Það er komin þörf til að þurfa ekki að hugsa um fjármál. Þau virka og löngun til að taka athygli af þeim. Það er til peningur og það er að myndast peningur í hverjum mánuði. Það er ótti við að leyfa þessum pening að vera í umferð. Leyfa peningnum að vinna fyrir okkur. Við geymum þá til öryggis í sjóðum. Við gerum okkur grein fyrir að bílinn gæti eyðilagst á morgun. Hvað ef við verðum veik og óvinnufær? Er þá ekki betra að hafa þessa peninga aðgengilega. Orka sem ekki er notuð á það til að fúlna og verða engum til gagns. Er á lægri vöxtum í bankanum en verðbólgan er. Verðmætin eru að rýrna.
Velgengni í fjármálum kemur ekki í veg fyrir áföll og það er gott að vera undir það búin að geta mætt áföllunum.
Velgengni í fjármálum er ekki innstæða á bankabók. Fjallar ekki um að verða ríkur. Velgengni er þroski. Við kunnum að mæta áföllum þegar þau koma. Erum með verkfæri og færni til að koma okkur aftur á réttan kjöl. Við erum betur undir það búin ef við leyfum peningunum sem eru i sjóðum að vinna, vaxa og styrkjast. Hvað gerist ef þú fjárfestir í fasteign og leigir hana út. Fasteignaverð hækkar mun hraðar en innistæða á bankareikning og við það bætast hugsanlega leigutekjur. Möguleikar til að láta peninginn vinna eru fjölbreyttir. Sá sem er með rekstur ákveður að draga sig í hlé og setja reksturinn í hendurnar á öðrum og er samt áfram á launum. Það getur líka verið að þú sért með lítinn afgang en notar þann afgang þannig að hann haldi verðgildi sínu og rúmlega það. Kaupir einhver verðbréf mánaðarlega..
Á fyrrihluta þroskastigsins er verið að leita að lausn sem er þannig að sjóðir eiga að vera það dygrir að sama hvað kemur fyrir þá verði hann alltaf öruggur. Situr á sínu. Hvort sem það er peningainnistæða eða forstjórastóll. Treystir engu og engum til að fara vel með það sem hann hefur byggt upp. Verður fangi eigin velgengni. Jóakim aðalönd er gott dæmi um þetta.
Á seinni hluta þroskastigsins skilur hann að sama hversu óheppin hann verður með starfsfólk eða leigjendur þá er þetta samt mun skilvirkari leið. Hann kann að takast á við þetta ef á þarf að halda. Finnur leið til að láta velgengnina vinna fyrir sig en ekki hann fyrir hana. Tekst á við vandræði þegar og ef þau koma upp: Þess á milli er hann ekki að hugsa um fjármál nema að það sé hans áhugamál. Sáttur við guð og menn fer hann að sinna því sem nærir hann best hverju sinni.
Ríkjandi tilfinningar eru til að byrja með kergja út í heim sem ekki lætur að stjórn og neitar að aðlagast hans vilja. Tilfinningin breytist þegar maðurinn ákveður að aðlagast því hvernig heimurinn virkar og þá myndast sátt.
Í stað þessa að vinna fyrir peningum, vinna peningar fyrir hann.