að ganga. Á meðan við vorum að læra að ganga var mikil meðvitund á því. Í dag göngum við og hreyfum okkur án þess að hugsa um það. Erum í velgengni. Það kemur ekki í veg fyrir að okkur skriki fótur. Þá grípum við til færninnar og réttum okkur ósálfrátt af.  Sumir ganga ekki nóg til að viðhalda sér, sem er þá mínuspólinn,  Aðrir rétt mátulega og aðrir það mikið að það er vöxtur og aukning á styrk. Sumir vilja verða færir íþróttamenn eða góðir dansarar. Vilja fara lengra en að kunna að ganga. Allir eru samt í velgengni.

Að taka ábyrgð og finna markmið varðandi fjármál fjallar um að hegða sér þannig að maður vaxi að styrk í fjármálum. Hversu mikið eða lítið fer eftir áhugasviði hvers og eins.

 

               + líta á allt sem tækifæri.

Skoða leiðir

               – finna afsakanir

 

Það er ekki mikið um að vera. Markmiðið augljóst en hræðsa er við að velja sér leið en á endanum prófar maður einhverja.

 

               + horfa á smáatriði

Velja leið

            – græðgi

 

Hér verður maður lítið var við mínuspólinn. Markmiðið er að hætta að hugsa um þetta. Þegar maður er hættur getur maður ekki dottið í græðgi og hætt aftur og aftur.  Maður dettur niður í plúspólinn á framkvæmd og er sáttur.

               + sátt

Framkvæmd

              

 

Verkfærakistan.

Að biðja um.

Tekjur

Draga saman.

Skipulag

     samningar

     sjálf dæmi.

Að mynda afgang.      

     gera tilraunir

     skrifa drauma

     finna markmið

Að gefa gjafir og þiggja gjafir. 

     Að koma sér inn í hringrásina.

Hafa tilgang

Láta peningana vinna.

Hætta að hugsa um fjármál